Hafa þessir menn aldrei heyrt talað um leigubíla?

Það er nákvæmlega engin þörf fyrir þessa þjónustu.  Í fyrsta lagi er bifreiðaeign hér mjög mikil og þeir tiltölulega fáu sem ekki eiga bíla geta valið á milli strætisvagna og leigubifreiða sem veita  bæði góða og ódýra þjónustu miðað við löndin í kringum okkur.  Ég sé ekki fyrir mér að þessi þjónusta geti orðið ódýrari en að taka bara leigubíl auk þess sem það þarf að sækja flýtibílinn, hann keyrir ekki sjálfur heim til fólks!
mbl.is Hertz skoðar flýtibílalausnir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þú munt líklega ekki nýta þér þessa þjónustu en það er mikill markaður fyrir þessa þjónustu. Þú notar ekki leigubíl til að fara með dót t.d. á Sorpu!

Ólafur Guðmundsson, 4.9.2013 kl. 10:53

2 Smámynd: Óskar

vissulega notar þú ekki leigubíl til að fara með dót á Sorpu en þú notar nú sennilega ekki flýtibílinn heldur í það.  Þetta er að mér skilst fólksbílaleiga en ekki sendibílar.

Óskar, 4.9.2013 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband