Aðalritari S.Þ. ætti að vita betur

Árið 2004 fórust um 300.000 manns í mörgum löndum í kringum Indlandshaf af völdum flóðbylgju sem varð vegna jarðskjálfta við Indónesíu sem mældist 9,1 á Ricter og var því amk. 20 sinnum öflugri en sá sem varð á Haiti.  Flóðbygjan barst allt til Afríku og varð hundruðum að bana þar, mörg þúsund kílómetra frá upptökum þessa ofurjarðskjálfta.

Ekki dettur mér til hugar  að gera lítið úr þessum hamförum á Haiti, þetta er alveg hræðilegur atburður sem hendir fólk sem átti nógu erfitt fyrir.  En hamfarirnar við Indlandshaf á annari jólum árið 2004 mega aldrei gleymast enda einhverjar mestu náttúruhamfarir sem mannkynið hefur þurft að glíma við.


mbl.is Mestu hamfarir í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband