Færsluflokkur: Bloggar

Amatör ársins

Það ætlar ekki af þessum framsóknarráðherrum að ganga.  Sigurður Ingi tók nú forystu í keppninni við þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð um hver þeirra er mesti aulinn og amatörinn.

Að ein ákvörðun ráðherra leiði til þess að fjöldi fólks þarf áfallahjálp í kjölfarið segir meira en mörg orð um hæfileika mannsins.  

Sveitadurgar, amatörar , aular og dusilmenni hafa tekið yfir stjórn landsins eins og hver ákvörðun þessa hyskis af annarri sýnir.  Evrópuklúðrið, afnám auðlegðarskatts, lækkun veiðigjaldsins og þessi fiskistofufarsi eru bara örfá dæmi.

Hvað hefur þessi þjóð gert af sér til að verðskulda þetta ?  Jú, hún kaus þetta lið!


mbl.is Engum verður sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kostar þjóðina amk. 80 milljarða að vera ekki í ESB, þó líklega mun meira

Það þykir ekki fréttaefni hjá ESB andstæðingum að það kosti þjóðina um 80 milljarða að hafa krónuna.  Flestir gera sér grein fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að losna við krónuna er að ganga í ESB.  Ég sagði flestir því enn eru ansi margir sem berja hausinn flatan í stein, vilja ekkert skilja og vilja ekkert sjá.

Í gær greindu fjölmiðlar í Danmörku frá því að stuðningur við ESB aðild þar í landi er um 60-70% en um 20% andvíg.  Svipaðar tölur eru reyndar í flestum ESB löndunum.  Hvað ætli þetta þýði ?  Að það sé slæmt að vera í ESB ?

Svari hver sem vill.


mbl.is Kostnaður við Evrópuskýrslu 27 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sjálfstæðisflokkurinn opnar á kosningar" Dreptu mig ekki!!!

Sjálfstæðisflokkurinn opnar á kosningar um flugvallarmálið!!  Þetta er nú ekkert minna en sprenghlægilegt í ljósi loforða sama flokks varðandi kosningu um ESB málið.  Við vitum nú öll hvernig það fór.  Flóttamaðurinn að vestan skilur ekkert í hversvegna Reykvíkingar hafa hafnað sjálfstæðisflokknum í borginni meira og minna síðan 1994 - Reykvíkingar læra af reynslunni sem því miður verður ekki sagt um stóran hluta sveitavargsins eins og niðurstöður síðustu Alþingiskosninga leiddu í ljós.  Þjóðin situr uppi með mestu svikastjórn sögunnar og það vita Reykvíkingar.  Þeir vita hvaða flokkar eru að baki þeirri stjórn, hvaða hagsmunaaðilar og lýðskrumarar.  Þessvegna mælist sjálfstæðisflokkurinn með um 20-25% fylgi í Reykjavík, nákvæmlega þessvegna!
mbl.is Hagræðing án blóðugs niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræningjalýður

Þessir svokölluðu "landeigendur" sem eiga þó ekkert að því sem dregur fólk á svæðið er að ræna ferðamenn og komast upp með það.  Þeir eiga hvorki Strokk eða Geysi, heldur einhverja smáspildu frá þjóðveginum og að þessum hverum.  Þeir segjast hafa lagt í kostnað vegna ferðamanna á svæðinu, það er kjaftæði.  Það serm hefur verið byggt upp á svæðinu hefur ríkið borgað.

Ef þeir ráðherrar sem fara með þessi mál hefðu pung þá væri búið að stöðva þessa þjófa.


mbl.is „Gömul lögmál gilda ekki“ við Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einangrunarstefna ríkisstjórnarinnar ber ávöxt

Ríkisstjórn Íslands hefur frá fyrsta degi stefnt að því leynt og ljóst, þó aðallega ljóst, að einangra Ísland frá okkar helstu vinaþjóðum - sem svo vel vill til að eru einmitt helstu lýðræðisþjóðir heims.  Í staðinn hefur ríkisstjórnin og aukautanríkisráðherrann Hr. Ólafur Ragnar Grímsson stefnt að því að efla tengsl okkar við sérstaklega friðelskandi þjóðir eins og Kína og Rússland.  Grísinn lætur mynda sig í gríð og erg með Pútín en eins og allir vita er bara spurning hvenær sá maður fær friðarverðlaun Nóbels.

Nóg um það, - nú hefur Skagafjarðarbjánanum ásamt samráðherrum sínum tekist að mála Ísland svo rækilega útaf kortinu að meiraðsegja Færeyingar nenna ekki lengur að taka upp símann og láta okkur vita að verið sé að skipta makrílkvótanum.!  

Er það furða að ESB sé búið að fá nóg ?  Ríkisstjórnin hefur klúðrað gjörsamlega sambandi okkar við ESB þjóðir, stjórnin lýgur uppá forystumenn annarra ríkja og talar ítrekað niður til þeirra.  Forsætisráðherra kallar Evrópulöndin og Evrópustofnanir bara skammstafanir og svo eru menn standandi hissa á því að þessir aðilar hafa í eitt skipti fyrir öll fengið nóg af ríkisstjórn Íslands

Ríkisstjórn Íslands í dag samanstendur af illa innrættum , illa upplýstum og illa gefnum sveitadurgum sem kunna hvorki ekkert fyrir sér í almennum samskiptaháttum fólks, vita reyndar ekki hvað mannasiðir yfirhöfuð eru.

Forsætisráðherra hreyfir ekki varirnar án þess að ljúga og lygarnar eru orðnar svo svakalegar að hann man ekki helminginn af þeim sjálfur.  Það þarf reglulega að finna fyrir hann á netinu upptökur af honum þar sem hann sagði hluti sem hann uppástendur að hann hafi aldrei sagt.

Það eru skelfileg örlög fyrir þjóðina að sitja uppi með handónýta, gjörsamlega vanhæfa og gjörspillta lygastjórn.  Eina spurningin er hversu miklum skaða hún veldur áður en þjóðin mætir niðrá Austurvöll og fleygir þessum ráðherraræflum í burtu.


mbl.is Líkar ekki vinnubrögð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikastjórnin rúin trausti

Það þvælist nú oftast ekki fyrir Íslenskum stjórnmálamönnum að svíkja kosningaloforð.  Hinsvegar settu núverandi stjórnarflokkar nýtt met í kosningaloforðum fyrir síðustu Alþingiskosningar.  Þeir hafa einnig sett nýtt og sérlega glæsilegt Íslandsmet, ef ekki heimsmet í því að svíkja kosningaloforð.  Það er einfaldlega sama hvar í loforðalistanum er borið niður, það hefur allt verið svikið.

Það átti að lækka skuldir heimilanna um 300 milljarða á kostnað "hrægamma".  Niðurstaðan verður 80 milljarða lækkun, aðallega á kostnað þjóðarinnar sjálfrar!

Það átti að afnema verðtrygginguna. Niðurstaðan er mjög einföld, það er ekki hægt!

Það átti að leyfa þjóðinni að kjósa um ESB málið.  Niðurstöðuna þekkja allir.

Svona svik og lygar er bara einfaldlega too much eins og vondir útlendingar segja, meiraðsegja Íslendingar eru ekki svo auðblekktir.  

Bjarni og Sigmundur, segið af ykkur og hundskist aftur í holurnar ykkar.  Þið eruð ómerkilegir lygarar.


mbl.is 40,9% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein afleiðing af gjörðum afturhaldsstjórnarinnar

Fjárfestar sjá í hvað stefnir hér, einangrun, mögulega annað hrun og búið að stinga gat á björgunarhringinn. 

Fáráðlingarnir sem fara með stjórn landsins með aðstoð Heims(k)sýn og annarra öfgasamtaka gera sér enga grein fyrir því hvað þeir eru að gera.  Kosningasvik eru eitt og reyndar grafalvarlegt mál en annað og verra er að með því að draga aðildarumsóknina til baka er verið að negla þjóðina niður í höft og einangrun.  Atvinnulífið er beinlínis búið að öskra á fjárfestingar undanfarin ár, síðasta ríkisstjórn var nú ekki beinlínis að gera neitt kraftaverk en þó ber að hafa í huga þær aðstæður sem hún tók við völdum í.  Það loguðu eldar í bókstaflegri merkingu.

Þessi ríkisstjórn tók þrátt fyrir allt við nokkuð góðu búi, amk. góðum tækifærum til að koma hlutunum í lag hér.  Hún hefur klúðrað þeim öllum, nákvæmlega öllum.  Maður hélt að mestu afturhaldssinnar í íslenskum stjórnmálum væru nátttröllin í vinstri grænum en nei, það eru sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn.  

Nú hefur einangrunarstefnan haldið innreið sína, paranoja gagnvart vinaþjóðum okkar, lýðskrum í hæstu hæðum og þetta getur ekki annað en endað illa.  Hver kemur þá til bjargar ?  Ekki ESB, þessir flokkar eru búnir að tryggja það!


mbl.is Hlutabréf lækkuðu um 10 milljarða í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta afturhaldsstjórn Íslandssögunnar

Svik á svik  ofan virðast vera kjörorð þessarar ríkisstjórnar.  Með nýjustu svikunum bætir hún um betur svikin um lánaleiðréttinguna og afnám verðtryggingar.  Sjálfstæðisflokkurinn lofaði mjög skýrt þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrrihluta kjörtímabilsins um ESB áframhald - og sveik það.

Sennilega hefur jafn afturhaldssinnuð og ömurleg ríkisstjórn aldrei verið við völd á Íslandi.  Þessi stjórn byggir á lýðskrumi og lygum.  

Afhverju vill hún draga ESB umsóknina til baka ?  Jú vegna þess að þetta er stjórn þar sem hagsmunaklíkur ráða ferðinni, LÍÚ og bændur.  Þessir aðilar vilja halda þjóðinni áfram undir illa lyktandi rassgatinu á sér,  nota krónuna til að arðræna þjóðina áfram, moka undir aðalinn og viðhalda gjaldeyrishöftunum.   

Því miður getur þjóðin sjálfri sér um kennt.  Hún kaus þetta.  Nú blasir við nýtt afturhaldsskeið á Íslandi sem mun enda með öðru hruni.  Þessi stjórn er ekki að fara að leysa gjaldmiðlakrísuna, þessi stjórn er ekki að fara að taka á snjóhengjunni og þessi stjórn er UMFRAM ALLT EKKI AÐ FARA AÐ BÆTA LÍFSKJÖR Á ÍSLANDI.  

Ráðherrar þessarar stjórnar, sér í lagi framsóknarráðherrarnir, eru væmnisjúkir, athyglissjúkir og afar illa gefnir.  það er bannað að gagnrýna þá, ef þeir mættu ráða þá væru gagnrýnendur sennilega hengdir upp í byggingakrana eins og í Íran forðum daga, þ.e. ef einhver slík tæki fyndust á Íslandi nú til dags.  

Atvinnulífið og iðnaðurinn vill sækja um ESB.  Afhverju ?  jú vegna þess að það örvar atvinnulífið, mundir örva fjárfestingu, nýsköpun og efla bæði inn- og útflutning.  Með þessum afar klaufalegum aðgerðum sjálfstæðisflokksins er hann að stíga áratugi afturábak og gefur aðilum vinnumarkaðarins fokkmerki.  Margir þessir aðilar eru mjög tengdir sjálfstæðisflokknum.  Það er erfitt að ímynda sér annað en að flokkurinn klofni í herðar niður og má þá segja að Bjarni Ben hafi nokkuð mikið á samviskunni.   Fyrst að vera klósettrúlla fyrir Sigmund Davíð, að draga Sjálfstæðisflokkinn niður í sögulegt lágmark í fylgi og , já gott ef ekki að kljúfa hann líka.


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta geta sjallar og framsókn sennilega þakkað lygastjórninni

Hreint og beint hræðileg frammistaða ríkisstjórnarinnar í svo gott sem öllum málum kemur eðlilega niður á ríkisstjórnarflokkunum í borginni.  Jafnvel þó óvenju frambærilegur kandídat hafi verið sóttur vestur á firði í neyð til að hressa uppá lúinn, þreyttan og vonlausan sjálfstæðisflokkinn, þá dugar það ekki til.

Fylgi framsóknar uppá einhver 2,8 % þarf ekkert að útskýra frekar.  Frammistaða forsætisráðherra sem ekki opnar kjaftinn án þess að fara með lygar, talar sínu máli.  Svikin loforð og sviðin jörð er það sem ríkisstjórnin stendur fyrir.  

Reykvíkingar eru ekki fábjánar, þeir láta ekki taka sig í görnina tvennar kosningar i röð.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smjörklípa

Renndi yfir þessar fundargerðir.  Það er ljóst að hér er fullkomin smjörklipa á ferðinni, það eru engin stoð í ásökunum þessa sjálfstæðismanns.  Honum væri nær að tala um eitthvað sem fótur er fyrir  t.d. þegar Davíð Oddsson henti 80 milljörðum útum gluggann á Seðlabankanum.

Auðvitað þarf að koma með smjörklipu þegar nefnd ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar skilar af sér þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að afnema verðtrygginguna.... það þarf að dreifa athygli hins heimska lýðs með gullfiskaminnið strax...


mbl.is Leynd svipt af fundargerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband