Nafn Vilhjálms Þ. hvergi að finna í þessari frétt Moggans!

Eins og fram hefur komið í öðrum fjölmiðlum vegna þessa máls þá var sjálfstæðismaðurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Eirar á þeim tíma þegar allt virðist hafa farið á hliðina á þeim bænum.   Hvað er þetta eiginlega með sjálfstæðisflokkinn og peningar sem aðrir eiga ????

mbl.is birtir um þetta æði langa frétt skrifaða af Guðrúnu Hálfdánardóttur fréttastjóra Morgunblaðsins, en hún gætir þess vel og vandlega að nefna ekki framkvæmdastjórann á nafn enda tíðkast það ekki á þeim bænum að bendla sjálfstæðismenn um eitthvað misjafnt.  Það gæti nefnilega fokið í Hádegismóra!


mbl.is Íbúar upplýstir um erfiða stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skiftir ekki máli hvaða stjórnmálaflokk þessi Vilhjálmur

styður. Maðurinn á skila inn lyklum og láta sig hverfa af staðnum. Svara síðan fyrir sitt starf hjá þeim yfirvöldum sem fjalla um svona mál. Þessar eilífu blammeringar um þennan og hinn flokkinn skiftir engu máli. Maðurinn og stjórn þessa félags eru ekki starfi sínu vaxnir og eiga því að skiftast út hið snarasta.

jóhanna (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 23:06

2 Smámynd: Óskar

Jóhanna ef þú fylgist með fréttum þá ættir þú að sjá að i langflestum tilfellum þegar farið er óvarlega með almannafé eða eitthvað þaðan af verra þá tengist sérstaklega tiltekinn stjórnmálaflokkur þeim málum.  Dæmin eru orðin svo mörg að ég yrði í allt kvöld að telja þau öll upp en við skulum samt byrja,:  Fasteignir á keflavíkurflugvelli,  sjóður 9, Vafningsmálið, þingmenn og kúlulán, Rei , Orkuveitan, Reykjanesbær á hausnum, hver setti seðlabankann á hausinn?  Þú mátt svo alveg reyna að giska á hvaða stjórnmálaflokkk ég er að tala um, þetta eru ekki neinar blammeringar heldur þvert á móti skotheldar staðreyndir.

Óskar, 5.11.2012 kl. 23:13

3 identicon

Ég fylgist mjög vel með fréttum Óskar. Málið er að enginn flokkur er laus við fólk sem fer illa með almanna fé. Allir þeir flokkar sem ég hef fylgst með, hafa einhverja beinagrind í skápnum. Ég vil ekki nafngreina stjórnmálamanneskjur fyrr og nú sem hafa tekið sér viss fríðindi á kostnað okkar almennings. En ég lofa þér að þar er enginn öðrum betri, semsagt það hallast ekki á á milli flokknna. Það er þetta með bjálkan sem Krissibróðir var að tala um. Umhugsunarvert!!!

jóhanna (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 00:10

4 Smámynd: Óskar

Jóhanna þú virðist vera þessi dæmigerði sjalli í afneitun.  Auðvitað er hægt að finna skít í öllum hornum en staðreyndin er engu að síður sú að 90% hvítflibbaglæpa og fjármálaspillingar á Íslandi virðist tengjast sjálfstæðisflokknum.  Það  hlýtur að segja eitthvað er það ekki ?

Óskar, 6.11.2012 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband