Árið byrjar vel

Þá hefur forseti sundrungar og konungur lýðskrumsins ákveðið að stíga til hliðar. Forseti á að vera sameiningartákn þjóðarinnar en ekki efna til illdeilna.  Ávarp Ólafs var á sömu nótum og ávarp forsætisráðherra í gær, þeir tveir björguðu að eigin sögn þjóðinni!  - Þeir hafa reynst auðmönnum og elítunni afar vel, um það verður ekki deilt.

Ólafur hefur setið marga kavíarveisluna með óþverrum , einræðisherrum og morðingjum. Ekki hefur hann verið þekktur fyrir að trufla þessi veisluhöld með einhverju hjali um mannréttindi, enda segi það sig sjálft að bestu vinir Ólafs koma frá Saudi Arabíu og Rússlandi meðan hann notar hvert tækifæri til að úthúða vinum okkar í vestur Evrópu,  þjóðum þar sem lýðræði og mannréttindi eru í heiðri höfð.  Svona hefur þessi forseti unnið  og ég segi bara , farið hefur fé betra.

Það væri nú vel við hæfi að Ólafur gerðist aðstoðarritstjóri LÍÚ tíðinda við hliðina á fyrrum fjandvini og nú pólitískum samherja uppi í Hádegismóum.  Það væri fullkominn endir á farsanum.


mbl.is Býður sig ekki fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Óskar ég las bara fyrirsögnina en eyði ekki orðum á þig.

Valdimar Samúelsson, 1.1.2016 kl. 19:49

2 identicon

þú ert maður sem talar mikið en seigir fátt. Herra Ólafur Ragnar verður sá fátt. Sagan mun dæma Herra Ólafaf Ragnar sem besta forseta sem þjóðin hefur átt. O líka sem manninn sem bjargaði þessari þjóð frá skuldaánauðu næstu 100 árin... en það verða alltaf til fávitar og þú ert einn af þeim.

ólafur (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 20:44

3 Smámynd: Óskar

Gleðilegt ár Valdimar og Ólafur!

Óskar, 2.1.2016 kl. 01:52

4 Smámynd: Óskar

" líka sem manninn sem bjargaði þessari þjóð frá skuldaánauðu næstu 100 árin..."

átt þarna væntanlega við Icesave.

Ok , tölum im Icesave, þessa arfleifð Landsbankans og sjálfstæðisflokksins, því skal haldið til haga hvaðan sá óskapnaður kom.

EN , nýgerður búvörusamningur kostar þjóðna 3x meira en Buckheit samningurinn sem Ólafur "frelsaði" þjóðina frá (að eigin sögn), að vísu kom í ljós síðar að við hefðum aldrei borgað krónu, Landsbankinn átti fyrir þessu.

Nú, en hvað um 80 milljarðana sem fávitinn í Hádegismóum henti útum gluggann á seðlabankanum í aðdraganda hrunsins og slátraði þar með varagjaldeyrisforða þjóðarinnar?  Icesave var einnig klink í þeim samanburði og ekki heyrðist múkk frá forsetaræflinum útaf þessum afglöpum Davíðs.

Óskar, 2.1.2016 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband