Bein afleiðing af gjörðum afturhaldsstjórnarinnar

Fjárfestar sjá í hvað stefnir hér, einangrun, mögulega annað hrun og búið að stinga gat á björgunarhringinn. 

Fáráðlingarnir sem fara með stjórn landsins með aðstoð Heims(k)sýn og annarra öfgasamtaka gera sér enga grein fyrir því hvað þeir eru að gera.  Kosningasvik eru eitt og reyndar grafalvarlegt mál en annað og verra er að með því að draga aðildarumsóknina til baka er verið að negla þjóðina niður í höft og einangrun.  Atvinnulífið er beinlínis búið að öskra á fjárfestingar undanfarin ár, síðasta ríkisstjórn var nú ekki beinlínis að gera neitt kraftaverk en þó ber að hafa í huga þær aðstæður sem hún tók við völdum í.  Það loguðu eldar í bókstaflegri merkingu.

Þessi ríkisstjórn tók þrátt fyrir allt við nokkuð góðu búi, amk. góðum tækifærum til að koma hlutunum í lag hér.  Hún hefur klúðrað þeim öllum, nákvæmlega öllum.  Maður hélt að mestu afturhaldssinnar í íslenskum stjórnmálum væru nátttröllin í vinstri grænum en nei, það eru sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn.  

Nú hefur einangrunarstefnan haldið innreið sína, paranoja gagnvart vinaþjóðum okkar, lýðskrum í hæstu hæðum og þetta getur ekki annað en endað illa.  Hver kemur þá til bjargar ?  Ekki ESB, þessir flokkar eru búnir að tryggja það!


mbl.is Hlutabréf lækkuðu um 10 milljarða í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband