31.10.2017 | 10:53
Kannanir gerðu ekki ráð fyrir leikriti i beinni rétt fyrir kosningar
Uppgerðarlegur grátur Ingu Sæland skilaði litla flokknum hennar yfir 5% múrinn og vel það. Nokkrir öryrkjar stukku á þetta og kanski einhver gamalmenni sem trúðu engu illu uppá konuna.
Í mínum huga var Inga ekki að gera neitt annað en að redda sér góðum launum í ca 4 ár.
Sú stjórn sem hún virðist stefna að þ.e. FF, B, M og D er ömurlegasta afturhald sem sést hefur á Íslandi líklega frá upphafi.
Hún er á þingi fyrir öryrkja og aldraða að eigin sögn. Framsóknarflokkurinn með Panamasvikarann innanborðs þá, og Sjálfstæðisflokkurinn neituðu að veita þessum hópum afturvirkar hækkanir í frægri atkvæðagreiðslu. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að þessir flokkar séu að fara að gera eitthvað fyrir þessa hópa núna?
Inga veit það líka, hún er langt frá því að vera heimsk. En heiðarleg er hún heldur ekki. Þetta verða mestu svik Íslandssögunnar við aldraða, öryrkja og láglaunafólk ef af þessari hörmungarstjórn verður.
Kannanir misstu af Flokki fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alrangt hjá þér. Síðasta umræðan skipti engu máli fyrir fylgið, Flokkur fólksins var búið að halda fylginu allt tímabilið. Það var könnun Félags"vísinda"stofnunar sem var svona hrapallega röng, því að þeir voru ekkert að hafa fyrir því að spyrja kjósendur flokksins hvað þeir myndu kjósa. Alger sniðganga.
Sem sýnir það að aðferðarfræðin hjá stofnuninni er misheppnuð. Síðan kemur þessi Hafsteinn og bullar út í eitt til að breiða yfir mistökin, mistök sem gerir það að verkum að fæstir munu taka mark á könnunum þessarar stofnunar framar. Þær eru orðnar eins óáreiðanlegar og kannanir Fréttablaðsins.
Pétur D. (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 18:03
þetta er ekki rétt hjá þér. Allar kannanir hjá öllum könnunaraðilum sýndi flokk fólksins ekki inni síðustu vikuna.
Óskar, 1.11.2017 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.