Íslensk afturhaldsstjórn skilur ekki málið

Þessar fyrirhuguðu hvalveiðar eru algjörlega úr takt við það sem er að gerast í umhverfismálum í heiminum, fyrir utan það að vera óarðbært einkaáhugamál eins sjalla sem best væri að koma inn á Hrafnistu og leyfa honum að díla við sín elliglöp þar.

Meiraðsegja stórir hluthafar í Hval hf. vilja leggja fyrirtækið niður.  Afurðirnar eru víst seldar til Japan þar sem þær hrúgast upp og fara í besta falli í gæludýrafóður.

Nýr Íslenskur sjávarútvegsráðherra hefur þegar sýnt af sér fádæma vankunnáttu og vitleysisgang bæði í þessu máli og veiðileyfagjaldinu.  

Það á eftir að reynast þessari þjóð dýrt að hafa kosið aftur yfir sig hrunflokkana sem settu landið gjörsamlega á hausinn.  Ég óttast mjög að þeir muni gera það aftur og verði þá búnir að eyðileggja svo samband okkar við vinaþjóðir okkar að þær verði ekkert sérlega áhugasamar um að aðstoða okkur á ný þegar allt er komið til andskotans.


mbl.is Beita sér gegn íslenskum hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Nafni; sem oftar - og áður !

Hvaða ólyfjan; hefir þú verið að bryðja nýskeð, nafni minn ?

Hvern Andskotann; varðar þig - fremur en mig og aðra, hversu lengi Hvalkjötið sé til geymzlu, í Japönskum frystiklefum, hverju sinni ?

Á ég; að garfa í því, hvort þú sért búinn með brauðið, sem þú keyptir út í búð, fyrir 3 - 4 dögum, nafni minn ?

Reyndu nú; að komast út úr smásmygli þínu, og skoða betur, hverju Hvalur h/f hefir skilað, undanfarna áratugi og ár, vestur í Hvalfirði og víðar, varla; væri þetta eðal fyrirtæki enn starfrækt, hefði það öngvu skilað, í störfum við veiðar og vinnzlu, eða hvað, nafni minn ?

''Vinaþjóðir'' HVAÐ;; ? Óskar Haraldsson ???

Með beztu kveðjum:; eftir - sem áður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 14:51

2 identicon

Smásmygli þinni; átti að standa þar. Afsakaðu; fljótfærni mína, nafni.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 15:05

3 Smámynd: Óskar

Nafni í sjálfu sér kemur okkur ekki við hvað verður um kjötið svo framarlega sem einhver vill kaupa það á skikkanlegu verði - og þó.  Þessar veiðar eru varla arðbærar lengur svo lélegt er afurðaverðið orðið.  En það sem verra er , er að þessar veiðar sem skipta okkur efnahaglega engu máli lengur, eru farnar að skemma fyrir öðrum atvinnugreinum hér t.d. ferðaþjónustu.  Það þýðir ekkert að glápa á þetta með einhverjum nostalgíuaugum um löngu liðna tíð þegar hvalveiðar skiptu máli fyrir Íslendinga.  Þær gera það ekki lengur, heldur þvert á móti eru vond landkynning þegar við þurfum á einhveru allt öðru að halda.  Svo rífa nýju framsóknarráðherrafíflin bara kjaft enda sauðheimskir gamaldags þjóðrembusinnar.  Agalegt að fá þetta lið til valda.

Óskar, 10.6.2013 kl. 00:53

4 identicon

Sæll á ný; Nafni !

Það er með ferðaþjónustuna; sem margt annað, að sú ágæta grein getur orðið græðginni að bráð; Aldís Hafsteinsdóttir hér í Hveragerði - og bæjarstjórn hennar, hugðust,, og eru sjálfsagt búin að hrinda í framkvæmd 200 Króna gjaldtöku, af hverjum þeim ferðamanni / innlendum sem útlendum, sem fara inn á Hverasvæðið í gamla miðbænum, til þess að skoða Brennisteins- Kísils drullupollahverina - Grímur Sæmundsen; frammámaður Bláa Lónsins syðra, rukkar 1600 Krónur, af hverjum þeim, sem skoða vilja það umhverfi.

Hvernig; lízt þér á þetta lið, nafni minn ?

Fremur; vildi ég borga fólki fyrir, að heimsækja þetta Jan Mayen ígildi, sem Ísland er, veðurfarslega, ágæti drengur.

Sammála þér; um óforbetranlega endurkomu B og D listanna, áttum; held ég, betra skilið, fyrst okkur tókst að losna við Jóhönnu og Steingrím, sannarlega.

Fari; sem mér sýnist horfa, er bezt úr þessu, að Kanadamenn og Rússar fái hér allt, til þess að koma á einhverju vitrænu skikki - ekki skyldi nokkur maður, treysta Bjarna og Sigmundi Davíð, alla vegana.

Ekki lakari kveðjur; en þær fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband