6.5.2013 | 10:00
Mogginn strax kominn í stjórnargírinn ?
Þessi frétt hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum vikum þegar öllu var snúið uppá ömurlega ríkisstjórn sem gerði ekkert fyrir skuldara. Nú lítur málið strax öðruvísi út og við munum sjá fullt af fréttum á mbl.is og í mogganum á næstunni um hina frábæru ríkisstjórn framsóknar og sjalla og svo hina ömurlegu skuldara sem reyna allt til að komast hjá því að greiða skuldir sínar.
It´s just the beginning!
Borga ekkert og búa frítt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er hræddur um það. Vondir svikahrappar að svindla á veslings bönkunum...
Jón Ragnarsson, 6.5.2013 kl. 13:48
Þessi "frétt" verður væntanlega að skoðast sem innleggg ákveðinna afla innan Sjálfstæðisflokksins í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Nokkuð sérstakt samt, að nota forsíður dagblaða til slíkra skeytasendinga.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2013 kl. 14:08
Rosalega getur blindan verið valkvæð strákar mínir.
Þið þekkið örugglega svona dæmi þó þið veljið að sjá þau ekki. Það er eitthvað mikið að þessari aðferðafræði sem notuð hefur verið undanfarin ár.
Við þurfum engan vondan Mogga eða nýja ríkisstjórn til að sjá það.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 16:27
Þú nærð þessu ekki Sigrún. Það var enginn að tala um að þetta hefði ekki gerst, málið er bara að í 4 ár hefur mogganum ekki þótt þetta fréttnæmt enda ríkisstjórnin að níðast á þjóðinni að mati Moggans. Þú er þetta að snúast við , skuldarar orðnir vondu karlarnir enda sjallar við það að taka við stjórn landsins! Það er viðsnúningurinn í fréttamati sem er skondinn.
Óskar, 6.5.2013 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.