Færsluflokkur: Bloggar
3.1.2012 | 10:04
Lýðskrumaraflokkurinn?
Fáir stjórnmálamenn komast með tærnar þar sem Lilja hefur hælana í lýðskrumi. Hún var komin í stjórnarandstöðu daginn sem stjórnin var mynduð og byrjuð að rífa niður allt í kringum sig. Hún vildi ekki AGS inn í landið, ég býð ekki í ástandið í dag ef við hefðum ekki notfært okkur aðstoð AGS. Hvað sem menn kunna að segja um AGS þá er það staðreynd sem engum dylst að hjálpin var ómetanleg og við værum sennilega komin aftur í svartar miðaldir efnahagslega án aðkomum AGS.
Lilja var fljót, eins og lýðskrumara er háttur, að taka afstöðu gegn öllum nauðsynlegum en óvinsælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hinir lýðskrumararnir í stjórnarandsöðunni.
Ekki kæmi mér á óvart að lýðskrumarar landsins sameinist í þessum flokki t.d. Heimsksýn og Indefence sem reyndar virðist horfið af yfirborði jarðar eftir að hafa platað þjóðina til að neita sanngjörnum samningi til að leysa Icesave með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á en verða varla góðar.
Lilja gat aldrei bent á eina einustu leið útúr kreppunni enda kvótaerfinginn frá Grundarfirði lítið annað en laumusjalli þó með öfugum formerkjum því hún vill ganga enn lengra en vinstri flokkarnir í skattheimtu, eins og þjóðin þoli það!
Að sjálfsögðu vill Lilja eins og annað torfkofafólk helst engin samskipti eða viðskipti við aðrar þjóðir enda útlendingar upp til hópa skrælingjar og þjófar sem stunda það sér til skemmtunar að níðast á Íslendingum. Mig hlakkar til að sjá stefnu hins nýja flokks, fyrir hvað hann stendur því svo mikið er víst að ekki nokkur maður áttar sig á fyrir hvað Lilja stendur. Hún talar alltaf um hvað almenningur á bágt en vill ekkert gera fyrir almenning- nema hækka skattana! Ekki minnist ég þess að hafa heyrt minnst á hugmyndir að atvinnuuppbyggingu frá henni.
![]() |
Nýtt framboð að verða til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2011 | 13:01
Hvenær ætlar Guðfríður Lilja að ákveða hvort hún er í stjórn eða stjórnarandstöðu?
Þessi grundvallarspurning virðist þvælast ákaflega mikið fyrir ákveðnum þingmönnum i VG. Það er nú þannig í stjórnarsamstarfi að það þarf að sameinast um málefni og báðir flokkar verða að gefa eitthvað eftir af sínum prinsippum til að samstarfið gangi upp. Guðfríður er einn af þessum VG liðum sem er með ESB á heilanum og skilur ekki að á endanum er það þjóðin sem ákveður hvort við göngum þar inn eða ekki. Jón Bjarnason var algjörlega óhæfur ráðherra, það var allri þjóðinni ljóst fyrir löngu síðan.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Íslensku þjóðina að þessi ríkisstjórn haldi völdum. Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum hleypa glæpasamtökunum sjálfstæðis- og framsóknarflokki aftur til valda. Stór hluti þingmanna sjálfstæðisflokksins eru í raun glæpalýður, þarna eru dæmdir þjófar, kúlulánapakk, hrunverjar af öllum stærðum og gerðum. Við vitum nákvæmlega hvað tekur við ef þetta hyski kemst aftur til valda, þá heldur áfram ránið á auðlindum landsins, einkavinavæðing og viðbjóður. Þessi rikisstjórn er engin draumastjórn en því miður er ekkert betra í boði.
![]() |
Mér finnst þetta rangt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2011 | 02:08
Gjörsamlega vanhæfur ráðherra látinn fjúka, alltof seint.
![]() |
Látinn víkja vegna ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2011 | 14:09
Hvað er vændi?
![]() |
Anna Mjöll óskar eftir skilnaði |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.12.2011 | 18:42
29 milljarðar til að verjast rakettum
![]() |
Bandaríkin styrkja eldflaugavarnakerfi Ísraels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.12.2011 | 02:08
Litaður en samt litlaus forseti
Obama er einhver litlausasti forseti sem Bandaríkin hafa átt, þó hann sé blökkumaður. Það liggur við að maður sakni Bush. Þó hann hafi verið algjör asni þá var hann karakter, það er ekki hægt að segja það um Obama, manngreyið algjörlega karakterlaus. Ræðurnar hans eru allar eins. Svipurinn alltaf eins- hann vantar allan ferskleika og alla persónutöfra.
Samt er það nú þannig að maður vona að hann vinni næstu kosningar því mótframbjóðendurnir eru nú ekki beinlínis traustvekjandi lið. Af 8 repúblikönum í forvalinu eru 6 sem afneita þróunarkenningunni! Það væri grafalvarlegt mál að fá vitfirring og trúarnöttara eins og Michelle Backman í forsetastól, þá væri samdægurs úti um heimsfriðinn. Hinir eru lítt skárri en þó helst að Romney sé með eitthvað annað en kókosmjöl á milli eyrnanna.
![]() |
Fáir ánægðir með Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2011 | 17:59
Ég mæli með því að advice haldi kjafti núna
![]() |
Össur gæti ekki hagsmuna Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
18.12.2011 | 13:15
Kúlulánadrottningin lifir allt af - líka kosningar
Því miður hefur ákveðinn hluti þjóðarinnar sannkallað húsfluguminni. Þetta fólk virðist ekki muna fyrir horn, hvað þá lengra. Gjörspilltur þingflokkur sjálfstæðisflokksins nýtur þess enda sitja á þingi fyrir flokkinn kúlulánaþegar, vafningar, dæmdur þjófur, styrkþegar og skattsvikarar svona svo einhver dæmi séu nefnd um "gæðin" í þingflokki sjálfstæðismanna.
Það er auðvitað engu um að kenna nema ákveðnum kjósendum. Þessir kjósendur afneita algjörlega ábyrgð FLokksins á hruninu eins og Davíð og kenna bara gráhærðu gellunni um það ásamt flestu öðru sem aflaga fer.
Staðreyndirnar eru nú samt einfaldlega þær að sjálfstæðisflokkurinn framkvæmdi efnahagslega kjarnorkuárás á þjóðina. Honum var réttilega bolað frá völdum og síðustu ár hafa farið í sársaukafullt björgunarstarf. Allan þann tíma hefur sjálfstæðisflokkurinn þvælst fyrir í einu og öllu- gert allt sem í hans valdi stendur til að leggja steina og heilu björgin í götu ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar á leið útúr kreppunni.
Kúlulánadrottningin kann ekki að skammast sín. Það er mikil skömm að því að þetta gjörspillta siðlausa kvendi skuli sitja á Alþingi.
![]() |
Lifa allt af nema kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2011 | 10:16
Takk heykvíslahjörð
Þakka ber heykvíslahjörðinni sem plataði þjóðina til að fella síðasta icesave samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir þessa niðurstöðu. Hún mun nefnilega kosta þjóðina miklu meira en samningurinn hefði kostað.
Ætlar heykvíslahjörðin að taka upp veskið og borga skaðann sem hún hefur valdið þjóðinni? nei, ætil það,- það er ekki eðli þessara manna að svo mikið sem viðurkenna mistök. En dýr er þjóðernisremban orðin....
![]() |
ESA stefnir Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
7.12.2011 | 19:57
Stórsigur ríkisstjórnarinnar
Náhirðarbloggarar eru þögulir sem gröfin núna enda svo gott sem búið að moka yfir kreppuna sem sjálfstæðisflokkurinn skellti yfir þjóðina.
Hvergi á Vesturlöndum mælist annar eins hagvöxtur um þessar mundir heldur en á Íslandi. Að vísu þykir mogganum það ekki fréttnæmt og við því var svosem ekki að búast af LÍÚ tíðindum.
Atvinnuleysi er á undanhaldi og lífskjör þjóðarinnar eru að batna ÞRÁTT FYRIR niðurrifshjal stjórnarandstöðunnar. Þjóðin verslar sem aldrei fyrr fyrir jólin- brjálað að gera segja kaupmenn.
En uss, ekki segja Bjarna Ben og Sigmundi frá, þeir gætu farið í fýlu :)
![]() |
Fjárlög samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)