Bændur með hreðjatak á Íslenskum heimilum

Það er búið að stofna flokk heimilanna.  Stofnandinn er bóndi.  Ætli honum detti til hugar að afnema innflutningshöft á landbúnaðarvörum ? Það efast ég um.  Staðreyndin er sú að flestir sérhagsmunaaðilar ásamt stærstu stjórnmálaflokkum landsins, einkum Framsóknar- og sjálfstæðisflokki ljá ekki máls á þessu máli sem gæti þó fært heimilum landsins gífurlegar kjarabætur.  Einfaldlega að gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan.

  Hvað er að óttast ? Hver eru rökin fyrir því að gera það ekki ?  Jú gjarnan heyrist að við verðum að eiga aðgang að matvælum í landinu á neyðartímum, t.d. ef það brýst út stríð eða plága einhversstaðar úti í þessum vonda heimi.  Auðvitað er þetta total bullshit.  Landbúnaðurinn mundi ekki hverfa.  Hann mundi einfaldlega laga sig að aðstæðum.  Nú þegar er t.d. flutt talsvert út af lambakjöti og ef við gengjum í ESB mundi sá útflutningur vafalítið aukast mikið.  

Hin rökin sem gjarnan heyrast eru sjúkdómavarnir.  Annað bullshit.  Það er enginn sá sjúkdómur í gangi í Evrópu sem gæti ógnað Íslenskum landbúnaði og þar að auki erum við að tala um að flytja inn kjöt til manneldis, ekki dýrafóður - já talandi um dýrafóður, stór hluti þess er nefnilega fluttur inn!  

Þá eru það kjúklinga og svínakjötsframleiðendur.  Eins og Andrés benti réttilega á er nánast ekkert Íslenskt við þennan iðnað, iðnað já því þetta á lítið sem ekkert skylt við landbúnað.  Framleiðendur nýta sér hinsvegar einokunaraðstæður sem Íslenskur landbúnaður býr við til að þrífast í skjóli einokunarinnar og okra á neytendum.  Starfsfólkið er að mestu erlent, hvernig má það vera á tímum atvinnuleysis ?  Geta þessir okrarar ekki einu sinni drattast til að borga samkeppnishæf laun sem duga til að fá Íslendinga til starfa ?

Enginn stjórnmálaflokkur hefur tekið upp þetta mál fyrir kosninga nema ef vera skildi Samfylkingin og Björt framtíð sem vilja ganga í ESB.  Innganga í ESB væri nefnilega mikill happafengur fyrir Íslensk heimili, töluvert meiri happafengur en snemmbúnir jólapakkar framsóknar sem ætla að láta þjóðina pissa í skóinn sinn.


mbl.is Segir Aðalstein misskilja orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála! Afnema strax innflutningshöftin af kjúklingakjöti og svínakjöti!

corvus corax, 3.4.2013 kl. 12:42

2 identicon

Sammála þér ein rolla gefur af sér ca 30kg á ári en gyltan ca2200kg á ári, það væri heillaspor að ganga í ESB þá myndum við losna undan ánauð sérhagsmunaafla í landinu.

Viktor Péturson (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 14:35

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Óskar,

Ég held að það sé svolítill misskilningur á ferðinni.  Landbúnaður á Íslandi hefur barist lengi við sjúkdóma sem bárust til landsins með innfluttum dýrum.  Þar má nefna riðuveiki og garnaveiki, sem hefur reynst mjög erfitt að útrýma.  Sumir sjúkdómar geta borist með kjötvörum og þola venjulegar sóttvarnir matvæla, s.s. suðu.  Riðuveikin er þar á meðal og kúariða (BSE) hefur verið að stinga sér illilega niður í Bretlandi og fleiri EU löndum undanfarna áratugi.  Hingað til hafa kýr á Íslandi sloppið við þetta en innflutningur á nauta-afurðum myndi auka þessa hættu.  Riðu veiran getur lifað mánuðum saman óvarin úti í náttúrunni, þolir suðu og frystingu og getur hæglega smitað skepnur sem gætu af einhverjum ástæðum komist í snertingu við smituð matvæli.  Það þarf ekki nema nokkur atóm til þess að bera sýkinguna. 

Ég þekki ekki vel til í kjúklinga og svínarækt, en fóður til hefðbundins landbúnaðar er eingöngu kornvörur, ekki eitthvað sem er hugsanlega smitað af dýarsjúkdómum, þó auðvitað sé útilokað að vera 100% öruggur um það. 

Ég hef búið erlendis í 17 ár, bæði í Danmörku (EU land) og í Bandaríkunum þar sem ég bý núna.  Ég hef oft tékkað á verði á ýmsum landbúnaðarvörum hér og á Íslandi og það er glettilega oft sem búðarverðið er HÆRRA hér í Bandaríkjunum heldur en á Íslandi.  Ég er nokkuð viss um að mjólk er ódýrari hérna en kjötvörur eru á svipuðu verði - þó það séu auðvitað sveiflur upp og niður eins og gengur.  Lambakjöt hérna er dýrara en á Íslandi.  Það er mest innflut frá Ástralíu en það eru líka fjárbændur hér í kring sem selja lambakjöt (það er reyndar kjöt af um ársgömlum "lömbum" en ekki vorlömbum eins og Íslendingar eiga að venjast - alls ekki það sama!)  Kjúklingar voru á svipuðu verði þegar ég athugaði það síðast (orðið nokkuð langt, sennilega um 2 ár)  en ég held að svínakjöt hafi verið heldur ódýara hérna. 

Verð í EU löndum er ekki alveg sambærilegt venga þess að EU notar tugi milljarða evra til að niðurgreiða landbúnaðarvörur innan EU. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.4.2013 kl. 16:38

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú til lítils að banna og banna til að forða landinu frá riðuveiki. Hún er hér.

Jafnframt eru engin dæmi sem hægt er að nefna þar sem sjókdómar hafa borist með kjöti hingað upp í fásinni.

Öll dæmin sem eru nefnd eru um lifandi skepnur.

þar af leiðir að tal um slíkt er irrelevant þegar kjöt er til umræðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2013 kl. 17:01

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Stærstu útflytjendur landbúnaðarvara eru Nýsjálendingar og Ástralir.        Það þekkjast hvergi strangari reglur um innflutning kjöts en í þessum löndum.

Ástæðan?    Jú, þeir segja að slíkt sé lykillinn að heilbrigði þeirra búfjárstofna.  Svo einfalt er það.

Mikið hljóta kaupmenn landsins að  vera ánægðir með þig Óskar.      Það hefur nú verið reiknað út að enginn núlifandi íslenskur neytandi fær torgað (miðað við neysluna í dag)  því magni  kjöts  sem er í "sparnaðarjöfnu"  Andrésar talsmanns.   Virðist auðvelt að blekkja.

Kannt þú nokkuð skýringu á hvers vegna bananar, morgunkorn, sveskjur, innfluttir safar, hveiti, ávextir, varahlutir, rafmagnstæki og ótalmargt fleira.  - Er miklu dýrara hér en í nágrannalöndum. ?          Ekki benda á innflutningshöft.   Þarna er enga innlenda framleiðslu verið að vernda.  Hún er ekki til staðar?        Ofan í kaupið er "innflutta" matarkarfa allra heimila miklu stærri en úr innlendu hráefni.

Ekki trúa öllu sem þér er sagt.

P.Valdimar Guðjónsson, 3.4.2013 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband