24.4.2013 | 09:58
Þjóðin að ranka við sér ?
Það er alveg ljóst að sjónvarpsumræðurnar í gærkvöldi voru ekki til þess að auka fylgi framsjalla. Hvorugur flokkurinn hafði kjark til þess að standa við sína eigin stefnu t.d. í Evrópumálum en báðir flokkar höfðu "lofað" að loka Evrópustofu, sjallar meiraðsegja afgreitt málið þannig á landsfundi. Nú þegar skoðanakannanir benda til þess að þjóðin vilji klára samningaviðræðurnar þá geta þeir ekki svarað þeirri einföldu spurningu hvort þeir standi við eigin stefnu. Það var vandræðalegt að sjá hvernig Frosti bráðnaði undan spurningunni sem var margendurtekin fyrir hann í gærkvöldi og ekki voru leiktilburðir Ragnheiðar skárri en hún neyddist þó á endanum til að viðurkenna að hún væri ekki sammála stefnu eigin flokks!
Það eru í sjálfu sér góð tíðindi að fylgi framsjalla, sem eru basicly einn og sami flokkurinn, er nú komið niður fyrir 50% en vegna klofningsins á vinstri vængnum þá yrði meirihlutinn samt öruggur. Þetta getur breyst á næstu 3 dögum enda vill þjóðin varla fá yfir sig gjörspillta hrunstjórnina aftur. Sjálfsagt er verið að stoppa í minnisgloppurnar sem virðast hafa gert vart við sig hjá þjóðinni.
Því miður hafa vinstri menn verið sjálfum sér verstir. Framboð BF og lýðræðisvaktarinnar eru algjörlega óþörf, þetta eru jafnaðarmenn og eiga að fylkja sér um einn stóran jafnaðarmannaflokk sem er að sjálfsögðu Samfylkingin. Píratar og Dögun eru einhvernskonar bræðingur furðufugla, að mestu til vinstri, sennilega tapar VG mestu á þessum framboðum en reyndar hefur Pírötum tekist að búa til einhverskonar anarkisma yfirbragð sem sækir einnig ungt fólk til hægri sem sennilega hefði kosið sjálfstæðisflokkinn. Ein furðulegasta blanda í Íslenskri stjórnmálasögu. En því miður, þessi fjöldi framboða sem teljast til vinstri gera ekkert fyrir miðju- og vinstri menn.
Hægri grænir og flokkur heimilanna eru smáframboð til hægri en valda ekki eins miklum skaða á hægri vængnum eins og klofningsframboðin á vinstri vængnum valda. Hægri grænir eru þó með nokkuð frambærilega frambjóðendur marga hverja. Það sama verður ekki sagt um flokk heimilanna. Ásgerður Jóna fékk fólk til að taka andköf af viðbjóði í gær þegar hún greip hvað eftir annað fram í og lýsti sínum svarta hugarheim í afstöðu til þróunarmála. Hún vill ekki að Ísland gefi krónu til að bæta heiminn þó Ísland sé nú 13. ríkasta þjóð heims. Hún sjálf rekur fjölskyldufyrirtæki sem græðir á neyð annarra og hefur ferðast til útlanda fyrir peninga sem ætlað var til að bæta líf skjólstæðinga hennar. Það er eins gott að við fáum ekki fleiri svona illa innrættar kerlingar á þing, nóg að hafa Vigdísi Hauks.
Fylgi stóru flokkanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.