Færsluflokkur: Bloggar
28.10.2011 | 13:05
NATO- stoltir af fjöldamorðum
"Ein best heppnaða aðgerð NATO" segir mannvitsbrekkan. Aðgerðin fólst í því að koma harðstjóra frá og setja á stall í staðinn flokk ofbeldislýðs sem er engu skárri en Gaddafi og hans hirð var. Eini munurinn er sá að núverandi valdhafar eru viljugri til að hleypa vestrænum fyrirtækjum í olíuna í Líbýu.
Þetta snérist um oliu allan tímann, nákvæmlega ekkert annað!
![]() |
Ræddu við son Gaddafis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2011 | 11:49
Maðurinn bullar- Ísland áfram í ruslflokki vegna krónunnar
Hér er frétt sem hægra liðið sem dásamar þennan rugludall ætti að lesa áður en það tjáir sig meira.http://eyjan.is/2011/10/27/lanshaefi-islands-afram-i-ruslflokki-medan-gjaldeyrishoftin-vara-segir-fitch/
Niðurstaðan er ósköp einföld, Ísland verður í ruslflokki meðan það reynir að halda í þennan vonlausa gjaldmiðil.
Það er ekkert mál að týna upp einhvern erlendan rugludall með flottar gráður til að sitja til háborðs með mönnum eins og Heiðari Má "fjárfesti" sem stórgræddi á því að fella krónuna vísvitandi á hrundögum. Ég persónulega mundi aldrei sitja til borðs með þessum landráðamanni. Að sjálfsögðu vil Heiðar og rusl á borð bið hann halda í krónuna í lengstu lög svo það geti leikið sama leikinn aftur síðar meir.
Krónan í höftum áfram- annað er óhjákvæmilegt- Það þýðir lika að Ísland verður áfram í höftum LÍÚ, bændadurganna og bankanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2011 | 11:40
Ógeðsleg ummæli hægraliðs á blogginu
Viðbrögð náhirðarbloggara við þessari frétt eru svívirðileg en því miður fyrirsjáanleg. Þetta lið hefur upp til hópa svarta sál, enga samvisku, enga réttlætiskennd og að sjálfsögðu finnst því í fínu lagi að hóta mönnum lífláti séu þeir ekki réttu megin í pólitíkinni.
Næst þegar náhirðarsjalli drepst þá mæli ég með því að hann verði krufinn og heilinn skoðaður sérstaklega því það hlýtur að vera eitthvað heilamein sem veldur svo brengluðum hugsunarhætti. það er svo sannarlega verðugt rannsóknarefni.
![]() |
Segist hafa fengið líflátshótun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2011 | 02:10
Hann sagði nú meira en mbl.is hefur engan áhuga á að birta það!
Hér að neðan er frétt frá funinum af öðrum fjölmiðli sem segir allt, ekki bara sumt:
"Martin Wolf fór yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og sagði að árangurinn sem hefði náðst í ríkisfjármálum væri merkilega góður. Íslendingum hefði gengið mun betur en öðrum þjóðum sem hefðu orðið verst úti í hruninu að draga úr hallarekstri. Íslendingar hefðu tekið á bankakerfinu og tekist á við skuldirnar og það skilaði árangri. Hann sagði þó að jafnvel með merkilega góðan árangur í ríkisfjármálum væri skuldastaðan ekki góð en virtist stefna í að verða ásættanleg, og mun betri en hjá öðrum ríkjum sem hann bar þau saman við."
Mbl.is minnist ekki einu orði á þetta hrós sem ríkisstjórnin fær!
![]() |
Wolf segir krónuna reynast vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2011 | 12:56
Villimenn
![]() |
Dauði Gaddafis verði rannsakaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2011 | 15:08
Olíuþjófnaður vesturlanda - Fáum við þetta í hausinn aftur?
Oliustríðin hófust með innrásinni í Írak. Það dettur engum heilvita manni í hug að halda því fram í dag að sú tilgangurinn með þeirri innrás hafi verið nokkur annar en að komast yfir oliuauðlyndir Íraka. Það var akkúrat það sem gerðist. Sett var á laggirnar "þæg" leppstjórn. Bandarísk fyrirtæki eru ráðandi í öllu atvinnulífi í Írak í dag, meiraðsegja ráða þau yfir Íraska hernum. - og að sjálfsögðu allri olíunni.
Það nákvæmlega sama er að gerast í Líbíu. Vesturlönd sáu sér leik á borði þegar uppreisnin hófst gegn Gaddafi og studdu uppreisnarmenn sem eru í raun sundurleitur hópur ofbeldismanna sem þegar hafa orðið uppvísir af fjöldamorðum og pyntingum. Nú klæjar vestræn olíufyrirtæki í fingurna við að komast í olíuna í Líbíu.
Þetta gerðist líka í Afganistan. Þar er að vísu ekki mikil olía en landið er ríkt af afar fágætum og dýrmætum málmum. Hverjir ætli séu komnir í þá núna? Guess who!
Það er ljótur leikur sem vesturlönd stunda í þessum löndum og hætt við því að þetta komi fyrr eða siðar í bakið á okkur.
![]() |
Staðfesta dauða Gaddafis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2011 | 16:52
Trölladyngjukerfið að fara í gang?
Reykjanesskaginn hefur verið rannsakaður mikið undanfarna áratugi og það er vitað að þar eru ýmsir hlutir í gangi sem mönnum líst ekkert of vel á, sérstaklega í grennd við Krísuvík. Kleifarvatn hefur verið að minnka og stækka á víxl sem ekki verður skýrt með veðurfarsbreytingum. Jarðhitasvæðið þar hefur látið öllum illum látum og þá mælist landris á svæðinu sem að öllum líkindum er afleiðing kvikuhreyfinga neðanjarðar.
Hér er fróðleikur um Reykjanesskagann og eldvirkni á honum.
Svæðið er eitt af 3-4 eldstöðvakerfum á Reykjanesskaganum, eftir því hvort Hengill er talinn með eða ekki, og sennilega það hættulegasta því nyrstu gossprungur í Trölladyngjukerfinu eru rétt sunnan við byggðina í Hafnarfirði. Gjósi á þeim sprungum þá er flóttatími íbúa í grennd talinn í mínútum frekar en klukkustundum því þunnfljótandi helluhraun getur runnið með ógnarhraða eins og sást í Kröflueldum. Ekki segja að þetta sé ólíklegt- þetta hefur nefnilega gerst og það eftir landnám nákvæmlega á þessum slóðum. Það sem gerist einu sinni, það gerist aftur- svo einfalt er það.
það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum í um 750 ár. Hléið varir ekki að eilífu og reyndar að öllum líkindum mjög stutt í næstu goshrinu á skaganum, varla meira en einhverjir áratugir í mesta lagi. Gosin þar koma í hrinum sem standa yfir í 2-300 ár og innihalda tugi gosa á þeim tíma.
![]() |
Ber sjúkdómseinkenni" eldgosa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.10.2011 | 17:25
Nei- fólk fellur ekki fyrir lýðskrumurum!
Lilja les náttúrulega kolvitlaust í þetta eins og flest annað. Vissulega hefur þjóðin orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með alla stjórnmálaflokkana en til allrar hamingju þá hleypur þjóðin ekki í flasið á cocoa puffs hagfræðingum og lýðskrumurum eins og Lilju. Lilja hefur ekki flutt eina einustu vitrænu tillögu um hvað má betur fara, aðeins stundað populisma og komið með hugmyndir sem lykta af lýðskrumi en engu raunsæi. Kvótaerfingi í sérhagsmunapoti- sem hún sakar aðra um að stunda.
Þeir stjórnmálaflokkar sem fyrir eru verða áfram við lýði og stjórnmálin munu frekar breytast þannig að nýtt fólk finnur sér farveg innan þeirra, nú eða klýfur sig út eins og Guðmundur Steingrímsson eða órólega deildin í VG sem ég kalla reyndar lýðskrumsdeildina. Fólk sem skilur ekkert, veit ekki að hér er kreppa og miðar allar sínar gjörðir við vinsældamæla eins og forseti landsins gerir líka. Málið er að þetta er EKKI fólkið sem mun koma okkur uppúr kreppunni, það gerist ekki með fagurgala, innantómum loforðum og lýðskrumi!
![]() |
Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2011 | 11:53
það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að skikka bankana til afskrifta
![]() |
Vill afskrifa meira en minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2011 | 16:45
Nei og ?...
Við hverju bjóst hann? Eru sjálfstæðismenn enn svo veruleikafyrrtir að þeir gera sér ekki grein fyrir ástandinu sem ÞEIR sköpuðu hér árið 2008 ? Hefur sjálfstæðisflokkurinn gert EITTHVAÐ síðan sem bendir til þess að hann axli ábyrgð á stöðunni og hefur hann komið með EINHVERJAR RAUNHÆFAR hugmyndir um hvað má gera betur? Svariið er NEI.
Vissulega hefur FLokkurinn komið með hugmyndir en almennt eru þær útúr kú, lækka skatta en samt sleppa við að skera niður, láta peninga vaxa á trjánum eða eitthvað svoleiðis.
Gleymum heldur ekki að ENN ER HÁLFUR ÞINGFLOKKUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SAMANSETTUR ÚR HRUNVERJUM, KÚLULÁNAÞEGUM, STYRKÞEGUM, ÞJÓFUM OG SKATTSVIKURUM. Þessi flokkur hefur enga ábyrgð axlað og mun ekki gera það héðan af. þessi stjórn er engin óska eða draumastjórn - en ég held hún sé það illskásta sem möguleg er í stöðunni. Það er illa gert að ráðast sífellt á slökkviliðið, sérstaklega þegar brennuvargarnir gera það.
![]() |
Léttir almenningi ekki lífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)