Frábær umfjöllun hjá Kastljósi

Það er alltaf sama sagan á Íslandi, sannleikurinn má ekki heyrast.  Ég starfaði hjá stóru ríkisfyrirtæki á árunum 2001-2008 og fátt í þessari umfjöllun kom mér á óvart.  Samskiptin við Skýrr voru kostuleg.  Linka yfirmanna stofnana gagnvart þessu fyrirtæki var sorgleg.   Allir vissu að Oracle kerfið var rusl og það dýrt rusl.  Allir sem vinna á skrifstofum ríkisins vita að ekki eitt andskotans atriði sem Skýrr lofaði hefur staðist, ekki eitt.

Ekki nóg með að Skýrr vélaði milljarða útúr ríkinu fyrir þetta ruslkerfi þá hirtu þeir allt besta starfsfólkið sem fyrirfannst á ríkisstofnunum, einfaldlega yfirbuðu rammfasta ríkistaxtana og eftir sátu ríkisstofnanir með sárt ennið og missti fólkið sem var að ná einhverjum tökum á þessu ruslkerfi til Skýrr.  Það var því hægt að ljúga hverju sem var, rukka fyrir hvað sem var og smyrja á allan kostnað án þess að menn hefðu nokkra rænu á að athuga fyrir hvað var verið að rukka fyrir og að sjálfsögðu datt engum í hug að benda þessum svindlurum á upphaflega samninginn. Eins og kom rækilega í ljós í Kastljósi þá stóð Skýrr ekki við eitt einasta atriði í þessum samningi.   

Að Skýrr hafi tekist að mjólka 4 milljarða útúr þessu Oracle braki er náttúrulega rannsóknarefni.  Það þarf að rannsaka margt, hversvegna ríkisendurskoðun liggur árum saman á skýrslunni - var þeim mútað ?  Ekki hefði það komið mér á óvart miðað við forsöguna.    Það þarf líka að rannsaka hvaða aðilar skrifuðu uppá hvaða ruglreikning sem var frá Skýrr og skelltu á skattborgara.  Þarna á að draga menn til ábyrgðar.


mbl.is Trúnaðarskjali lekið til Kastljóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er morgunljóst að þarna hefur verið stundaður umfangsmikill þjófnaður á peningum okkar skattgreiðenda. En það virðist ekki vera aðalmálið hjá glæpahyskinu, heldur virðist það vera alvarlegast að þjóðin fékk að vita um glæpinn! Nú fer af stað mikil rannsóknarvinna til að koma lögum yfir þá sem láku skýrslunni en þjófarnir fá að vera í friði og enginn segir af sér!

corvus corax, 25.9.2012 kl. 07:52

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er íslenskur Bradley Manning í uppsiglingu?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2012 kl. 15:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar ég skal endurskrifa þetta kerfi (og láta það virka) fyrir aðeins tvöfalt upphaflegt verðtilboð. Það yrði þá samt innan við 10% af 4 milljörðum! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2012 kl. 15:34

4 Smámynd: Óskar

Corvus vandamálið er kanski, hverjir eru þjófarnin ?  Skýrr?  Þeir kanski stálu engu beint heldur spiluðu á vankunnáttu og vanhæfni Fjársýslunnar og annarra ríkisstofnana sem brugðust á engan hátt við augljósu svindli og svínaríi sem blasti við öllum sem hafa einhverntímann lent í því að vinna við þetta hörmulega Oracle kerfi.  Í fyrsta lagi á ríkisendurskoðandi að segja af sér ekki seinna en strax og fjársýslustjórin einnig ef hann er sá sami og var á þessum tíma sem ég þekki ekki.   Einnig á að taka yfirmenn ríkisstofnana á teppið sem báru ábyrgð á því að allir reikningar voru greiddir til Skýrr þegjandi og hljóðalaust.    Hvað hægt er að gera varðandi Skýrr sjálft veit ég ekki nema ljóst er að Skýrr/Advania er gjörsamlega rúið öllu trausti.  Spurning hvort  hægt sé að lögsækja fyrirtækið og fá þessa fjármuni til baka.

Guðmundur ég man þann tíma á þeirri ríkisstofnun sem ég starfaði á þegar umræðan fór fram um hvort ætti að taka upp SAP kerfið eða Oracle.  Menn sem skoðuðu kerfin voru almennt á því að SAP væri miklu betra og aðalatriðið var að menn þekktu það, það hafði verið innleitt í einhver fyrirtæki hér en enginn þekkti Oracle kerfið, ekki einu sinni Skýrr sem hafði aldrei innleitt það og vissu ekkert í sinn haus um þetta kerfi og vita það greinilega ekki enn.

Sem dæmi veit ég að ein allra stærsta ríkisstofnunin hefur alltaf þurft að vinna sína áætlanagerð í Excel vegna þess að Skýrr skilaði aldrei af sér umsömdu áætlanakerfi!!  - en auðvitað sagði aldrei neinn neitt,  vann bara þegjandi og hljóðalaust áætlanagerð uppá tugi milljarða í EXCEL!!

Óskar, 25.9.2012 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband