Að kunna og kunna ekki að lesa í þjóðarpúlsinn.

Þetta er eiginlega kostuleg uppákoma og best að reyna að útskýra hana aðeins. Ólafur er vanur að lesa þjóðina eins og opna bók, hann stekkur alltaf á atkvæðin hvar sem þau eru en hann gerði fáheyrð mistök um daginn eftir hryðjuverkin þegar hann stökk á vagn fasisma og múslimahatursbylgjunnar.  Alþjóð veit að það stendur ekki á Ólafi að sitja dýrindis veislur með alræmdustu einræðisherrum heims og þjónum þeirra, svosem sendiherrum Sauda, án þess að trufla veislurnar með einhverju leiðindahjali um mannréttindi.  Það sem gerðist var að hann las stöðuna aldrei þessu vant vitlaust.  Hann hélt að meirihluti Íslendinga yrðu skyndilega fasistar og múslimahatarar þó hryðjuverk hafi verið framið í París.  Hann áttaði sig á þessu og þá var að stökkva á næsta vagn,,, það var nefnilega bylgjan sem nú er í gangi , meðaumkun með öldruðum og öryrkjum.  Þarna er sko nóg af atkvæðum á lausu eftir eindæma klaufagang ríkisstjórnarinnar.  Ég tek fram að það er algjörlega kýrskýrt að Ólafur er ekkert á förum frá Bessastöðum , hann ætlar sér næstu 4 árin þar.

Óli hringir , eða lætur einhvern hringja í Rúv því hann og Dorrit ætla í jólasveinaleik í Keflavík og gefa vesalingunum mat svo allir sjái.  Hann veit að nú er þjóðarhugur allt í einu hjá öldruðum og öryrkjum svona rétt fyrir jólin,fólkinu sem var svikið um afturvirkar kjarabætur.  Nú spilaði Óli trompinu fram, að einhverjum heilvita manni detti í hug að þessum tækifærissinna sé allt í einu umhugað um kjör þeirra verst settu ,það er svo allt önnur ella.

En auðvitað varð fjármálaráðherra brjálaður.  Eins og nýliðinn klaufagangur ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja sé ekki nóg þá hellir Bjarni hreinlega olíu á eldinn með með því að hjóla í forsetann, þetta er orusta sem hann einfaldlega getur ekki unnið.  Bjarni les kolvitlaust í stöðuna og nú fuku sennilega þau fáu atkvæði sem sjallar og ríkisstjórnin átti enn meðal alraðra og öryrkja!


mbl.is Bjarni hnýtir í Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Ólafur þá orðin einn af " góða fólkinu"...??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 08:07

2 Smámynd: Óskar

já það má kanski orða það þannig. Hann metur stöðuna þannig að nú liggja fleiri atkvæði á lausu hjá góða fólkinu heldur en vonda eða vitlausa fólkinu og þá er auðvitað best að sópa þeim saman.

Óskar, 23.12.2015 kl. 10:53

3 identicon

Voru forsetahjónin nokkuð að gefa, voru þau bara ekki að rétta fátækum það sem aðrir höfðu safnað ?

Ægir Kristinsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 11:05

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það virðist vera, eins og Helgi bendir á, að Ólafur sé þá orðinn einn af ,,góða fólkinu".  Og hvað segja framsóknarmenn um það?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.12.2015 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband