Helbert kjaftæði

Atvinnuvæluliðið fer nú hamförum eins og venjulega þegar reynt er að tryggja að einhverjir aðrir en venjulegt launafólk greiði skatta og gjöld til að halda þessu þjóðfélagi gangandi.   7% Vaskurinn átti aðeins að vera tímabundinn og það vissu ferðaþjónustuaðilar.   Nú hefur þessi grein verið í mikilli sókn og er í raun að hluta til ríkisstryrkt sem sýnir sig í þvi að rikið endurgreiðir mun hærri skatta til hótela og gistiheimila heldur en þau innheimta í formi innskatts, þ.e. útskatturinn er hærri og stafar það eingöngu af mismun á virðisaukanum.  það gefur því auga leið að þessi grein situr ekki við sama borð og aðrar atvinnugreinar, hún er á ríkisstyrkjum sem á þessum tímum er algjör óþarfi.

Það þarf ekki nokkur maður að segja mer að eigendur hótela og gistiheimila geti ekki tekið þetta á sig án þess að skella því inn í verðskrána, held að menn ættu bara að skoða álagninguna í þessari okurstarfsemi.  Algengt verð á hótelherbergi er á bilinu 15-30000 nóttin og  af því greiðir rekstraraðilinn aðeins 7% vsk,, sem hann eins og áður segir greiðir í raun aldrei vegna innskattsins.

Þetta væl í þessum aðilum er óþolandi rétt eins og harmakveinin í LÍÚ sem þjóðin fær að upplifa í hvert sinn sem það kemur til tals að þessi mafía skili einhverju af hagnaðinum til þjóðarinnar.


mbl.is Hækkun gerir hótel órekstrarhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki færir þú neinar töluleg rök fyrir máli þínu leiðinlegt þannig fólk

Hvað skildu nú skattekjur þjóarbúsins vera af ferðamennskunni beinir skattar af launatekjum og virðisauki af annari afleiddri þjónustu.

Til að meta áhrifin þarf þetta allt að liggja fyrir og vinna málið faglega enn ekki með upphrópunum !

Hitt skulu menn líta á að íslensk ferðaþjónusta starfar í alþjóðlegri samkeppni og drögum lærdóm okkar af því sem nú er að ske í Danmörku .

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 12:04

2 identicon

Óskar, eins og skýrsla KPMG gefur til kynna munu þjóðfélagslegar tekjur af gististöðum og rekstri þeirra MINNKA með skattahækkun og því mun skattahækkunin ekki hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs.

Í færslu þinni segir þú að hótelrekendur greiði ekki 7% VSK vegna innskatts, það er einfaldlega ekki rétt þar sem vaskurinn er ALLTAF greiddur.

Lægri skattþrep er ekkert í samlíkingu við ríkisstyrk og það getur enginn heilvita maður rökrétt þá líkingu. Ég ætlast þó að þú reynir, standir við skrif þín og sýnir fram á það.

Njáll Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband