Færsluflokkur: Bloggar

Frosti flækist enn meir í eigin lygavef

Frosti hefur nú komið með þrjár mismunandi útgáfur af því hvernig frískuldamarkið varð til og manngreyið virðist svo hraðlyginn að hann getur ekki einu sinni munað hverju hann laug síðast.  Frosti hefur þegar sýnt og sannað að hann er gjörsamlega vanhæfur þingmaður og honum ber einfaldlega að segja af sér.  Þetta mál er punkturinn yfir i-ið.  Áður hefur hann orðið uppvis að stórfelldum svikum á kosningaloforðum.

Frosti talaði fjálglega um hrægamma og haglabyssur fyrir kosningar en eftir kosningar virðast þessi orð hafa verið afmáð úr Íslensku tungumáli.   Hypjaðu þig í burtu Frosti , þú ert ómerkilegur lygari!


mbl.is Talan líklega komin frá nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosti ætlaðir þú ekki að afnema verðtrygginguna?

Í niðurlagi fréttarinnar segir:

"Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána,“ skrifar Frosti

Sjálfsagt allt hárrétt.  Hinsvegar virðist Frosti hafa steingleymt því að eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins var að afnema verðtrygginguna og það strax.  Frosti hafði sjálfur uppi stór orð um þetta FYRIR kosningar.  En rétt eins og FYRIR kosningar talaði hann um hrægamma og haglabyssur en eftir kosningar eru þessi orð afnumin úr Íslensku tungumáli að mestu.

Frosti, það þarf enginn að óttast áhrif bílalána á verðbólguna ef þú bara DRATTAST TIL AÐ STANDA VIÐ EITT EINASTA KOSNINGALOFORÐ.


mbl.is Bílalánin í reynd ekki ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi kona hlýtur að vera af Íslenskum ættum...

Íslendingar kunna nefnilega almennt ekki að fara með peninga og hugsa nákvæmlega eins og þessi, taka bara lán og svo getur vonda fjármálastofnunin sem lánaði þeim étið skít!

Svona fórum við að fyrir hrun.  Peningum var mokað inn í landið og þjóðin flatskjáavæddist, fór í dýrar sólarlandaferðir og tók að sjálfsögðu lán fyrir nýjum bílum.  

Svo kom hrunið og vondu útlendingarnir töpuðu 8000 milljörðum á falli Íslensku bankanna, það var víst fyrir utan Icesave sem var auðvitað ekkert annað en lán sem Íslendingar neituðu að borga sanngjarna vexti af!-- Ekki koma með þetta týpíska tuð um að Landsbankinn hafi verið einkafyrirtæki og blablabla, þessir peningar fóru inn í veltuna í þjóðfélaginu sem naut góðs af þeim.

Svo kom konungur lýðskrumaranna, Sigmundur Davíð fram og lofaði að þjóðin fengi drjúga niðurfellingu af skuldum sínum.  Reyndar urðu 300 milljarðar að 80 milljörðum eftir kosningar en lýðurinn er samt ánægður þó hann hafi bara staðið við 25% af loforðinu.   

Þjóðin nefnilega vill ekki borga lánin sín til baka vegna "forsendubrests" sem felst í því að lánin höfðu hækkað samhliða verðbólgunni.  Launin höfðu að vísu hækkað meira en lánin en enginn talar um forsendubrest þar.  Já Íslendingar eru furðufuglar, rétt eins og þessi kona.


mbl.is Tók smálán fyrir jólagjöfunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísraelskt jólagóðverk

Mannvinirnir miklu í Ísrael hljóta að vera stoltir af því að drepa 3ja ára barn.  Það dugði ekkert minna en heil orustuþota til að drepa 3ja ára barn.  Ætli flugmaðurinn eigi gleðileg jól ?  Ætli þeir á fasistastöðinni Omega gleðjist ekki eins og venjulega þegar Palestínsk börn eru drepin af ísraelsku svínunum?
mbl.is Þriggja ára stúlka lést í árás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í ruslflokk

Það sem hefur kvisast út um fyrirhugaðar aðgerðir er eiginlega skelfilegt.  Hver á að borga þetta?  Nefnilega EKKI vogunarsjóðirnir heldur fellur víxillinn á þjóðina!  Þetta verður ekki fjarmagnað öðruvísi en með heljarinnar niðurskurði og það sem uppá vantar verður tekið að láni og bætt á fjárlagahalla næstu ára og næstu kynslóða.

Hvaða heimili vill ekki fá nokkrar millur gefins?  Ég þigg það með þökkum , en EKKI ef önnur heimili i landinu borga það og heldur ekki ef þetta lendir á börnunum mínum í framtíðinni.

Viðbrögð "útlenskra skammstafana" eru fyrirséð, Ísland er á leið í ruslflokkinn sem síðasta ríkisstjórn kom okkur uppúr.  Við sitjum uppi með stórhættulega ríkisstjórn í þessu landi.


mbl.is Skuldalækkun með skattabreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf til að koma vitinu fyrir þjóðina varðandi álveraruglið?

Engin vestræn þjóð sem vill láta taka sig alvarlega vill sjá álver í sínum heimahögum.  Flestar þjóðir reyna að losa sig við þennan óþverra nema etv. frumstæðar austantjalds - og Asíuþjóðir.  En ekki Ísland.  Blábjáninn sem er iðnaðarráðherra og þursinn sem er umhverfisráðherra eru meðal þeirra sem vilja meira af þessum frumstæða, vanþróaða og mengandi þungaiðnaði.

Orkan er seld til álveranna á hreinu djókverði, margfalt lægra en aðrir orkunotendur í landinu þarfa að borga.   

Í dag voru fréttir  um áform um risagróðurhús við Grindavík.  Ég segi bara til hamingjum með að loksins datt mönnum í hug að nota orkuna í eitthvað annað en álver.


mbl.is Grípa til aðgerða vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjöllusauðirnir á Rúv

Jæja nú bara getur maður ekki orða bundist.  Tek fram að ég er algjörlega á móti sölu eða að einkavæða Rúv því þá færi bara enn einn fjölmiðillinn undir LíÚ náhirðina.

EN þetta fiaskó í gærkvöldi er ekkert hægt að afsaka.  Í fyrsta lagi eru þeir sem lýsa íþróttaleikjum á Rúv algjörlega vonlausir, máttlausar og hreinlega leiðinlegar lýsingar, þarna standa menn á stöð2 langtum framar.

Svo þetta megaklúður að skella á auglýsingum þegar eitthvert stórkostlegasta moment Íslenskrar íþróttasögu átti sér stað, nákvæmlega þessar sekúndur þegar landsliðsmennirnir fengu að vita að þeir voru komnir í umspil!  Hvað viðvaningur og vitleysingur var eiginlega við takkann ?  


mbl.is Fá augnablikið aldrei aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var eftir öðru að hægrimenn kölluðu hrunið náttúruhamfarir!

Guðni er náttúrulega einn af þessum bláu sagnfræðingum sem endurskrifar söguna þannig að hún falli vel í logo sjálfstæðisflokksins sem gjarnan talar um "hið svokallaða hrun".  Einhvernveginn kemur það ekkert á óvart að hann kalli þetta náttúruhamfarir.   Hversu ruglað er það að kalla efnahagshrun algjörlega af manna völdum náttúruhamfarir ?  Mjög ruglað!


mbl.is Hrunið eins og náttúruhamfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa þessir menn aldrei heyrt talað um leigubíla?

Það er nákvæmlega engin þörf fyrir þessa þjónustu.  Í fyrsta lagi er bifreiðaeign hér mjög mikil og þeir tiltölulega fáu sem ekki eiga bíla geta valið á milli strætisvagna og leigubifreiða sem veita  bæði góða og ódýra þjónustu miðað við löndin í kringum okkur.  Ég sé ekki fyrir mér að þessi þjónusta geti orðið ódýrari en að taka bara leigubíl auk þess sem það þarf að sækja flýtibílinn, hann keyrir ekki sjálfur heim til fólks!
mbl.is Hertz skoðar flýtibílalausnir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefið á gosa orðið of langt...

Jæja hvernig má annað vera en að stuðningur við lygastjórnina hrynji?  Allir Íslendingar með IQ80 og yfir gerðu sér ljóst að kosningaloforð framsóknar voru óframkvæmanleg.  Þessar gufur sem kusu flokkinn eru komnar á pólitískan vergang eftir að ljóst varð að loforðin voru lygavefur óg lýðskrum.

Sjálfstæðisflokkurinn hangir bara í kjörfylginu sem var nota bene afskaplega slakt fyrir þann flokk. 

Hvað gerist í haust ?  Það eru nefnilega mjög spennandi tímar framundan á Íslandi.  Ég hef sagt og segi enn að stjórnin lifi ekki til áramóta af afar einfaldri ástæðu.  Þjóðin hefur þolinmæði fram í nóvember varðandi loforðin en þá mun Sigmundur neyðast til að viðurkenna það að þau eru óframkvæmanleg og jafnframt kasta einhverjum brauðmolum framan í fólk.  Það verður ekki liði og sjálfstæðisflokkurinn mun nýta sér algjört hrun framsóknarflokksins og slíta stjórnarsamstarfinu í von um nýjar kosningar og aukið fylgi.

En verður þjóðin þá búin að gleyma því hvað þessi stjórn hefur gert á stuttri æfi ?  Lítum á það

*Lækka veiðileyfagjöld á útgerðina og kasta þar með tugum milljarða fyrir borð.  Fullkomlega óþörf og óréttlætanleg aðgerð.

*Afnema auðlegðarskattinn.  Önnur algjörlega óþörf og illskiljanleg aðgerð sem minnkar tekjur ríkissjóðs um einhverja milljarða.

*Réðist á LíN og námsmenn með því að breyta lánakerfinu og lækka lánin hjá stórum  hóp námsmanna.

*Afnam fyrirhugaða breytingu á virðisaukaskatti á gistirými.  Enn eitt klúðrið sem var algjörlega óþarft. Enn er verið að skerða tekjur ríkissjóðs.

*Klúðraði IPA styrkjunum frá Evrópusambandinu.  Reyndar er þetta ferli orðið eitt allsherjar fiasco í höndum stjórnarinnar.

* Já og LÁNAMÁL HEIMILANNA FÓRU SVO Í NEFNDIR sem eiga að skila af sér tillögum eftir dúk og disk!  Sigmundur Davíð jagaðist sífellt á því fyrir kosningar að það þyrfti nú bara að snúa niður vogunarsjóðina en staðreyndin er sú að stjórnin hefur ekki einu sinni gert tilraun til að hefja viðræður við sjóðina, segir það reyndar ekki í sínum verkahring!!

Er einhver hissa á fylgishruni stjórnarinnar??

 

 


mbl.is Stuðningur við stjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband