Hvað er eiginlega að þessari þjóð?

Hvernig dettur 41% þjóðarinnar að kjósa flokk á þing sem samanstendur af glæpahyski, þjófum, styrkþegum, kúlulánaþegum og skattsvikurum?

Er 41% þjóðarinnar tilbúin til þess að hætta á annað frjálshyggjuhrun?  Vill þetta fólk selja Landsvirkjun, lækka skatta á auðkýfinga, skera enn meira niður í heilbrigðiskerfinu, afnema veiðileyfagjaldið og  festa kvótaránskerfið í sessi  ?

Það var alltaf viðbúið að tveggja stafa IQ fólkið með minni á við húsflugu mundi kjósa glæpaflokkinn en common, 41% þjóðarinnar!  Hvað er eiginlega að ?

Ríkisstjórnin hefur gert margt rétt, sumt rangt en heilt yfir staðið sig feiknarvel miðað við aðstæður.  Er fólk búið að gleyma því að hún tók við völdum eftir efnahagslega kjarnorkuárás Sjálfstæðisflokksins á landið sem stóð í 18 ár ? 

Heldur fólk virkilega að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara að gera eitthvað í skuldamálum heimilanna?  Ef svo er þá hefur sjálfstæðisflokkurinn skipt algjörlega um stefnu því hann hefur hingað til verið hallur undir fjármagnseigendur en ekki venjulegt fólk!

Verði þetta niðurstaðan í næstu kosningum þá hlýtur þetta að vera heimskasta þjóð í heimi og heimskar þjóðir fá venjulega það sem þær eiga skilið, fátækt og örbyrgð.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er fínt að einkavæða allavega helminginn í LV. Gefur fyrirtækinu markaðsaga. Þetta hefur virið niðurstaða sýrslu Gamma og svo Hagfræðidleid HÍ.

Getum notað peninginn að greiða skuldir niður.

Vissir þú að vaxtagjöld er stærsti kostnaðarliður Íslands?

Lækka skatta = good

skilvirkari stjórnsýsla = good

það er bara sorglegt að XD sé ekki lengra til hægri. Það vantar Ron Paul Íslands... sem er einn af fáu stjórnmálamönnum í heiminum sem vill fólkinu vel en eru ekki í valdabrölti og lýðskrumi.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2013 kl. 00:00

2 identicon

"Ríkisstjórnin hefur gert margt rétt"

Nei.

Og Jóhanna og Steingrímur verða örugglega ekki ánægð með, að eftirskrift þessarar duglausu ríkisstjórnar verði: "Það einasta sem hún afrekaði var að koma Íhaldinu og Afturhaldinu aftur til valda".

Og bullið í honum Steingrími um að gefa Sjálfstæðisflokknum fjögur ár í viðbót í stjórnarandstöðu kemur í bakið á Steingrími sjálfum. Því að VG mun í vor ráfa út í hina pólítísku eyðimörk og daga uppi þar, ekki bara í eitt kjörtímabil, heldur fyrir fullt og allt.

Steingrímur J., hækja auðvaldsins.

Pétur (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband