1.5.2013 | 16:47
Sjallar að fara á taugum
Stefanía er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og daður hennar á FLokknum skín í gegn í hvert einasta skipti sem hún tjáir sig. Það er meira en nóg til af hlutlausm stjórnmálafræðingum sem eru mjög færir og ég skil ekki hversvegna þessi kerling er alltaf dregin uppá dekk þegar þarf að fá álit frá þessari stétt.
Sem sjalli óttast hún auðvitað að sjöllum verði enn haldið utan stjórnar sem væri í raun það besta sem gæti gerst í kjölfar þessar kosninga.
Vinstri flokkarnir eiga heldur ekki neitt erindi í stjórn eftir kjaftshöggið sem þeir fengu en ég sé það alveg sem möguleika að þeir mundu verja minnihlutastjórn Framsóknar falli , gegn ákveðnum skilyrðum að sjálfsögðu, t.d. að ESB málið fari undir eins í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort halda eigi viðræðum áfram eða hætta þeim.
Þar með fengi Framsókn frítt spil til að sanna að þeir geta staðið við stóru kosningaloforðin, ég hef reyndar ekki trú á að það sé hægt en því ekki að leyfa þeim að reyna það ?
Lýðræðislegar minnihlutastjórnir mýta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2013 | 15:59
Flaug þarna yfir í janúar og var bara alls ekki sama...
Ég flaug með Etihad flugfélaginu frá London til Abu Dhabi í janúar og mér til nokkurrar furðu var flogið yfir Sýrland þvert og endilangt í miðri borgarastyrjöld! Farþegar höfðu orð á þessu og var sumum ekki skemmt. Aðrir sögðu hinsvegar að þetta væri Arabískt flugfélag og múslimar mundu aldrei skjóta niður Arabíska vél. - En þó til séu forrit og vefsíður sem sýna flugumferð í rauntíma eins og þessi hér http://www.flightradar24.com/ þá efast ég um að stríðsaðilar í Sýrlandi séu mikið að velta fyrir sér hvaðan vélarnar eru. Vissulega er yfirleitt flogið í yfir 30.000 feta hæð en hvað veit maður hvaða vopnum þetta lið býr yfir ? Þar að auki á amk. stjórnarherinn orrustuþotur sem gætu auðveldlega skotið niður hvaða farþegavél sem er ef flugmaðurinn snappar.
Óskiljanlegt að ekki sé búið að setja alþjóðlegt flugbann yfir Sýrland meðan borgarastyrjöldin varir þarna.
Banna flug yfir Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2013 | 19:51
Passa sig á að taka enga ábyrgð Birgitta
Þingmenn sem lýsa því yfir að þeir vilji ekki taka þátt í stjórnarsamstarfi eiga að finna sér eitthvað annað að gera. Það er ábyrgðarstarf að vera þingmaður. Það er voða ljúft að vera þingmaður í stjórnarandstöðu sem getur gasprað í heilt kjörtímabil, gagnrýnt stjórnvöld en þarf aldrei að taka óvinsælar ákvarðanir og standa og falla með þeim eins og stjórnarþingmenn þurfa að gera.
Við sáum einmitt á síðasta kjörtímabili óvenju ófyrirleitna og hrokafulla stjórnarandstöðu sem sýndi mikinn lýðskrumshátt, sérstaklega framsókn og Hreyfingin einmitt. Það var hrópað hátt, ríkisstjórninni nánast kennt um hrunið þó hún hafi ekki átt nokkurn þátt í því. Birgitta fór mikinn í þessari lýðskrums- stjórnarandstöðu.
Að lýsa þvi yfir að hún vilji ekki vera í stjórn væri kanski skiljanlegt ef hún væri í flokki sem hefði tapað stórt í kosningum. Píratar hinsvegar komust á þing í fyrsta skipti og það er sigur fyrir þá. Það er siðferðisleg skilda þeirra að reyna að koma að stjórn landsins, ef þeir hafa ekki áhuga á því hefðu þeir betur sleppt þessu framboði.
Viljum ekki taka þátt í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.4.2013 | 23:05
Nú þurfa vinstri og miðjumenn að hætta þessum fíflagangi
...og drullast til þess að fara að vinna saman. Hreint klúður veldur því nú að DogB listar, hrunflokkarnir, brennuvargarnir og sérhagsmunaflokkarnir hafa náð öruggum þingmeirihluta með rétt um 50% atkvæða. Ef allt væri eðlilegt væri þessi staða ekki uppi, Bog D hefðu ekki þingmeirihluta og ef einhvern þá mjög tæpan.
Það féllu dauð á vinstri vængnum alltof mörg atkvæði sem dreyfðust á ótal smáflokka og flokksbrot.
Ég held að Árni Páll hafi rétt fyrir sér þegar hann greinir stöðuna, sérstaklega er flokksbrotið Björt Framtíð algjörlega óskiljanlegt fyrirbæri. Stefnan copy paste frá Samfylkingunni og nákvæmlega enginn annar tilgangur með framboðinu nema koma tveim mönnum á þing sem töldu sig ekki eiga mikla möguleika innan Samfylkingarinnar.
Framhaldið liggur í augum uppi, hér verður mynduð hægri stóriðju og gervihagvaxtarstjórn sem einkavinavæðir, útdeilir auðlindum þjóðarinnar til flokkshollra glæpamanna, gefur orkuna til stóriðju sem borgar ekki skatta, lækkar skatta á auðmenn en hækkar þá á almúgann.
Ef svo ólíklega vill til að þessir afturhaldsflokkar ná ekki saman þá á Samfylking og VG ekki að taka í mál að fara í stjórn með öðrum þeirra því þessi úrslit þýða einfaldlega það að kjósendur ætlast ekki til þess að vinstri flokkarnir verði í stjórn. Þeir þurfa nú tíma til að ná vopnum sínum aftur, vinna að sameiningu jafnaðarmanna í einn stóran flokk og koma sterkir inn í næstu kosningum hvenær sem þær verða.
Ég er fullviss um að það eru ekki 4 ár í næstu kosningar og því þurfa menn að vera tilbúnir þegar D og B listar eru búnir að keyra skerið aftur til andskotans. Það er nefnilega það eina sem þessir flokkar kunna.
Þetta fylgishrun varð fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2013 | 23:45
Guðminn góður þetta er nú meiri rugludallurinn
Sjálfstæðisflokkurinn er að dóla í kringum 25% fylgi, örlítið meira en í síðustu korningum þar sem hann beið afhroð. Svo koma Hanna Birna og Bjarni og tala um sigur þegar flokkurinn hefur leitt stjórnarandstöðu á móti stjórn sem þurfti að taka gríðarlega óvinsælar ákvarðanir. Þetta er ekki sigur Hanna Birna. Sigurvegari kosninganna er auðvita framsóknarflokkurinn vegna fáránlegra óábyrgra loforða og það verður mjög fróðleg að sjá hvernig spilast úr framhaldinu.
Í fljótu bragði virðist ríkisstjórn sjalla og framsóknar liggja í loftinu en ég er samt ekki alveg viss um það. Það er nefnilega ekki víst að nokkur flokkur, þar með talinn sjálfstæðisflokkurinn, geti kvittað uppá þetta loforðarugl framsóknar. Það er nefnilega alveg eins í spilunum ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar með ca 34-35 þingmenn. Það er í raun 2ja flokka stjórn því Samfylkingin og BF er í raun sami flokkurinn.
Hanna Birna: Afar ánægjulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er rétt að hér varð efnahagshrun og það af mun meiri stærðargráðu heldur en hefur orðið víða í S. Evrópu. Gjaldþrot bankanna hér voru hvert um sig með stærstu gjaldþrotum sem orðið hafa og er þá ekki verið að miða við neina höfðatölu.
Staðan í dag er nánast kraftaverk. Að það hafi tekist að halda þjóðfélaginu gangandi, halda atvinnuleysi undir 10% og koma í veg fyrir algjöra upplausn er ekkert sjálfsagt mál. Ríkisstjórninni er hrósað allsstaðar erlendis fyrir að hafa komið efnahagslífinu í gang eftir hrun af fáránlegri stærðargráðu. En því miður lesa Íslendingar ekki erlenda fjölmiðla og eru líka búnir að gleyma því sem gerðist hér árið 2008 þegar sjálfstæðisflokkurinn skildi við landið í rúst eftir 18 ára stjórnartíð.
Ríkisstjórnin hefur ekki notið sannmælis, hún hefur glimt við stjórnarandstöðu sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að tefja uppbygginguna. Lýðskrumarar hafa komið útúr skápunum og lofað þjáðri þjóð gulli og grænum skógum.
Í dag hefst því miður önnur eyðimerkurganga þjóðarinnar. Til valda verða kosnir stjórnmálaflokkarnir sem komu þjóðinni í forarpyttinn.
Ég er sannfærður um að innan fárra ára verða jafnaðar- og vinstri menn kallaðir í tiltekt aftur. Við skulum bara vona að skaðinn af völdum lýðskrumaranna í sjálfstæðis- og framsóknarflokknum verði ekki meiri en svo að hægt sé að bæta hann- again.
Sama og gerðist víða í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2013 | 12:50
Gjörspillt hægristjórn sérhagsmunaafla í farvatninu
Fylgi framsóknar- og sjálfstæðisflokksins er um og yfir 50% samanlagt sem dugar fyrir öruggum þingmeirihluta, jafnvel þó þetta samanlagða fylgi fari niður í 45%. Ástæðan er bæði óréttlátt kosningakerfi þar sem atkvæði í fámennum kjördæmum úti á landi gilda nærri tvöfalt á við atkvæði í Reykjavík og sundurtættur vinstri vængur þar sem vinstri menn hafa verið sjálfum sér verstir með því að kljúfa sig úr flokkum og stofna ótal flokka og flokksbrot sem engu skila þeim.
En við hverju er að búast eftir kosningar ? það er ekkert héðan af sem kemur í veg fyrir ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks og skiptir í sjálfu sér engu hver leiðir þá stjórn, hún leiðir alltaf til hörmunga fyrir þjóðina.
Það er eins og þessi þjóð hafi steingleymt hruninu, orsökum og ástæðum þess. Það er eins og hún hafi gleymt spillingunni sem alltaf hefur grasserað í kringum þessa flokka og gerir enn. Hvernig efnuðust menn eins og Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson ? Hvernig eignaðist Björgólfur Landsbankann ? Hverjir stáli Gift sjóðnum ? Hverjir stálu eignum sem varnarliðið skildi eftir sig á Keflavíkurflugvelli ? Hver stal framlagi ríkisins til Hraðbrautar ? Þannig er nánast endalaust hægt að halda áfram. Þessi stjórn mun afnema veiðileyfagjaldið og koma þeim milljörðum aftur í hendur auðmanna í stað þess að nota þá til að styrkja innviði þjóðfélagsins.
Þessi stjórn mun keyra upp gerfihagvöxt með því að virkja allar sprænur sem renna og gefa orkuna til auðhringja sem byggja hér stóriðju sem flest vestræn ríki gera allt til að losa sig við, enda frumstæður og náttúruspillandi þungaiðnaður.
Það verða mörg brún og dauð Lagarfljótin sem vella til sjávar eftir nokkkur ár, þökk sé framsjöllum.
Því miður dugðu ekki 4 ár til að hreinsa til eftir framsjallahrunið en ástandið er þó margfalst skárra en árið 2008. Því miður sér þjóðin það ekki. Hún skilur ekki hvað gerðist hér árið 2008, hún skilur ekki að fórnirnar sem færðar voru, voru óhjákvæmilegar því tekjur ríkisins drógust saman um 30% í hruninu.
Þjóðin er að kalla yfir sig annað hrun og það líður ekki á löngu þar til jafnaðarmenn verða kallaðir aftur til hreinsunarstarfa eftir gjöfspillta óstjórn sérhagsmunaafla og glæpalýðs.
Nánast jafnstórir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2013 | 09:58
Þjóðin að ranka við sér ?
Það er alveg ljóst að sjónvarpsumræðurnar í gærkvöldi voru ekki til þess að auka fylgi framsjalla. Hvorugur flokkurinn hafði kjark til þess að standa við sína eigin stefnu t.d. í Evrópumálum en báðir flokkar höfðu "lofað" að loka Evrópustofu, sjallar meiraðsegja afgreitt málið þannig á landsfundi. Nú þegar skoðanakannanir benda til þess að þjóðin vilji klára samningaviðræðurnar þá geta þeir ekki svarað þeirri einföldu spurningu hvort þeir standi við eigin stefnu. Það var vandræðalegt að sjá hvernig Frosti bráðnaði undan spurningunni sem var margendurtekin fyrir hann í gærkvöldi og ekki voru leiktilburðir Ragnheiðar skárri en hún neyddist þó á endanum til að viðurkenna að hún væri ekki sammála stefnu eigin flokks!
Það eru í sjálfu sér góð tíðindi að fylgi framsjalla, sem eru basicly einn og sami flokkurinn, er nú komið niður fyrir 50% en vegna klofningsins á vinstri vængnum þá yrði meirihlutinn samt öruggur. Þetta getur breyst á næstu 3 dögum enda vill þjóðin varla fá yfir sig gjörspillta hrunstjórnina aftur. Sjálfsagt er verið að stoppa í minnisgloppurnar sem virðast hafa gert vart við sig hjá þjóðinni.
Því miður hafa vinstri menn verið sjálfum sér verstir. Framboð BF og lýðræðisvaktarinnar eru algjörlega óþörf, þetta eru jafnaðarmenn og eiga að fylkja sér um einn stóran jafnaðarmannaflokk sem er að sjálfsögðu Samfylkingin. Píratar og Dögun eru einhvernskonar bræðingur furðufugla, að mestu til vinstri, sennilega tapar VG mestu á þessum framboðum en reyndar hefur Pírötum tekist að búa til einhverskonar anarkisma yfirbragð sem sækir einnig ungt fólk til hægri sem sennilega hefði kosið sjálfstæðisflokkinn. Ein furðulegasta blanda í Íslenskri stjórnmálasögu. En því miður, þessi fjöldi framboða sem teljast til vinstri gera ekkert fyrir miðju- og vinstri menn.
Hægri grænir og flokkur heimilanna eru smáframboð til hægri en valda ekki eins miklum skaða á hægri vængnum eins og klofningsframboðin á vinstri vængnum valda. Hægri grænir eru þó með nokkuð frambærilega frambjóðendur marga hverja. Það sama verður ekki sagt um flokk heimilanna. Ásgerður Jóna fékk fólk til að taka andköf af viðbjóði í gær þegar hún greip hvað eftir annað fram í og lýsti sínum svarta hugarheim í afstöðu til þróunarmála. Hún vill ekki að Ísland gefi krónu til að bæta heiminn þó Ísland sé nú 13. ríkasta þjóð heims. Hún sjálf rekur fjölskyldufyrirtæki sem græðir á neyð annarra og hefur ferðast til útlanda fyrir peninga sem ætlað var til að bæta líf skjólstæðinga hennar. Það er eins gott að við fáum ekki fleiri svona illa innrættar kerlingar á þing, nóg að hafa Vigdísi Hauks.
Fylgi stóru flokkanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2013 | 15:15
Ísland er fast og fer svo í bakkgír ef við göngum ekki í ESB
Það er kominn tími til fyrir landsmenn að horfast í augu við þessar staðreynd í staðinn fyrir að berja hausnum í steininn endalaust. Þessi ágæta sprenglærða stúlka ber fram tölulegar staðreyndir um dvínandi hagvöxt og stöðnun án þess að benda á ástæðurnar né hvað er til ráða.
Ástæðan fyrir ónógri fjárfestingu er ekki ríkisstjórnin eins og svo margir kjánar halda. Ástæðan er no1. við höfum örmynt sem enginn treystir lengur. 2. Þessi örmynt er í höftum sem basicly þýðir að sá sem kemur með fjármagn inn í landið hefur ekki hugmynd um hvort hann komist nokkurntímann með þetta fjármagn útúr landinu aftur! Það þarf náttúrulega verulega áhættusækinn fjárfesti vægast sagt eða hreinræktaðan fábjána til að fjárfesta við þessar aðstæður.
Leiðin útúr þessum ógöngum er EKKI að taka upp kanadadollar, Norska krónu, Bandaríkjadal, Disney Dollar eða whatever, leiðin er að sjálfsögðu að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna í kjölfarið. Vissulega gerist það ekki strax en um leið og við göngum í ESB þá hefst aðlögunarferli að myntsamstarfinu. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er einfaldlega engin önnur leið. Krónan er ónýt til langframa og sá sem ekki viðurkennir það er annaðhvort haldinn afneitun á alvarlegu stigi eða hreinlega heimskur. Það er ekkert verið að tala nður krónuna, þetta er bara staðan. En þetta er aðeins einn af kostum þess að ganga í ESB, þeir eru fjölmargir aðrir. Það eru líka gallar, þó það nú væri, en þeir eru hverfandi litlir miðað við kostina.
Hvað mun gerast ? Ísland er ekki á leiðinni í ESB alveg strax. Ástæðan er sú að framsókn og sjallar taka hér við í vor, þeim mun takast á innan við ári að valda óbætanlegu tjóni, stjórnin verður hrakin frá völdum og núverandi stjórnarflokkar kallaðir til björgunar á ný, hugsanlega ásamt nýjum flokkum. Þá mun þjóðin grátbiðja ESB að taka við okkur, en ekki fyrr en allt er komið til andskotans. Þannig eru Íslendingar því miður, þeir eru eins og alkar, þurfa að brenna allar brýr að baki sér til að fá smá vitglóru í hausinn.
Ísland er fast í fyrsta gír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.4.2013 | 21:18
Er það verjandi að fréttamaður Rúv stilli sér upp fyrir myndatöku með þingmanni sjálfstæðisflokksins?
Sjálfstæðismaður í sparifötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.4.2013 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)