Jákvæð frétt og þá blogga fáir!

Það er greinilegt að blogg heykvíslahjörð íhaldsins  er útkeyrð eftir icesave samninginn enda hefur hún hamast við að vera óánægð yfir því hversu samningurinn er góður!  Það er hreinlega leitun að öðrum eins vitleysingum.

Nú kemur jákvæð stórfrétt- já ríkisstjórnin er að dæla fjármunum í mannaflsfrekar framkvæmdir, þrátt fyrir tregðu lífeyrissjóðanna til þess að taka þátt í verkefninu.  Þetta er besta mál en blogg heykvíslahjörðin hefur ekkert um þetta að segja enda vill hún kreppu, eymd og volæði áfram svo hægt sé að kenna núverandi stjórnvöldum um ástandði - jafnvel þó hún hafi tekið við eftir efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins á landið.  Gullfiskar hafa hinsvegar betra minni en blogg heykvíslahjörð íhaldsins.


mbl.is 40 milljarða vegaframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. en ég sá nokkra hægridrjóla setja út á þetta á fésinu

Óskar Þorkelsson, 10.12.2010 kl. 22:20

2 identicon

hahaha... þú ert svo að skjóta þig í fótinn Óskar, nýnúinn að útúða mbl.is fyrir að skítlega fréttamennsku á þína menn en kemur svo strax með jákvæða frétt um þá á mbl.is. Þú notar moggabloggið þó þú hatir íhaldið, afhverju bloggar þú ekki bara á vísi eða eitthvað álíka.

Hrópar alla sem hafa kosið hægtiöflin sem einhverskonar hyski og glæpamenn og vilt svo að menn taki mark á þér (væntanlega viltu það)

 Þetta er nú ástæðan fyrir því að vinstri menn verða alltaf undir á endanum, þeir fara alltaf út í skítkastið, þ.e. kalla menn einhverjum nöfnum og lýsingarorðum sem koma málunum ekkert við.

Slakaðu nú á Ómar, þíni menn eru ennþá við stjórn og því ættir þú að vera glaður í hjarta meðan varir.

 Mússí mússí.. 

Grétar Örn (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 00:52

3 identicon

Sæll Óskar

Ég vill leiðrétta eitt.
Það er að ég get ekki séð að nútíma vegaframkvæmdir séu mannaflsfrekar framkvæmdir.

Sem dæmi tek ég breikkun suðurlandsvegar þar sem um er að ræða miljarða framkvæmd og ég get ekki ímyndað mér að að því komi meira en nokkrir tugir manna. Hér áður fyrr var vegavinna mannaflsfrek þar sem mikið af vinnunni var unnin í höndunum, en í dag er helsti kostnaður við vegavinnu viðhald og afskriftir af vinnuvélum og eldsneyti.

Án þess að ég sé sérfræðingur á þessu sviði þá er ég nokkuð viss um að skattaafsláttur myndi skapa mun fleiri afleidd störf, og líklega flestar aðrar framkvæmdir þar sem að nýjir vegir skapar takmarkaðann arð í náinni framtíð. 

Haukur Baldursson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband