10.6.2013 | 15:16
Jæja stóriðjustjórnin ætlar að leggja niður umhverfisráðuneytið...
...Þar sem það er að sögn misvitra kjána í ráðherraliðinu óþarft! En er þetta ekki akkúrat mál þar sem umhverfisráðuneytið þarf að koma við sögu ? Ég hefði haldið það. Það stendur víst til að redda þessu til skamms tíma með einhverri línulögn þarna þvers og krus á Hellisheiðinni sem þegar er svo gott sem ónýt eftir þetta misheppnaða virkjanabrambolt.
En stóriðjustjórnin verður að fá sínu framgengt, fyrst Hellisheiðarvirkjun er ónýt er þá ekki bara að virkja Gullfoss ? Ég meina þetta túristastóð sem kemur til landsins að skoða hann er hvorteð er bara öllum til ama, ekki þverfótað útum borg og bý fyrir þessu andskotans bakpokaliði, sem að vísu skilar orðið meira í þjóðarbúið en sjávarútvegurinn og stóriðjan en það er aukaatriði. Umhverfisráðuneytið þvælist bara fyrir! -- Ég tel reyndar að vitið sé ekki að þvælast fyrir þessum ráðherraálkum í nýju stjórninni sem halda þessu fram.
Vilja ræða stöðu Hellisheiðarvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.