Það þýðir ekkert að hafa svona fyrirtæki á landsbyggðinni

Flest fyrirtæki úti á landi eru byggð upp með fé skattborgara í gegnum byggðastofnun.  Eftirlit með þeim er yfirleitt heima í héraði og er þar af leiðandi ekkert eða sáralítið og horft framhjá því þegar eitthvað er að, enda eftirlitsaðilar yfirleitt alltaf vel kunnugir fyrirtækjaeigendunum.  Þetta sást ágætlega í vetur þegar upp komu málin með kúa(skíts)búunum.   Ætli það sé tilviljun að þau voru á Vesturlandi ?

Helvítis dónaskapur í þessu SAS liði (sérfræðingar að sunnan) að tékka á því hvað er í kjötlokunum!  Það má Magnús eiga að hann veit að besta leiðin til að sleppa við að setja hrossakjöt í bökurnar er auðvitað að sleppa alveg kjötinu.Smile  


mbl.is „Ég bara skil þetta ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskar!

Þú hefur örugglega nokkuð mikið til þíns máls.

Eftirlitið gæti verið ábótavant.

Vesturland hefur sýnt að mikil meðvirkni finnst í eftirliti.(Samanber kúabúin) Þar er eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós. Vonandi Fer Jóhannes Gunnarsson að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki nóg aðð bara vera vinstrivænn. Fer ekki þjóðin að vakna?????

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:37

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Nei, það er rétt hjá þér.  Öll "svona" fyrirtæki eiga að vera á Skúlag...fyrirgefðu Bríetartúni í Rvík.  Þá mun sko nautakjötið rata rétta leið!

Guðmundur Björn, 27.2.2013 kl. 19:28

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er vissulega mikilvægt að hafa eftirlitið í lagi, og að hægt sé að treysta því sem E-merkingarnar og innihaldslýsingarnar segja. Því miður er misbrestur á eftirliti og heiðarleika mjög víða í öllu stjórnsýslu-kerfinu.

Það er til dæmis óskiljanlegt að þjóðhagsstofnun hafi ekki enn verið gangsett aftur, eftir bankaránin frá miðstöð fjármálastofnana á höfuðborgarsvæðinu? Það er ekki von á góðu, þegar höfuðstöðvar stjórnsýslunnar ganga á undan með slæmt fordæmi.

Hvers vegna skyldi vanta allt eftirlit með banka/lífeyrissjóðs-kerfinu á Íslandi? Og hvað fylgir slíku eftirlitsleysi glæpsamlegra fjármálastofnana?

Ef leita á að skaðvaldi, þá er kannski gott að byrja á þeim hættulegasta? Raunhæf forgangsröðun og heiðarleg umræða er góð byrjun. Eigendur sumra fjölmiðla hafa verk að vinna, við að finna heiðarleikann og hugarfarsbreytinguna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2013 kl. 20:09

4 identicon

Bull i Oskari. Reglur eru reglur, eftirlit er eftirlit ohad stadsetningu.

Eda hofum vid svo goda reynslu af stadsetningu Althingis i henni Reykjavik?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 22:07

5 identicon

Ég vil taka það fram að ég er dóttir eiganda fyrirtækisins og ég veit fyrir víst að í uppskriftinni er nautakjöt. En mér finnst að það hefði mátt taka sýni úr annarri böku með annan framleiðsludag til samanburðar áður en svona er birt, það geta alltaf orðið mistök í framleiðslu. Hefur það ekki komið fyrir flesta að gleyma lyftiduftinu eða eggjunum í kökuna sem er verið að baka.

En svona í sambandi við að þetta sé í ólagi vegna þess að fyrirtækið er á landsbyggðinni, Gæðakokkar voru staðsett á höfuðborgarsvæðinu til 2007 en þurftu þá að flytja í stærra húsnæði og fengu hagstætt húsnæði í Borgarnesi. Fyrirtækið var að engum hluta byggt upp með fé skattborgara.

Jóna Magnea (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband