Færsluflokkur: Bloggar
3.10.2011 | 19:47
Tunnur í boði Valhallar?
Mogginn birtir glaðhlakkalegur myndir af splunkunýjum tunnum sem ætti eiginlega að standa bara XD á enda greinilegt hvaða klíka stendur að baki þessum "mótmælum".
Ætli þjóðin hefði það betur undir stjórn Vafningsins og þjófahyskis hans?
![]() |
Stilla upp tunnum á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2011 | 16:53
Íslensku Pólverjarnir
Nú eru Íslendingar orðnir að ódýru vinnuafli sem hægt er að níðast á. Íslendingar hafa stundað það í allavega áratug að ráða Pólverja, Litháa, Letta og fleiri þegna fátækari ríkja Evrópu á lúsarlaunum í þrælahald í skjóli EES samningsins. Nú má segja að komi vel á vondann því við erum sjálf komin í þessa stöðu.
-En, með einni merkilegri undantekningu. Jú níðingarnir eru Íslenskir! Hér er um að ræða Íslenskt fyrirtæki sem starfar í Noregi. Þetta er ekkert einsdæmi, þær eru margar ljótar sögurnar um að menn hafi verið lokkaðir til Noregs af Íslenskum "fyrirtækjaeigendum" og svo allt svikið sem hægt er að svíkja. Alveg sérÍslenskur ruddaskapur.
![]() |
Unnu í Noregi fyrir lúsarlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2011 | 17:38
Lýðskrumarar landsins á útopnu...
Eins og við mátti búast notfæra heldstu lýðskrumarar landsins sér "mótmæli" nokkurra ofaldra SUS sjallakrakka. Lýðskrumari allra lýðskrumara er forsetaræfillinn sem sendi kerlinguna sína út á grasið til að kyssa krakkagreyin meðan hann gaspraði eitthvað um sátt. Það væri synd að segja að sá maður hafi stuðlað að sátt í samfélaginu. Atli og órólega deildin lætur að sjálfsögðu sitt ekki eftir liggja enda mætti skýra órólegu deildina upp á nýtt, "lýðskrumarahreyfingin". Foringi hennar ætti reyndar að vera Ögmundur Jónasson en sá snjalli lýðskrumari passaði sig á að vera í fríi erlendis við þingsetninguna enda gerir maðurinn nákvæmlega ekki neitt sem gæti skapað honum óvinsældir og flýr eins og hræddur kjölturakki með skottið á milli lappanna.
Ég veit eiginlega ekki hverju þetta blessaða fólk var að mótmæla. Sennilega hefur fulli varaþingmaðurinn hjá sjöllum ekki verið vaknaður í morgun til að taka þátt, leiðinlegt fyrir hann. Nú ef þessir mótmælendur vilja Bjarna vafning og glæpahyski hans aftur til valda, þá er svarið einfalt, það mun þjóðin aldrei sætta sig við. Gleymum því ekki að það var það hyski sem skóp núverandi ástand. Ríkisstjórnin hefur unnið kraftaverk við mjög erfiðar aðstæður undir stöðugum árásum frá hyskinu sem kom okkur í þetta helvíti.
![]() |
Vill kosningar undir eins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og við var að búast fara náhirðarbloggarar strax á kreik þegar svona fréttir rata á síður mbl.is Þetta sama lið linnti ekki látum fyrr en það fékk að kjósa um icesave því það var svo mikilvægt að þjóðin fengi að kjósa en svo má hún ekki kjósa um ESB samning! Þetta lið er svo ruglað að það tekur eiginlega engu tali. Þetta er Líú og bændagengið sem vill áfram hafa þjóðina í höftum, kvótinn og sjávarútvegsauðlyndin skal áfram vera í höndum örfárra forríkra sjalla og þjóðin skal áfram neydd til að halda uppi handónýtu og úreltu landbúnaðarapparati.
Nei sem betur fer ráða heimsksýn og líu gengið þessu ekki, þjóðin mun fá að ákveða sína framtíð sjálf án aðstoðar þessa hyskis.
![]() |
Ekki gott að setja umsókn á ís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2011 | 12:31
Á hvaða plánetu býr þessi maður?
Það er allavega nokkuð ljóst að hann er ekki að lýsa Íslenskum veruleika. Forsetaræfillinn hefur haft það fyrir sið að stórskaða þjóðarhag með orðagjálfri sínu undanfarin ár. Þær sögur ganga fjöllunum hærra að hann dauðsjái eftir að hafa sett síðasta Icesave samning í þjóðaratkvæði enda ljóst að Nei-ið sem öfgaþjóðernissinnar náðu að ljúga inn á þjóðina hefur stórskaðað okkur.
Þessi orð forsetans nú gera varla mikinn skaða en maðurinn bullar út í eitt að vanda. Hann gefur í skyn að kreppann sé bara búin- hér er enn um 7-8% atvinnuleysi, gríðarleg kaupmáttarskerðing staðreynd og atvinnulífið er í lamasessi. Ríkisstjórnin hefur bjargað þvi sem bjargað verður eftir efnahagslega kjarnorkuárás og rán sjálfstæðisflokksins en mikið verk er enn óunnið.
ÓLAFUR - GJALDEYRISHÖFT ERU YFIRLEITT EKKI SETT Á Í RÍKJUM ÞAR SEM ALLT ER Í HIMNALAGI.
![]() |
Stuðluðu að vexti eftir kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.9.2011 | 21:25
Obama kastar grímunni
![]() |
Engar hjáleiðir að friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2011 | 23:44
Bandarísk matsfyrirtæki vísvitandi að ráðast á Evrópu?
Öðruvísi verður þetta ekki skilið. Þessi bandarísku matsfyrirtæki sem eru greinilega knúin áfram af hamfarakenningunni (sjá þátt á rúv nýlega) gera greinilega allt sem í þeirra valdi stendur til að koma á alheimskreppu. Þau byrjuðu reyndar að "taka til í eigin garði" með því að ráðast á að þeirra mati vinstri sinnaða Obama stjórnina. Fáum dylst hvað vakir fyrir þessum fyrirtækjum. Einkavæðing og aftur einkavæðing í nafni hagræðingar. Mjög hægrisinnuð hagkerfi sleppa við þessar árásir matsfyrirtækjanna. Þau eru fyrst í pólitík, síðan í bisness.
Þessi ákvörðun mun að öllum likindum leiða til þess að Evópa hættir að taka mark á þessum fyrirtækjum og það er full ástæða til. Þau hafa nefnilega ekki reynst sérlega marktæk eða sannspá undanfarin ár samanber lánshæfismat Íslands fram að hruni!
![]() |
Lánshæfiseinkunn Ítalíu lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2011 | 08:09
Meira tjón vegna vafningsfléttunnar en hryðjuverkalaganna!
![]() |
Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2011 | 17:30
Jájá, náhirðin vill taka af okkur réttinn til að kjósa
Náhirðin sem heldur uppi mogganum gerir allt til að taka þann sjálfsagða rétt af þjóðinni að fá að velja eða hafna aðild að ESB í kosningum. Enda er náhirðinni ekki umhugað um hag þjóðarinnar, heldur hugsar hún eingöngu um hag LÍÚ sægreifanna sem halda uppi skeinipappírnum þeirra. 4700 manns á einni viku er nú ekki mikið og það að þessi vefur heiti skynsemi.is er svona álíka gáfulegt og nafngiftin á heimssýn sem með réttu ætti að heita heimsksýn.
Þjóðin mun ákveða framtíð sína innan eða utan ESB sjálf. Hún þarf ekki aðstoð náhirðarinnar, LÍÚ og bændamafíunnar til að ákveða hvað henni er fyrir bestu. Allir skynsamir menn sjá stóru kostina í ESB aðild. Aðeins strútar með hausinn í holu sjá það ekki.
![]() |
Rúmlega 4.700 undirskriftir safnast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.9.2011 | 20:27
þeirra 11.september
Þennan dag fyrir 38 árum myrtu brjálæðingar lýðræðiskjörinn forseta Chile, Salvadore Alliende. Hann var drepinn ásamt þúsundum annarra Chilebúa af útsendurum Bandaríkjanna. Sennilega hefðu Chilemenn síðar átt að bregðast við með því að hafa uppá þáverandi forseta Bandaríkjanna og henda honum í sjóinn eins og gert var nýlega við mann fyrir svipaðar,- og jafnvel minni sakir. Sá maður hét Osama Bin Laden.
Gleymum því heldur ekki að á þessum tíma STUDDU öfl á Íslandi þessa brjálæðinga. Að sjálfsögðu var þau öfl nær eingöngu að finna í sjálfstæðisflokknum. Hannes H.G. Skrifaði greinar í moggann þar sem hann lofaði morðingjana, enda voru þeir að eigin sögn hægri menn en að flestra annarra mati bara morðingjar og villimenn.
Ætli Bandaríkjamenn lesi líka upp nöfn þeirra sem Augusto Pinochet lét drepa með stuðningi CIA?
![]() |
38 ár frá valdaráninu í Síle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)