Var einhver að óska eftir þjónustu framsóknarflokksins ?

Ekki ég allavega.  Þessi örflokkur sem sat alltof lengi við kjötkatlana aðstoðaði sjálfstæðisflokkinn við að skapa það ultra frjálshyggjuumhverfi sem síðar leiddi til hrunsins.  Nú í dag bárust fréttir um bætt lánshæfismat Íslands og svo mikið er víst að það er ekki stjórnarandsstöðunni að þakka enda hefur hún gert allt til að þvælast fyrir björgunarstarfinu.

Undir stjórn Sigmundar Davíðs hefur framsókn færst til hægri ef eitthvað er og einnig í átt að einhverskonar þjóðernishyggju.  Fánahilling framsóknarmanna á síðasta landsfundi minnti einna helst á fánahillingu nasista svo ógeðfelt var þetta atriði.

Þjónustu framsóknar- og sjálfstæðisflokks er ekki óskað í náinni framtíð takk fyrir - enda er hér allt á uppleið án þeirra.


mbl.is Framsóknarmenn viðbúnir kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óskar. Viltu norrænu "velferðarstjórnina" áfram? Ert þú einn af þeim sem trúir lánshæfis-mats-lygurunum, sem blekktu Íslendinga til að offjárfesta fyrir síðustu kreppu, og ætla að endurtaka leikinn núna, fyrir næstu kreppu, sem er í burðarlið bankanna?

Við þurfum ekki pólitíska flokka á Íslandi núna, heldur fólk sem er treystandi fyrir næsta horn í það minnsta, til að gæta hagsmuna almennings! Sérhagsmuna-stjórnvöld eru ekki líkleg til árangurs fyrir heildina, og síst af öllu Baugs-erindrekarnir á alþingi. Þeir eru að stórum hluta til í Samfylkingunni, og svo slæðast svikul og skemmd epli víðar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband