Ísland í ruslflokk

Það sem hefur kvisast út um fyrirhugaðar aðgerðir er eiginlega skelfilegt.  Hver á að borga þetta?  Nefnilega EKKI vogunarsjóðirnir heldur fellur víxillinn á þjóðina!  Þetta verður ekki fjarmagnað öðruvísi en með heljarinnar niðurskurði og það sem uppá vantar verður tekið að láni og bætt á fjárlagahalla næstu ára og næstu kynslóða.

Hvaða heimili vill ekki fá nokkrar millur gefins?  Ég þigg það með þökkum , en EKKI ef önnur heimili i landinu borga það og heldur ekki ef þetta lendir á börnunum mínum í framtíðinni.

Viðbrögð "útlenskra skammstafana" eru fyrirséð, Ísland er á leið í ruslflokkinn sem síðasta ríkisstjórn kom okkur uppúr.  Við sitjum uppi með stórhættulega ríkisstjórn í þessu landi.


mbl.is Skuldalækkun með skattabreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú hlýtur að vera blindur, lesblindur eða alvarlega greindarskertur. Nú, eða þá að þú hefur einfaldlega ekki lesið fréttina.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2013 kl. 08:04

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvar hefur kvisast út um fyrirhugaðar aðgerðir? Seg þú mér, er forvitinn. Það stendur nefnilega ekkert um það í fréttinni.

Og ég man ekki eftir að síðasta stjórn hafi gert neitt annað en að koma okkur í verri kreppu en við vorum fyrir lent í, og verður að teljast afrek.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.11.2013 kl. 08:34

3 Smámynd: Óskar

Jón Steinar alltaf jafn yfirvegaður, kurteis og málefnalegur.  Ásgrímur í þessari frétt er EKKI verið að tala um síðustu ríkisstjórn, hún kemur þessu máli ekkert við enda var hún ekki svo vitlaus að lofa seðlaregni inná heimilinn sem er ekki til.  Hún hinsvegar kom okkur uppúr ruslflokki, kom verðbólgunni úr 18% í 4%, koma atvinnuleysinu niður ur 10% í 4% og fjárlagahallanum úr 200 milljörðum í 20-30 milljarða.  Hún lét breiðu bökin taka á sig auknar birðar.  Þessi stjórn hefur gert bókstaflega allt þveröfugt, þ.e. það litla sem hún hefur gert.

Það liggur fyrir, af þvi að þið lásuð greinilega ekki fréttina, að Frosti er búinn að týna haglabyssunni og hættur að væla um hrægammasjóðina, reyndar bara steinhættur að tala um þá enda er honum orðið ljóst eins og honum var reyndar bent á fyrir kosningar að þeir eru ekkert að fara að borga þessa skuldaniðurfellingu.  Um það snyst málið, peningarnir verða ekki teknir af þeim fyrr en eftir einhver ár, jafnvel áratugi eða hreinlega aldrei.  Framsókn virðist loks vera að átta sig á þessu sem þeim var reyndar margbent á löngu fyrir kosningar en lýðskrumarinnn og lygarinn Sigmundur Davíð hélt því alltaf fram að þetta væri algjörlega útfært og skothelt plan sem hann hafði.  Auðvitað laug þessi helvítis drullusokkkur því eins og öðru.

Óskar, 24.11.2013 kl. 12:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver á að borga þetta?

Svar: skuld sem er felld niður verður ekki borguð af neinum

Hvaða heimili vill ekki fá nokkrar millur gefins?  Ég þigg það með þökkum , en EKKI ef önnur heimili i landinu borga það og heldur ekki ef þetta lendir á börnunum mínum í framtíðinni.

Þá geturðu verið fullkomlega rólegur því ekkert slíkt stendur til.

Hvað sagði seðlabankastjóri um skuldaleiðréttinguna? - bofs.blog.is 

Sigmundur Davíð hélt því alltaf fram að þetta væri algjörlega útfært og skothelt plan sem hann hafði.  Auðvitað laug þessi helvítis drullusokkkur því eins og öðru. 

Nei hann laug engu um það. Vandamálið er ekki að það sem þú vísar til liggi ekki fyrir, heldur er megin fyrirstöðuna að finna í vélinda samstarfsflokksins í ríkisstjórn þegar reynt er að troða þessu ofan í kokið á þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 16:07

5 Smámynd: Óskar

Guðmundur þetta svar þitt er með hreinum ólíkindum og ber vott um fádæma vanþekkingu á hagkerfinu.

"Svar: skuld sem er felld niður verður ekki borguð af neinum"

Bíddu, ertu að grínast eða??  Íbúðalánasjóður á stærstan hluta þessara lána. Þú hlýtur að vita að hann er í eigu ríkisins og þar með okkar.  Að lækka eiginfjárhlutfall íbúðalánasjóðs, sem þegar stendur illa, með þessum hætti setur hann þráðbeint á hausinn.  Bankarnir mundu þola þetta betur en athugaðu að einn þeirra er í eigu ríkisins og því hefði lækkun á höfuðstól lána og þar með eignum bankans bein áhrif á ríkissjóð, kanski ekki strax en allavega síðar meir.   

Ég bara neita að trúa því að þú skiljir þetta ekki Guðmundur, ég er allavega búinn að reyna mitt besta!

Óskar, 24.11.2013 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband