Einhver nobody fer í fýlu og bloggnáhirðin fríkar út!

Kostuleg viðbrögð við þessari frétt hér á blogginu.  Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt á þennan ágæta mann minnst en mogganum finnst þetta stórkostleg frétt að einhver minimal skuli segja sig úr samfylkingunni!  Hvað ætli margir hafi sagt sig úr hrunflokknum hinum bláa frá hruni?  Reyndar ekki nógu margir en margir samt.

Hvað næst hjá LÍÚ tíðindum ?  Lalli Jóns grásleppukarl segir sig úr samfylkingunni? --eða Jói rakari úr sjálfstæðisflokknum ?  Nú svo fer bloggnáhirðin náttúrulega algjörlega úr límingunum við þessa stórfrétt.  Jón Valur laumusjalli lætur sitt ekki vanta fremur en aðrir Dabbaaftaníossar.


mbl.is Segir sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þó að þú þekkir e.t.v. ekki framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi, þá er ekki þar með sagt að hann sé "bara nobody".

Þegar ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum var fjallað um það á Stöð 2.

Samt er ég líklega meira nobody en Bensi.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2011 kl. 23:07

2 identicon

Hann Benedikt er þekktur Samfylkingar maður sem hefur oft komið fram í fjölmiðlum, meðal annars í Silfri Egils.  Hann er mælskur og málefnalegur og hefur ákveðnar hugmyndir um réttlæti til handa skuldugum fjölskyldum sem hafa farið illa út úr hruninu vegna glórulausra hækkana á höfuðstól íbúðalána.  Þótt þú vitir ekki hver hann er, þá þýðir það ekki að hann sé einhver "nóbodý".  Það er nefnilega fréttnæmt þegar fólk sem hefur verið í framboði fyrir fjórflokkinn segir skilið við þá.

Margrét S (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband