Góð laun fyrir vel unnin störf

Persðónulega finnst mér þetta bara ekkert sérstök laun fyrir óvinsælasta og eitt erfiðasta og ábyrgðarmesta starf sem býðst á landinu. 

Jóhanna og hennar ríkisstjórn hefur staðið sig vel, kreppan sem sjálfstæðisflokkurinn skellti á þjóðina er nánast að hverfa.  Atvinnuleysi ekki lægra frá hruni, bullandi hagvöxtur og enginn vælir lengur nema LÍÚ :)

Atvinnulífið er á fleygiferð inn í nýja og betri tíma.  Þetta tók nokkur misseri en hafðist þrátt fyrir skipulagða niðurrifsstarfsemi stjórnarandstöðunnar.  

Nú grunar mig að við förum brátt að sjá aðrar tölur í skoðanankönnunum enda kreppan varla til lengur nema í heilanum á  hægrimönnum.


mbl.is Laun Jóhönnu hafa hækkað um 257 þús.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég myndi fremur vitna í Dire Strates... "money for nothing".

Óskar Guðmundsson, 20.6.2012 kl. 16:19

2 identicon

Þarna virðist bloggari miskilja fréttina.

Það er ekki verið að tala um, né meta heildarlaun Forsætiráðherra.

Það er verið að benda á að hún hefur hækkað í launum um rúmlega 27 % meðan almúginn er keyrður á 2-4 %.

Þarna er Jóhanna að rétta öllu vinnandi fólki ( sem er að standa sig vel í sínum störfum) puttann !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 17:20

3 identicon

Sæll Nafni - Nafni minn Guðmundsson; og aðrir gestir, hér á síðu !

Nafni minn Haraldsson !

Miðað við; þessar heimskulegu ályktanir þínar, ertu álíka sjúkur og veruleika firrtur, eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefir löngum þókt vera, í sinni óaflátanlegu Davíðs (Oddssonar) tilbeiðzlu.

Þú ættir; vildir þú þér sjálfum, samkvæmur vera, að fella þessa óhugnan legu persónudýrkunar færzlu þína - á einhverju viðurstyggilegasta kven gerpi, sem Íslandssaga seinni alda, kann frá að greina, nafni minn góður.

Þvílkt; og annað eins - og hluti landsmanna, þarf að sækja sér matar afganga, í sorptunnur, í okkar samtíma ÁRIÐ 2012 !!!

Hefir það; kannski farið fram hjá þér, í vímu þinni, Óskar Haraldsson ?

Með; fremur snúðugum kveðjum, til síðuhafa - ágætum; til annarra, svo sem, úr Árnesþingi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband