Stjórnarandstaðan gerir stórt og ljótt stykki í brækurnar

Þór Saari vill ólmur henda stjórnarskránni.  Það vilja reyndar margir og er ekkert að því.  Framsjallar vilja að vísu halda í hana til að tryggja áfram sérhagsmunagæslu sína í verki.

En aumingja Þór gat ekki einu sinni flutt tillögu sem stóðst stjórnarskrána!  Það bendir til þess að hann annaðhvort hefur ekki lesið núgildandi stjórnarskrá eða hreinlega skilur hana ekki.  Hvort sem er, þá er það hjákátlegt og vandræðalegt fyrir þingmanninn.  Þór er að detta útaf þingi og sést vonandi aldrei aftur þar og því er ekki skrítið að hann sé að reyna að gera sig stóran nú á hans síðustu starfsdögum í þinginu.

En viðbrögð framsjalla , vafningsins og kögunarsonar eru enn furðulegri.  Alþjóð veit að þeir vilja ekki nýja stjórnarskrá.  Samt ætluðu þeir að styðja vantrauststillögu sem var lögð fram þar sem flytjandi var ekki ánægður með að lítið gerðist í stjórnarskrármálinu!  Þetta sýnir auðvitað hverslags tækifærissinnar og lýðskrumarar eiga hér í hlut.  Guð blessi Ísland þegar þessir jólasveinar taka við landsstjórninni.


mbl.is Þór dregur tillögu sína til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband