Færsluflokkur: Bloggar
2.12.2011 | 16:55
Nú er þá engin kreppa?
![]() |
Fullt af peningum til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2011 | 21:43
Einhver nobody fer í fýlu og bloggnáhirðin fríkar út!
Kostuleg viðbrögð við þessari frétt hér á blogginu. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt á þennan ágæta mann minnst en mogganum finnst þetta stórkostleg frétt að einhver minimal skuli segja sig úr samfylkingunni! Hvað ætli margir hafi sagt sig úr hrunflokknum hinum bláa frá hruni? Reyndar ekki nógu margir en margir samt.
Hvað næst hjá LÍÚ tíðindum ? Lalli Jóns grásleppukarl segir sig úr samfylkingunni? --eða Jói rakari úr sjálfstæðisflokknum ? Nú svo fer bloggnáhirðin náttúrulega algjörlega úr límingunum við þessa stórfrétt. Jón Valur laumusjalli lætur sitt ekki vanta fremur en aðrir Dabbaaftaníossar.
![]() |
Segir sig úr Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2011 | 19:46
Var einhver að óska eftir þjónustu framsóknarflokksins ?
Ekki ég allavega. Þessi örflokkur sem sat alltof lengi við kjötkatlana aðstoðaði sjálfstæðisflokkinn við að skapa það ultra frjálshyggjuumhverfi sem síðar leiddi til hrunsins. Nú í dag bárust fréttir um bætt lánshæfismat Íslands og svo mikið er víst að það er ekki stjórnarandsstöðunni að þakka enda hefur hún gert allt til að þvælast fyrir björgunarstarfinu.
Undir stjórn Sigmundar Davíðs hefur framsókn færst til hægri ef eitthvað er og einnig í átt að einhverskonar þjóðernishyggju. Fánahilling framsóknarmanna á síðasta landsfundi minnti einna helst á fánahillingu nasista svo ógeðfelt var þetta atriði.
Þjónustu framsóknar- og sjálfstæðisflokks er ekki óskað í náinni framtíð takk fyrir - enda er hér allt á uppleið án þeirra.
![]() |
Framsóknarmenn viðbúnir kosningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2011 | 15:08
Tusku troðið upp í forystu FLokksins!
Forystumenn flokksins Bjarni Ben, náhirðin svo maður tali nú ekki um allt háhirðarsorpið hér á blogginu hafa vælt og skælt mánuðum saman að það verði að draga umsóknina til baka. Bjarni Ben þorir nú almennt ekki að taka ákvarðanir sem eru í andstöðu við skoðanir Hádegis-Móra svo hann hefur sótt málið hart og hamast á ríkisstjórninni.
Hvað gerist svo í dag? Nokkuð sem ég verð að viðurkenna að ég hefði aldrei trúað að gæti gerst. það reynist vera vitglóra í hinum almenna sjálfstæðismanni, landsfundurinn tróð tusku upp í forystuna og sagði hingað og ekki lengra!
Sennilega er þessi atkvæðagreiðsla stórsigur fyrir ríkisstjórnina!
![]() |
Felldu tillögu um að draga umsókn til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.11.2011 | 15:16
Vanhæfasti seðlabankastjóri allra tíma reitir af sér 5aurabrandara
Davíð getur verið fyndinn. Það er einn af fáum kostum þessa manns sem kostaði þjóðina minnst 500 milljarða á hrundögunum. Þegar Róm brann sat keisarinn á kojufylliríi i svítunni sinni og kom fram á svalir til þess að lesa ljóð fyrir þjónana sína...eða þannig.
Hirðin sem er á þessum landsfundi ætti að taka hrunið fullkomlega til sín með öllu. Þetta er liðið sem kaus til valda hvað eftir annað gjörspilltan hagsmunaklíkuflokk sem framkvæmdi efnahagslega kjarnorkuárás á Ísland, stal öllu steini léttar og skildi eftir gjörsviðna jörð.
Í umboði þessa skríls situr svo ennþá gjörspilltur þingflokkur FLokksins þar sem ægir saman kúlulánahyski, dæmdum þjófum, skattsvikurum og bröskurum frá Macau.
Að sjálfsögðu ræðst þessi glæpalýður af fullri hörku björgunarliðið, þá sem vinna við að hreinsa upp brunarústirnar eftir flokkinn. Þannig er þetta hyski, siðblint og sjálfumglatt. Þennan landsfund á að halda inni á Litla Hrauni.
Hirðin klappar fyrir kóngnum sínum sem kostaði þjóðina mörg hundruð milljarða, margfallt Icesave. Formaðurinn sem í félagi við glæpalýð ber ábyrgð á að margra milljarða bótasjóður Sjóvar hvarf skelfur af hræðslu við hrunkónginn, svo mjög að hann skiptir um skoðanir oft á dag til að þóknast herranum sínum.
![]() |
Þrennt bjargaði Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.11.2011 | 10:24
Dæmið mun snúast við- þjóðin vill bætt lífskjör
Náhirðin sem vældi svo ægilega yfir Icesave og linnti ekki látum fyrr en hún hafði platað forsetann til að setja málið í þjóðaratkvæði - þetta sama "lýðræðissinnaða" fólk vill alls ekki að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort hún vill bætt lífskjör til frambúðar eða ekki.
Matvæli mundu lækka um allt að 50%, vextir snarlækka, verðtryggingin væntalega heyra sögunni til- aðeins lítið brot af hagnaði þjóðarinnar við að ganga í ESB.
Niðurrifs- og afturhaldsöflin tuða mikið um sjávarútveginn og landbúnaðinn. Tökum þetta aðeins fyrir
Rök niðurrifssinna: Þjóðin missir yfirráð yfir sjávarútvegsauðlyndinni - hm, bíðum aðeins við, HEFUR ÞJÓÐIN YFIRRÁÐ YFIR ÞESSARI AUÐLYND ? Svarið er NEI- hún er í höndum 20 LÍÚ fjölskyldna SEM FÆRA MEIRAÐSEGJA HAGNAÐINN ÚT FYRIR LANDSTEINANA TIL AÐ ÞURFA EKKI AÐ BORGA SKATTA AF RÁNINU! Einmitt með inngöngu í ESB VÆRI HUGSANLEGA HÆGT AÐ SÆKJA ÞETTA ÞÝFI TIL BAKA!
Landbúnaðurinn getur ekki keppt við erlendan landbúnað- nú og sowhat? Ef hann getur það ekki afhverju Á ÞJÓÐIN ÞÁ AÐ BORGA MEÐ ÓARÐBÆRUM LANDBÚNAÐI OG SÆTTA SIG VIÐ AUKAÚTGJÖLD OG LÍFSKJARASKERÐINGU ÚTAF ÞVÍ? EIN ÁSTÆÐA ÓSKAST TAKK!
Vissulega ganga yfir erfiðir tímar í Evrópu núna, reyndar útum allan heim. ÖLL HAGKERFI Í HEIMINUM EIGA ERFITT UPPDRÁTTAR NÚNA. Evrópa, Evran og ESB mun vissulega retta úr kútnum innan fárra ára, hugsanlega þarf að losna við einhver oábyrg ríki úr ESB sem hafa ekkert þar að gera eins og Grikkland en eftir stendur bara sterkara ESB. Ég er þess fullviss að þegar þjóðin sér í gegnum áróður og lygar LÍÚ tíðinda, náhirðarinnar, bændaliðsins sem vildi helst ekk fá síma til landsins og heimsksýnar- þá er ég nokkuð viss um að hún velur leið bættra lífskjara sem er að sjálfsögðu að ganga í ESB.
![]() |
Mögulegt að ljúka ferlinu 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2011 | 18:59
Þetta er þakklætið frá Hönnu fúlu
Að sjálfsögðu getur hrokafullt snobbhænsnið ekki samglaðst borgarbúum yfir þessum frábæra árangri. það tók eflaust á að taka til eftir "stjórnun" sjálfstæðisflokksins á borginni. Ég set stjórnun i gæsalappir því aðkoma FLokksins verðskuldar varla það orð. Hanna fúla stakk mann og annan í bakið, púkkaði upp á geðsjúkling í borgarstjórastólinn til að halda völdum og þegar ljóst varð að það gekk ekki var skellt ríting í bakið á þeim sjúka. Svona vinnur Hanna Birna.
Nú varla þarf að tala um meðferð Hönnu og félaga á orkuveitunni. - sjálfstæðisflokkurinn slátraði því ágæta fyrirtæki og meinaði svo OR um nauðsynlega gjaldskrárhækkun. Þegar nýir valdhafar tóku við var OR í andarslitrunum eftir Hönnu Birnu og félaga og súpa borgarbúar því miður seyðið af því. Það er aðeins einn kostur við að Hanna fúla fari í landpolitíkina, við erum þá laus við hana úr borginni.
![]() |
Meirihlutann skortir sýn og stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2011 | 17:36
Ögmundur greinilega búinn að taka ákvörðun- en þorir ekki að opinbera hana
Það fer ekkert á milli mála að Ögmundur ætlar ekki að veita neina undanþágu og sá Kínverski getur gleymt þessu. Vandamálið fyrir Ömma er aðeins eitt: Hann gerir yfirleitt ekki neitt sem gæti skapað honum óvinsældir, maðurinn er skíthræddur við almenningsálitið eins og svo oft hefur komið í ljós. Hann passar sig á að vera í sumarfríi erlendis þegar mikilvægar atkvæðagreiðslur fara fram t.d. í Icesave ofl.
Þessvegna þorir Ömmi litli skræfa ekki að segja berum orðum NEI- hann ætlar sér að draga málið á langinn þar til Kínverjinn hættir við þetta því þá þarf skræfan ekki að taka ákvörðun.
Í annan stað er ég sammála Ömma litla í málinu. Kína er að herja á bágstaddar þjóðir útum allan heim með fjármagn að vopni. Þeir kaupa upp hafnir í Grikklandi, hótel á Spáni og námur í mörgum bágstöddum Afríkuríkjum. Nú svo er upplagt að komast bakdyramegin inn á klakann. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að einn Kínverji með fullar hendur fjár ætli sér að kaupa kalda eyðimörk á Íslandi til að reisa þar ferðamannastað fyrir milljarða? Nei- það er að sjálfsögðu fiskur undir steini og Kínverjar hugsa marga leiki fram í tímann þegar kemur að bisnes. Svo skildu menn hafa það hugfast að í Kína hreyfir sig enginn nema með vitund og vilja kommúnistaflokksins. Bisssnes og stjórnmál eru eitt og hið sama í Kína. Þar ræður ríkjum stjórn sem hikar ekki við að slátra eigin þegnum á torgum úti. Þetta lið hingað, nei takk kærlega!
Ömmi litli skræfa á að sýna að hann hafi pung og klára málið með stóru og eftirtektarverðu Nei-i en skræfur með músahjarta gera ekki slíkt og þannig er Ömmi litli.
![]() |
Olnbogar sig ekki áfram á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.11.2011 | 19:14
Stríð er alltaf lausn við efnahagskreppum
Vesturlönd glíma nú við alvarlegustu efnahagskreppu síðan í kreppunni miklu á 3ja og 4ja áratugnum. Hún var í raun ekki leyst fyrr en seinni heimstyrjöldin skall á. Undanfarinn áratug hafa Bandaríkin með reglulegu millibili stofnað til styrjalda í austurlöndum fjær eða í mið-austurlöndum, fyrst í Afganistan og nú síðast í Líbýu. þar sem þetta gekk fljótt og vel fyrir sig í Líbýu, að koma einum harðsjóra frá og deploya í staðinn ofbeldislýð sem er til í að afhenda vesturlöndum olíu á silfurfati, þá verður augljóslega að ráðast í næstu verkefni sem allra fyrst. Hermönnum hefur verið fækkað bæði í Afganistan og Írak og því alveg bráðnauðsynlegt að redda þessu liði vinnu.
Ísrael sem á haug af kjarnorkuvopnum sjálft, er mikið í mun að andstæðingar þeirra standi ekki jafnfætis þeim hernaðarlega eins og sést þegar þeir líta á rakettur Palestínumanna sem gereyðingarvopn. Reyndar er alls ósannað að Íranar hafa nokkurn áhuga á að eignast kjarnorkuvopn en með brjálæðingana í Ísrael sifellt hótandi og ógnandi nágrönnum sínum þá væri það svosem ekkert undarlegt.
Framhaldið er í raun algjörlega fyrirsjáanlegt. Vesturlönd munu ljúga upp ástæðu til að ráðast á Íran, koma þar á leppstjórn líkt og í Írak og Líbýu sem afhendir þeim auðlyndir landsins á silfurfati. Íran hefur engan hernaðarlegan styrk til að standast slíka árás. Nokkrum árum síðar þarf svo að finna nýja óvini, hvort það verði Sýrland eða Saudi Arabia verður tíminn að leiða í ljós.
Vesturlönd eiga við alvarlegan tilvistarvanda að etja nú, kreppan verður ekki leyst, ekki einu sinni með því að stofna til minnihátta styrjalda í mið-austurlöndum. Áhrif Bandarikjanna fara þverrandi í heiminum. Bandaríkin ráðast nú á hvert það ríki sem vogar sér að nefna þann möguleika að hætta olíuviðskiptum í dollurum. Þetta gerðu stjórnir bæði Íraks og Líbýu áður en ráðist var á löndin
Rússar og Kínverjar bíða færis. Þessi ríki vita að Vesturlönd með Bandaríkin í fararbroddi eru að grafa sér gröf. Þolinmæði Kínverja og þrautseigja Rússa mun leiða til þess að Vesturlönd brotna upp innanfrá innan áratugs eða svo. Ekki er víst að það gangi átakalaust fyrir sig.
![]() |
Undirbúa stríð gegn Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2011 | 12:25
Bændurnir hirða peninga fyrir veiðileyfin en nenna ekki týna upp gaddavírinn
Það kostar einhverja tugi þúsunda að skjóta hreindýr og veit ég ekki betur en að það renni amk. að nokkru leyti til umræddra bænda. Þeir ættu því að drattast til að þrífa eftir sig en það er náttúrulega til of mikils mælst að þessir delar hreyfi sig án þess að fá sérstaklega borgað fyrir það.
Svo er náttúrulega tvískinnungur í því að taka gaddavírinn til þess eins að halda lífi í dýrunum í nokkrar vikur í viðbót - áðurn en drápsóðum byssulýð er hleypt á svæðið.
![]() |
Hreinsa hættulegan gaddavír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)