12.3.2013 | 13:49
Hvaða væl er þetta ? Þetta vildu austfirðingar!
Það var nú margbent á alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif vegna Kárahnjúkavirkjunar. En austfirðingar linntu ekki látum fyrr en búið var að drekkja stóru landsvæði fyrir virkjun og álver með allskyns hliðaráhrifum eins og eyðileggingu Lagarfljóts. Þeir sem bentu á þetta voru gjarnan kallaðir kommar og bótapakk að sunnan sem höfðu ekkert betra að gera en að hlekkja sig við vinnuvélar uppi á öræfum og rífa kjaft. En öllum að óvörum, kannski þó mest austfirðingum, hafði lattelepjandi bótapakkið úr 101 rétt fyrir sér - einu sinni enn.
Vatnasvæðið verulega laskað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo sammála.
Ellert Júlíusson, 12.3.2013 kl. 14:04
Óskar, það er ekki bæði hægt að halda og sleppa, ég vil ekki skipta og sjá byggðina í eyði eins og þetta latte lepjandi pakk vildi.Ég er austfirðringur og ég er ekki að væla, En í guðana bænum hættu sjálfur þessu væli, þetta er búið og gert og kemur öllum til góða.
Eyjólfur G Svavarsson, 12.3.2013 kl. 14:12
Eyjólfur þetta snérist aldrei um byggð í eyði eða virkjunina- ekki frekar en að göngin fyrir vestan hafi bjargað byggðinni þar. Vandamálið með ykkur úti á landi er það að þið virðist ekki hafa hugmyndaflug, metnað eða kraft til að gera neitt sjálfir, allar hugmyndir og auðvitað peningarnir þurfa að koma frá latteliðinu. Þekki það ágætlega sjálfur - setti eitt sinn í gang fyrirtæki austur á fjörðum sem hafði ekki verið í rekstri um tíma, fékk mörg komment um að loksins kom einhver og gerði þetta --þegar ég spurði á móti afhverju engum heimamanni datt í hug að gera þetta þá var horft á mann eins og geimveru. En þér finnst semsagt í lagi að leggja náttúruperlur í þinni heimabyggð í rúst fyrir mengandi stóriðju. Hm, vinna ekki annars aðallega pólverjar í álverinu?
Óskar, 12.3.2013 kl. 14:28
Óskar. Eins og þú skrifar gæti maður haldið að þú hefðir aldrei drepið niður fæti á Austurlandi. Það er ýmislegt reynt hér, en jafnharðan drepið niður af alræðinu þessu lattelepjandi plássi, sem þú nefndir. Kynntu þér svo hvernig fjármunir renna til Reykjavíkurvaldsins af landsbyggðinni áður en þú sendir okkur tóninn. Það er dásamlegt að vita að þú sért svona eldklár að setja upp fyrirtæki, sem væntanlega er í rúmbandi rekstri ennþá.
Fáar náttúruperlur lentu undir vatn, en nú geta menn á örskotsstundu ekið um malbikaðan veg inn á hálendið og skoðað bæði náttúruna, náttúruundur (þó þú sért ekki þar) og mögnuð mannvirki sem þar eru.
Einhverjir pólverjar vinna við álverið, en meirihlutinn er samt af íslensku bergi brotinn. Hugsanlega er hægt að fá einhverja úr Rvík 101, ef einhver væri það snjall að setja upp kaffihús og selja Latte.
Benedikt V. Warén, 13.3.2013 kl. 00:27
Ó jú Benedikt, fyrir utan lattesvæðið þá hef ég hvergi eytt meiri tíma á landinu en einmitt á Austfjörðum og mest fyrir virkjunarframkvæmdir. Var einmitt þar á árunum 1999-2001 í aðdraganda framkvæmdanna. Ég var nú frekar hlutlaus í skoðunum þá, skildi sjónarmið beggja en varð þó var við það fyrir austan að þeir sem vildu ekki virkjun og álver voru nánast lagðir í einelti, sérstaklega á Reyðarfirði.
Ég sá líka á þessum tíma ýmislegt skrautlegt, t.d. líkan af 15000 manna byggð inni á bæjarstjórnarskrifstofunni á Reyðarfirði. Þessi byggð átti að vera í Reyðarfirði og þetta héldu menn að kæmi með álverinu, já 15.000 manna byggð. Ég spurði vindhanann sem sýndi mér þetta hvað hann væri eiginlega að reykja en honum fannst spurningin ekki fyndin.
Annars finnst mér síðasta setningin hjá þér Benedikt svolítið lýsandi fyrir hugarfarið sem ég kynntist fyrir austan: " Hugsanlega er hægt að fá einhverja úr Rvík 101, ef einhver væri það snjall að setja upp kaffihús og selja Latte." -- Það náttúrulega hvarflar ekki að ykkur fyrir austan að gera þetta sjálfir. Endilega bíða eftir því að einhverjir komi austur og geri þetta fyrir ykkur.
Óskar, 13.3.2013 kl. 13:46
Óskar.
Hvað varð um fyrirtækið sem þú stofnaðir?
Nefndi ekki einu orði að einhver þyrft að koma að, til að setja upp Latte-kaffihús.
Benedikt V. Warén, 13.3.2013 kl. 16:55
Ég veit ekki betur en að það sé ennþá starfandi!
Óskar, 13.3.2013 kl. 18:16
Það hefur aldrei verið til skipulag fyrir 15.000.- manna byggð á Reyðarfirði, það er einfaldlega rangt. Hinsvegar er til skipulag fyrir 2.500.- manna byggð sem er í sjálfu sér ekkert meira eða minna en mörg önnur sveitarfélög eru með á skipulagi.. skipulag er eitt framkvæmdir annað.
Það skaðar nú ekki að fara rétt með þegar svona skemmtilegar athugasemdir við fréttir detta inn á samfélagsmiðlana...
Eiður Ragnarsson, 15.3.2013 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.