14.12.2012 | 14:23
Hann hlýtur að ganga í Sjálfstæðisflokkinn
Það gefur auga leið að Gylfi gengur í Sjálfstæðisflokkinn enda sá flokkur sérstaklega þekktur fyrir að gæta hagsmuna þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Gylfi á fullkomna samleið með fólki eins og Árna þjófi Johnsen, Tryggva Kúlu, Ásbirni skattsvikara, Gulla styrk, Röggu Repúblikana og að sjálfsögðu Bjarna Vafningi. Þetta er fólkið sem ætlar að bæta hag láglaunafólks eftir kosningar með því að lækka skatta og afnema veiðigjaldið en hvernig á að fjármagna betri lífskjör almennings er hinsvegar óútskýrt. Gylfi hlýtur að hafa það á hreinu.
Gylfi segir sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann á og verður að standa utan allra flokka enda algjjörlega óhæft að verkalýðsforingi dragi dám pólitískra valda.
Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 14:56
,,Það gefur auga leið að Gylfi gengur í Sjálfstæðisflokkinn enda sá flokkur sérstaklega þekktur fyrir að gæta hagsmuna þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu"? Ég er öryrki með um 130.000 krónur útborgað á mánuði???? Foreldrar mínir eru með ca fjórum sinnum meira en ég....útborgað, þ.e.a.s. samtals 8 sinnum meira en ég. Það hefur EKKERT breyst í nokkur kjörtímabil (fyrir tíð Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna).
Björgvin Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 19:46
Hættum að hugsa um flokka það er engin framtíð í því!
Sigurður Haraldsson, 15.12.2012 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.