Villimenn

Þó Gaddafi hafi ekki verið neinn engill þá er ljóst að þessir svokölluðu "herir" uppreisnarmanna samanstanda af ofbeldislýð og villimönnum.  Þetta lá fyrir löngu áður en atburðirnir urði í gær.  Þeir hafa stundað skipulögð fjölamorð og pyntingar á andstæðingum sínum.  Það er reginhneyksli að vesturlönd séu að veita þessum villimönnum hernaðarlegan stuðning.  Það er ekki nokkur minnsta von til þess að almennir borgarar í Líbýu eigi eftir að hafa það betra undir stjórn þessa skríls heldur en undir stjórn Gaddafis.  Þessi aftaka, forleikurinn og eftirleikurinn í gær var hreinn og beinn viðbjóður og skiptir þá engu hvert er fórnarlambið.  Það má ætla að allir þeir sem lenda i höndunum á þessum villimönnum fái svipaða meðferð, sekir eða saklausir.
mbl.is Dauði Gaddafis verði rannsakaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ofbeldislýður og villimenn segir bloggari sem er auðvitað þaulkunnugur öllu í Líbíu. Hvað heita þeir?

corvus corax, 21.10.2011 kl. 13:05

2 Smámynd: Óskar

Mér dugar að sjá það sem sýnt hefur verið í sjónvarpi af þessum skríl til að mynda mér skoðanir.  Að auki hefur margkomið fram í fréttum að uppreisnarmenn taka menn umvörpum af lífi án dóms og laga og pynta þá.  Svona haga sér bara villimenn, jafnvel þó það sé stríð í landinu.

Óskar, 21.10.2011 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband