Enn á að ræna vondu útlendingana...

Vondu útlendingarnir töpuðu hvorki meira né minna en 8000 milljörðum á Íslenska hruninu- já átta þúsund milljörðum!  - Og það er fyrir utan Icesave.  Svo koma jólasveinar eins og þessi og halda að við getum bara hringt í lánadrottna okkar og sagt, sorrý ég nenni ekki að borga þetta. Afskrifaðu vinur.-  Sko, hvernig halda menn að svona framkoma fari með lánstraust okkar sem þjóðar í framtíðinni?  Reyndar eru Íslendingar svo gott sem rúnir trausti eftir hrunið og Icesave þjófnaðurinn er ekki til að bæta úr þeirri stöðu.  Svona lýðsskrum hjálpar okkur ekki heldur. 
mbl.is Vill niðurfellingu erlendra skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laxinn

Tek undir með þér. Við viljum heldur ekki fá orð á okkur sem eitthvað Afríkuríki sem þarf endalausar fyrirgreiðslur til þess eins að eiga fyrir mat handa fólkinu sínu.

Megnið af þessum fjármunum myndu flokkast sem áhættufjárfestingar fyrir utan þá staðreynd að þær voru að miklum hluta tryggðar af ríkinu í gegnum ríkisábyrgðir bankanna. Týpískur stórfyrirtækjasósíalismi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að byrja á að brjóta niður áður en þeir fóru að reka sína svokölluðu "frjálshyggjustefnu" þar sem þeir gáfu bönkunum lausan tauminn - en þó með loforði að þeir gætu hlaupið heim til Mömmu Ríkissjóðs ef allt færi á versta veg.

Þetta sýnir það bara og sannar að Sjálfstæðisflokkurinn er alls enginn hægriflokkur heldur flokkur sérhagsmunasósíalista sem er e.t.v. verri gerð en þeir sem sitja "vinstra megin" í þinginu.

Laxinn, 4.3.2012 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband