og eru þetta léleg laun ?

Nei þau eru það nefnilega ekki!  Það er mjög mikið af fólki sem nær ekki þessum launum í heildarlaun, hvað þá fyrir dagvinnuna eingöngu.  Vaktaálag gerir það svo að verkum að meðalheildarlaun hjúkrunarfræðinga eru vel yfir hálf milljón á mánuði!

Ég vil bara segja við hjúkkurnar, í guðanna bænum hlífið okkur við þessu væli og skammist ykkar!  Þið eruð farnar að haga ykkur alveg eins og flugumferðarstjórarnir, sívælandi útaf lélegum launum sem eru svo eftir allt saman langt frá því að vera léleg miðað við flestar aðrar starfsstéttir í þjóðfélaginu.


mbl.is Almennir hjúkrunarfræðingar með 354 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Eftir 4 ára háskólanám, og námslán sem þarf að greiða af, þá finnst mér þetta frekar lág laun fyrir mikla ábyrgðarvinnu. Að auki verður að líta á vaktavinnu sem kröfur sem skerða möguleika fólks til tómstunda og félagslíf, auk fjarveru frá fjölskyldu um helgar, kvöldin og hátíðar. Engin skyldi sjá ofsjónum yfir þessum metaltals kr. 50000 á mánuði sem hjúkrunarfólk hefur fyrir vaktaálag.

En ég tek heilhugar undir með þér Óskar að flestar starfséttir eru skammarlega láglaunaðar.

Sólbjörg, 7.2.2013 kl. 13:02

2 identicon

Ég veit að strætisvagnastjórar væru hæstánægðir með svona laun. En fyrirgefið, það er víst minni ábyrgð að flytja fólk um göturnar, en að hjúkra því á sjúkrastofum.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 13:42

3 Smámynd: Sólbjörg

Já það er rétt hjá þér, margir væru hæstánægðir en það þarf ekki stúdentspróf og 4 ár í háskóla til að keyra strætó. Þegar búið er að borga af námslánum þá munar kannski ekki svo miklu í útborgun.

Það eru rangar útgangsforsendur að stilla þessu svona upp að tala um minni eða meiri ábyrgð, það er ekki hægt að fara í samanburð hvorutveggja krefst kunnáttu og ábyrgðarkenndar. Laun strætóbílstjóra eru örugglega líka til skammar.

Sólbjörg, 7.2.2013 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband