14.9.2012 | 12:30
Nauðsynlegt að halda sjálfstæðisflokknum frá því að vera í stjórn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvorki breytt um stefnuskrá eða skipt út fólki frá hruni. Á þingi fyrir hann sitja holdgerfingar spillingar og fjármálasukks, má þar nefna tvo kúlulánaþega, vafninginn, dæmdan þjóf, skattsvikara og menn með vægast sagt vafasama viðskiptagjörninga. Aðeins einn af þessu liði hefur tilkynnt að hann bjóði sig ekki fram að nýju, það er skattsvikarinn og ástæðan er ekki skattsvikin heldur annir á öðrum sviðum!
Ekki hefur stefna flokksins heldur breyst frá hruni nema ef eitthvað er þá er hann orðinn enn lengra til hægri og eins og ein þingkona flokksins orðaði það réttilega, hin Íslenska teboðshreyfing.
Það er því hagur þjóðarinnar að þetta lið komist ekki til valda á nýjan leik, slíkt er einfaldlega stórhættulegt fyrir þessa þjóð sem nú hefur fært miklar fórnir í 4 ár til þess að taka til eftir sukk frjálshyggjunnar og sjálfstæðisflokkinn.
Allir starfandi flokkar á alþingi ættu að gefa út yfirlýsingu um að þeir starfi ekki með þessum glæpasamtökum eftir kosningar.
Vill ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krafa búsáhaldabyltingarinnar var ný andlit á alþingi. Nýju andlitin sem eru forsvarsmenn helferðarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru: Jóhanna Sigurðardóttir 34 ár á alþingi. Steingrímur J Sigfússon. 29 ár á alþingi. Össur Skarphéðinsson 21 ár á alþingi. Ögmundur Jónasson 17 ár á alþingi.
Ekki er vitað til þess að samfylkingin sem var nota bene í hrunstjórninni hafi skipt um stefnuskrá.
VG hinsvegar hafa sett stefnuskrá sína til hliðar undanfarin 4 ár en hafa unnið eftir stefnuskrá samfylkingarinnar.
Hreinn Sigurðsson, 14.9.2012 kl. 17:10
Á einhverjum tímapúnkti hljóta þessir tveir flokkar að sjá hvað þeir eiga margt sameiginlegt...
a) mótstaða við við ESB
b) vernda og einangra íslenska framleiðslu frá erlendri samkeppni
c) hækka laun "ómissandi fólks" eins of forstjóra í sparnaðarskyni
d) skerða ríkisrekna heilbrigðisþjónustu
e) skerða alla tryggingasjóði
f) færa skóla og leikskólaþjónustur á ábyrgð einkarekinna bæjarfélaga
sér vart nokkuð sem aðgreinir þá nema mögulega skattahlutföll.
Jonsi (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.