Afturhaldið vill ekki leyfa þjóðinni að kjósa um samning

Afturhaldið á þinginu, framsókn, flóttafólkið úr VG og þjófarnir í sjálfstæðisflokknum vilja ekki fyrir nokkurn mun að þjóðin fái að sjá samning sem hún getur svo samþykkt eða hafnað.  Afturhaldið er líka á þingi fyrir sérhagsmunapakk, LÍÚ og bændaklíkunnar sem vill viðhalda haftastefnu til að covera óarðbæran landbúnað og að halda sjávarútvegsauðlindinni áfram í eigu nokkurra fjölskyldna.

Afturhaldið vill ekki að þjóðin fái að njóta kosta þess að vera í ESB og með alvöru gjaldmiðil.  Afturhaldið vill að Íslendingar borgi miklu hærri vexti en aðrar þjóðir af húsnæðislánum og öðrum lánum og afturhaldið vill að innflutningur og útflutningur verði áfram tollaður til andskotans.  Megi þetta afturhaldspakk fara fjandans til eftir næstu kosningar enda er ég bjartsýnn á að þjóðin sparki þessu rusli á haugana næsta vor.


mbl.is Kosið verði um aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála. Nú er gengi Evrunnar að hækka dag frá degi, og fjölmiðlar forðast að nefna slíkt.

óli (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 13:23

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þú ert sjálfur afturhald nú, fær fólkið í landinu loks tækifæri til að segja hvort sækja eigi um aðild. Ert þú hræddur við lýðræðið? Hvað er slæmt við það að meirihluti þjóðarinnar fái að ráða hvort þessu aðlögunarferli verður haldið áfram eða ekki?

Hreinn Sigurðsson, 13.9.2012 kl. 13:47

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óskar. Er vilji Íslandsbúa einskis virði að þínu mati? Hvað varð um lýðræðis-hugsjónina þína?

Eru pólitísku flokka-guðirnir svikulu það eina sem treystandi er á?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 14:03

4 Smámynd: Óskar

Hreinn - afhverju ekki að leyfa þjóðinni að kjósa um TILBÚINN samning þannig að fólk viti nákvæmlega hvað er í pakkanum?  Hvað er það sem afturhaldið óttast, að við fáum of góðan samning?

Óskar, 14.9.2012 kl. 12:32

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það sem er í pakkanum er ESB það er ekki flókið að kynna sér hvað það hefur í för með sér. En áróður ESB sinna gengur allur út á að við fáum eitthvað annað úr pakkanum en ESB. Ef meirihluti þjóðarinnar vill ekki sækja um aðild af þeim klúbbi, þá er sjálfsagt að hætta þessu brölti. ESB sinnar eru hræddir við lýðræðið þar sem það hentar þeim ekki.

Hreinn Sigurðsson, 14.9.2012 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband