Sveitalúðar og hasshausar í ham

Greining á stöðunni:

Framsóknarflokkurinn - Allt er vænt sem er grænt eða hvað?  Flokkur þröngra sérhagsmuna, flokkur sem vill halda þjóðinni í höftum úrelts landbúnaðar, gjörspilltur og snýst eins og vindhani í stefnumálum milli kosninga.  Það er nokkuð ljóst að framsókn er fyrst og fremst að kljúfa sjalla í herðar niður og stela frá þeim fylgi.  Hvaða armur sjálfstæðisflokksins er að leita til framsóknar er ekki ljóst, varla eru það Evrópusinnar því ef eitthvað er , þá er þjóðrembuþvættingurinn ennþá meiri í framsókn en hjá sjöllum og jaðrar reyndar við hreinan þjóðernisfasisma á köflum.  Formaðurinn fór á Íslenska kúrinn sem mér skilst að felist í því að éta þorramat í öll mál, drekka brennivín með og syngja ættjarðarsöngva fyrir svefninn.  Sigmundur Davíð er milljarðamæringur sem hefur ekki kynnst fátækt nema einu sinni á ævinni af eigin sögn, á Melavellinum einhvertímann fyrir ævalöngu þegar gamall karl átti ekki fyrir íspinna.

Þingmannaefni framsóknar eru ekki burðug, þarna er að finna virkilega illa innrætt pakk sem vill láta útlendinga ganga með ökklabönd og annað í þeim dúr.  Auðvitað er það loforðið um skuldaniðurfærslu sem er að færa framsókn þetta fylgi, loforð sem er útilokað að standa við því miður.  Þeir sem ekki trúa því ættu að lesa þetta.  Þeir sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn ættu að kynna sér tengsl flokksins við menn eins og Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson og að sjálfsögðu Halldór Ásgrímsson sem hannaði kvótakerfi sem gerði hann að milljarðamæring og kom þjóðinni á ansi vafasaman stríðsæsingalista svo dæmi séu tekin af afrekum þessa framsóknarmanns- og gleymum ekki að Vigdís Hauksdóttir er stolt af sögu framsóknarflokksins.

Píratar -  Eftir þessa könnun ákvað ég að fara á heimasíðu Pírata og kynna mér stefnumál þeirra.  Ég leitaði uppi stefnumál t.d. ESB, Skuldamál heimilanna, atvinnumálin - en sorrý, fann ekkert nema eitthvað rugl um Portúgalska leið í dópmálum!  Hvað er þetta lið eiginlega að reykja ?  Hvernig getur flokkur sem tekur ekki afstöðu í einu einasta máli sem skiptir einhverju, verið með nærri 8% fylgi?  Jú, allavega hafa hasshausarnir eitthvað til að kjósa núna.  Engin afstaða, engin ábyrgð, bara svífa um á skræpóttu skýi og láta sig dreyma...

Sjálfstæðisflokkurinn - Í Evrópu eru hægri öfgaflokkar yfirleitt með þetta 10-15% fylgi.   Það er akkúrat þarna lengst til hægri sem sjallar eru að staðsetja sig núna eftir landsfundinn fræga þar sem náhirðin tók völdin.  Afleiðingin er ca 20% fylgi og mega þeir eiginlega nokkuð vel við una miðað við systurflokka þeirra í Evrópu.  Eiginlega ekkert sem kemur á óvart.  Ég reyndar spái því að í vikunni verði algjör örvænting í flokknum, hann sparki Bjarna Ben og frekjudósin sem setti Orkuveituna á hausinn taki við , en það mun engu breyta.  Persónulega finnst mér Bjarni ekki sá versti sem hefur leitt þennan flokk, ekki sá skásti heldur en Hanna Birna er bara  á góðri Íslensku bitch og mun ekki færa flokknum eitt einasta atkvæði.

Samfylkingin - Það þarf meiri kraft í framboðið og formanninn.  Þessi stjórn tók við brunarústum eftir 18 ára efnahagslega kjarnorkuárás framsóknar og sjalla á þjóðina.  Margt hefur verið mjög vel gert, að það hafi tekist að halda atvinnuleysi undir 10%  síðustu 4 árin er ekkert minna en kraftaverk.  Það er eins og stór hluti þjóðarinnar skilji ekki og viti ekki hvað gerðist hér haustið 2008.  Hér varð algjört hrun, samskonar atburðir og við höfum svo séð á Grikklandi og á Spáni þar sem atvinnuleysi er langt yfir 20% og virkileg fátækt meðal þjóðanna.  Þetta hefðu að öllum líkindum orðið hlutskipti okkar ef aðrir flokkar hefðu verið hér við völd síðustu 4 ár.  Samfylkingin þarf að koma þessu að í kosningabaráttunni,  nýkjörinn formaður er að valda vonbrigðum, það vantar allt power í hann.  Einnig þarf samfylkingin að koma því að, að aðeins einn alvöruflokkur vill klára ESB viðræðurnar.  Meira en helmingur þjóðarinnar vill klára þessar viðræður og það er ekki mikið val um flokka fyrir þetta fólk.  Samfylkingin, Björt framtíð og  hugsanlega Lýðræðisvaktin.

VG- Alvarleg mistök að skipta um formann.  Katrín er ágætur liðsmaður en hún er enginn leiðtogi, so sorrý.  Sundurlyndið og klofningurinn á síðasta kjörtímabili er miklu afdrifaríkari heldur en óvinsælar ákvarðanir í ríkisstjórn.  Flokkurinn margklofnaði og flokksbrotin eru komin út og suður í allar áttir.  Held að VG rétt slefi í einhver 6-8% og þurfi næsta kjörtímabil til að ná áttum aftur.

Björt framtíð-  Skil ekki þetta framboð.  Það hefur sömu stefnu og samfylkingin í öllum málum.  Þetta átti að verða eitthvað endurtekið Besta Flokks ævintýri en bara gekk ekki upp.  Gummi Steingríms er enginn Jón Gnarr.  BF mun komast inn með 7-8% en ekki meira, óánægjufylgi úr samfylkingunni.

Lýðræðisvaktin - Því meira sem ég heyri í Þorvaldi Gylfasyni því meira álit hef ég á honum.  Hann hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á efnahagsmálum, er heiðarlegur, gáfaður og kraftmikill.  Eiginlega er hann yfirburðarmaður í þessari kosningabaráttu og hann er líka með gott fólk með sér.  Hef trú á að þeir fari inn með 6-8%, jafnvel meira ef þeir fá meðbyr á síðustu metrunum sem margt bendir til.

Önnur framboð-  ekkert af þeim er trúverðugt.  Hægri grænir drulluð langt uppá bak þegar í ljós kom að formaðurinn greiðir ekki skatta hér , er með lögheimili í hálfgerðu skattaskjóli og er svo illa siðblindur að honum finnst það bara allt í lagi!   - Hið sjálfhverfa framboð Sturlu Jónssonar sem að sjálfsögðu heitir í hausinn á egóistanum er mest pirrandi framboðið að þessu sinni.  Frekjuköst formannsins, öskur og gól í framboðsþáttum benda til þess að hann hafi farið frekar illa andlega útúr hruninu og þurfi á hjálp að halda.  Vonandi fær hann hana.  Önnur framboð eru nú varla þess virði að eyða mörgum orðum á nema ef vera skyldi Alþýðufylkingin, það hefur vantað svona hreinan Leníniskan flokk í flóruna lengi þó ekki væri nema til að heiðra minningu kommúnismans!

Næsta ríkisstjórn?  Ef þetta verða niðurstöður kosninganna þá liggur fyrir að tveggja flokka stjórn verður ekki mynduð nema stjórn framsóknar og sjalla.  Það hefur reyndar legið lengi fyrir enda mælast þessir flokkar saman með 50-60% fylgi í öllum könnunum.  Spurningin er aðeins um hlutfallið á milli þeirra og ljóst að Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra í þessari stjórn.  Sú stjórn neyðist til að standa við loforðin um lækkun skulda og það verður eins og að pissa í alla skó heimilisins, í staðinn verður skorið enn meira niður á öllum sviðum og skuldir þjóðarbúsins aukast með tilheyrandi vaxtakostnaði sem setur þrýsting á gengið til lækkunar.  Lífskjör versna mikið og verðbólgan étur upp skuldaleiðréttinguna á innan við ári.  En þetta vill fólk og þá verður svo að vera.  Kæru Íslendingar, verði ykkur að góðu!


mbl.is Framsókn með 30,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skal ekki leggja mat á umsögn um aðra flokka en framsókn, en með framsóknarflokkinn að þá er þetta sennilega rétt: ,, Auðvitað er það loforðið um skuldaniðurfærslu sem er að færa framsókn þetta fylgi"

En eg mundi bæta við að það skipti miklu hvernig þeir selja þessa skuladarniðurfærslu. Þeir selja þetta sem að vondir útlendingar eigi að borga. Alveg svínvirkar augljóslega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2013 kl. 14:59

2 Smámynd: Óskar

Það er nú galdurinn Ómar, framsókn hefur tekist að selja þjóðinni að útlendingar almennt séu níðingar og hafi ekkert betra að gera en að níðast á og kvelja Íslensku þjóðina.  Þessvegna vill fasistinn Vigdís setja ökklabönd á þá og að sjálfsögðu henda Evrópustofu úr landi!   Því miður er alltof stór hluti þjóðarinnar sem kaupir þessa þvælu og eftir kosningar verður Evrópa úthrópuð sem okkar aðalóvinur.  Það er margt sameiginlegt með þjóðernisrembunum í framsókn og þeim sem stjórna í Norður Kóreu.

Óskar, 9.4.2013 kl. 16:29

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Það var Ómar sjálfur sem tókst að selja mér framsókn;

Sigurður Helgason, 9.4.2013 kl. 17:41

4 Smámynd: Sigurður Helgason

Óskar átti þetta að vera :)

Sigurður Helgason, 9.4.2013 kl. 17:54

5 identicon

"Þessi stjórn tók við brunarústum eftir 18 ára efnahagslega kjarnorkuárás framsóknar og sjalla á þjóðina. "  Má ekki taka það fram að af þessum 18 árum sat Samfylkingin í ríkisstjórn, hrunstjórninni svokölluðu, með Sjöllum í 2 ár, frá 2007-9?  Af hverju minnistu ekkert á það?

Skúli (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 11:15

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég myndi segja að það sé Ómar sem er næstum því búinn að selja mér Framsókn og tryggja þeim enn eitt atkvæði. Hingað til hefur það ekki komið til greina að kjósa þann flokk vegna sögu hans og tengingar við spillingaröflin og hið steingelda landbúnaðarkerfi.

Málið er að í öllum meiriháttar efnahagsmálum hefur Ómari tekist að ná næstum því 100% "árangri" í að hafa rangt fyrir sér. Þá er ég að tala um Icesave og gengislánin fyrst og fremst. Þannig að ef hann segir eitthvað slæmt er það gott og ef eitthvað er rétt og gott að hans áliti er næsta víst að það sé bæði rangt og slæmt. Að berjast gegn verðtryggingunni og að kjósa Framsókn er hvorttveggja slæmt að hans mati, þannig að hvort tveggja er sennilega göfugt.

Ég útiloka hinsvegar ekki að nýja Framsókn jafngildi að mestu leyti gömlu Framsókn, að öðru leyti en hvað varðar lánamálin og Icesave.

Theódór Norðkvist, 10.4.2013 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband