Flaug þarna yfir í janúar og var bara alls ekki sama...

Ég flaug með Etihad flugfélaginu frá London til Abu Dhabi í janúar og mér til nokkurrar furðu var flogið yfir Sýrland þvert og endilangt í miðri borgarastyrjöld!  Farþegar höfðu orð á þessu og var sumum ekki skemmt.  Aðrir sögðu hinsvegar að þetta væri Arabískt flugfélag og múslimar mundu aldrei skjóta niður Arabíska vél. - En þó til séu forrit og vefsíður sem sýna flugumferð í rauntíma eins og þessi hér http://www.flightradar24.com/ þá efast ég um að stríðsaðilar í Sýrlandi séu mikið að velta fyrir sér hvaðan vélarnar eru.   Vissulega er yfirleitt flogið í yfir 30.000 feta hæð en hvað veit maður hvaða vopnum þetta lið býr yfir ?  Þar að auki á amk. stjórnarherinn orrustuþotur sem gætu auðveldlega skotið niður hvaða farþegavél sem er ef flugmaðurinn snappar.

Óskiljanlegt að ekki sé búið að setja alþjóðlegt flugbann yfir Sýrland meðan borgarastyrjöldin varir þarna. 


mbl.is Banna flug yfir Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

ég er sammála því að setja eigi flugbann farþegafluga yfir sýrlandi meðan borgarastyrjöldin geysar.  en auðvitað eiga flugfélög ekki að fljúga þarna yfir.

en hagnaður stjórnvalda í damaskus er akkurat engin á því að skjóta niður farþegaflugvélar, vestrænar eða rússneskar.  því ef þeir skjóta niður rússneska þotu, þá missa þeir stuðning rússa.  og ef þeir skjóta niður vestræna farþegaþotu, þá rjúka bandaríkin og við hin inn í sýrland með pomt og prakt....eins og í Írak og Líbíu.

þeim einu sem gætu hugsanlega hagnast á því að skjóta niður farþegaflugvél, er þeim sem vilja fá erlendan her inn í sýrland. 

flestir hópar andstæðinga stjórnvaldanna (sem við styðjum ekki) vilja ekki erlendan her inn í landið.  þeir vilja flugbann, eins og virkaði svona svakalega vel í Líbíu og stöðugar vopnasendingar frá vesturlöndum.  en verða að láta sér nægja vopnasendingar frá löndum studdum af bandaríkjunum.  sem þíðir að þeir eru að fá gömul vopn og of lítið af þeim til að geta kafsiglt stjórnvöld (sem við styðjum ekki, þar sem við styðjum uppreysnar/hryðjuverka öflin í sýrlandi).

el-Toro, 1.5.2013 kl. 00:47

2 Smámynd: Óskar

Vissulega hefur enginn hag af því að skjóta niður farþegavélar en báðir aðilar eru örvæntngarfullir og ástandið þarna er í einu orði sagt hræðilegt. Uppreisnarhóparnir eru líka mjög sundurleitur hópur og innan þeirra raða menn sem eru til alls vísir, reyndar rétt eins og stjórnarherinn. Flugbann yfir landið strax áður en að stórslys verður er eina vitið.

Óskar, 1.5.2013 kl. 16:51

3 Smámynd: el-Toro

satt er það, að vitleysingar leynast innan beggja vébanda í sýrlandi....!

el-Toro, 1.5.2013 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband