Lýðskrumið nær nýjum hæðum

Það er hreinlega sorglegt að fólk falli fyrir þessu lýðskrumi framsóknarflokksins.  Flokkurinn eignar sér"sigurinn" í Icesave málinu en ef fólk mundi nú hafa greind og þroska til að kíkja aðeins undir yfirborðið í því máli þá er það ekki alveg klippt og skorið.    Framsókn vildi ekki á neinu stigi málsins semja.  Það lá ljóst fyrir árið 2009 að ef ekki yrði reynt að ná sáttum þá hefði okkur ekki borist nein aðstoð erlendis frá nema frá Færeyingum og Pólverjum.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti það sem skilyrði að Ísland mundi reyna að semja um þetta mál.  Án aðkomu AGS hefði hér allt farið til andskotans og er þá vægt til orða tekið enda ekki til gjaldeyrir i landinu á þeim tíma til að kaupa brýnustu nauðsynjar.  En fólk skilur þetta ekki því miður.  Gleymum heldur ekki norsku 2000 milljörðunum sem framsókn ætlaði að redda í gegnum einhvern Norskan Ástþór en reyndist auðvitað dæmigert framsóknarbull og ekki stafur fyrir þessu.

Svo hefur framsókn barist fyrir 20% niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja.  Þetta er náttúrulega glórulaust bull.  Í fyrsta lagi gengur þetta ekki upp því lánadrottnar láta ekkert taka af sér fjármagn þegjandi og hljóðalaust.  Íbúðalánasjóður færi þráðbeint á hausinn við þessa aðgerð.  Þar að auki færi stórfé í að borga niður skuldir fólks, t.d. stóreignafólks því það skuldar jú oft mest, sem hefur ekkert við niðurfellingu að gera og á miklu meiri eignir en skuldir.  Þetta er svo glórulaust rugl að það er með ólíkindum að fólk falli fyrir þessu.   Það má réttilega gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki tekið þetta mál nógu föstum tökum en hinu má heldur ekki gleyma sem þegar hefur verið gert t.d.  110% leiðin og stórhækkun vaxtabóta en þarna er því fólki komið til hjálpar sem þarf á því að halda en ekki stóreignafólki eins og Kögunarsonurinn vill!

Því miður virðist lýðskrumið ætla að duga til að fjölga þingmönnum lýðskrumaraflokksins töluvert og næsta ríkisstjórn liggur nokkuð ljós fyrir, hana munu leiða tveir pabbastrákar fæddir með gullskóflur í rassgatinu og hafa aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn.  Annar hefur að auki sýnt að hann hefur ekkert vit á fyrirtækjarekstri og sett þau nokkur á hausinn.  Halda Íslendingar virkilega að þessir menn séu að fara að koma Íslandi á betri stað?


mbl.is Verðtrygging neytendalána afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fyrsta lagi gengur þetta ekki upp því lánadrottnar láta ekkert taka af sér fjármagn þegjandi og hljóðalaust.

En heimilin eiga semsagt að gera það þegjandi og hljóðalaust?

Íbúðalánasjóður færi þráðbeint á hausinn við þessa aðgerð.

Íbúðalánasjóður er kominn á hausinn. Mörgum sinnum. Það er ein af beinum afleiðingum verðtrygingar, og ástæðum þess að hana þarf að afnema.

Þar að auki færi stórfé í að borga niður skuldir fólks

Rangt. Það færu 0-30 milljarðar í réttláta leiðréttingu og þar með væri Íbúðalánasjóður líka endurfjármagnaður. Þetta hefur verið reiknað út, og kynnt á opinberum vettvangi. Hafa þínar fullyrðingar verið kynntar opinberlega með útreikningum, og hvar get ég séð það?

Ríkisstjórnin ætlaði að skrifa undir samning um að borga annað eins og meira til út úr landi vegna einkarekins banka. Nú liggur fyrir dómur um að það þurfi ekki að gera, og þá hlýtur að vera hægt að nota þann pening í staðinn til að framkvæmd leiðréttingu á skuldum heimilanna.

Ég væri meira að segja tilbúinn að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir samningi um að skipta á þeim peningum og niðurfellingu á skuldum heimilanna, ef ég fengi að ráða útfærslunni og mætti svo hirða sjálfur þá peninga sem sparast. Hætt er þó við að ef maður stillir dæminu þannig upp, þá myndu margir hugsa að kannski væri betra að ávinningur dreifðist á heimilin heldur an að fara allur í vasann á einum manni. Enda er slík auðsöfnun engum til góðs.

stóreignafólks því það skuldar jú oft mest, sem hefur ekkert við niðurfellingu að gera og á miklu meiri eignir en skuldir

Þannig að það eru í þínum huga frekar hinir fátæku og eignalausu sem verðskulda leiðréttingu? Það eru væntanlega ánægjulegar fréttir fyrir suma. En hvar viltu draga mörkin á því hver hefur eitthvað með réttlæti að gera? Hafa bankamenn þá nokkuð með réttlæti að gera. Hvað hefur þú með réttlæti að gera? Eða ég, og næsti maður? Þetta er alveg óútskýrt hjá þér.

Þetta er svo glórulaust rugl að það er með ólíkindum að fólk falli fyrir þessu.

Já. En afhverju þá að skrifa slíka vitleysu á bloggið þitt ?

Það má réttilega gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki tekið þetta mál nógu föstum tökum

Leiðrétting: ríkisstjórnin hefur tekið þetta mál engum tökum.

en hinu má heldur ekki gleyma sem þegar hefur verið gert t.d.  110% leiðin og stórhækkun vaxtabóta

Vinsamlegast útskýrðu hvernig 110% leiðin er einhver lausn þegar lánin halda strax aftur áfram að hækka? Vitað er um fólk sem hefur þurft að leita þessa úrræðis tvisvar, og er nú komið það hátt í veðsetningu aftur að líklega þarf það að fara í þriðja sinn gegnum 110% leiðina fljótlega. Þetta er vítahringur sem blessað fólkið mun aldrei geta losnað út úr.

Og svo hitt: vaxtabætur = ríkisstyrkur á háa bankavexti. Ertu að grínast í okkur að tefla því fram sem"árangri" hjá vinstristjórn að hækka styrki til fyrirtækja í einkaeigu sem bera ábyrgð á því að hafa kolfellt hagkerfið?

Þú hefur ekki lagt fram eina skynsamlega tillögu að einhverju til hagsbóta fyrir landið í þessari hatursræðu þinni gegn stjórnmálaflokki sem þú berð andúð til. Fyrst að þú þykist vera svona viss um það hvað sé til þess fallið að koma Íslandi á betri stað, endilega deildu því þá með okkur í stað þess að spýja frá þér þessu svartagallsrausi um andstæðinga þína í öllum hornum.

Það verður hvorki þeir ágætu menn Sigmundur og Frosti eða aðrir Framsóknarmenn sem munu afnema verðtryggingu neytendalána upp á sitt einsdæmi, heldur er það heilbrigð skynsemi og vilji almennings endurspegluð með meirihluta Alþingis. Það er allt sem þarf og kannski er þetta draumsýn, en ef svo er þá segir það margt um gjánna sem er milli þings og þjóðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2013 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband