Færsluflokkur: Bloggar
28.5.2010 | 19:17
Hanna Birna í sérframboði ? Sjálfstæðisflokkurinn ósýnilegur!
Það er farið að vera áberandi í kosningabaráttunni, sérstaklega allra síðustu daga, að sjálfstæðisflokkurinn virðist horfinn og engu líkara en að hann sé ekki lengur í framboði! Allar auglýsingar frá flokknum eru í formi flennistórrar myndar af Hönnu Birnu, aðrir frambjóðendur sjást ekki og ekkert á þá minnst.
Auðvitað er þetta meðvituð ákvörðun pr manna sjálfstæðisflokksins. Hanna er langvinsælust frambjóðenda flokksins enda sloppið ótrúlega vel við óþægilegar spurningar eins og um Rei málið, 3 milljónir í styrki og fleira smotterí. Gísli Marteinn þarf ekki að svara einni einustu spurningu um 10 milljóna króna styrki til hans.
Þá mun hafa borist bréf til allra kvenna í Reykjavík þar sem Hanna Birna biðlar til þeirra. Í þessu bréfi er ekki minnst einu einasta orði á sjálfstæðisflokkinn enda greinilegt að Hanna Birna álítur að kynsystur hennar í Reykjavík séu fávitar og haldi að hún sé ein í framboði fyrir D listann.
Besti flokkurinn mun vinna mikinn kosningasigur en ég er þó á því að hann verði ekki eins stór og kannanir benda til núna. Margir eru óákveðnir og reynslan sýnir að þeir óákveðnu skipti sér yfirleitt á vinstri flokkana að lokum. Nú er það hinsvegar að gerast að VG er með gjörsamlega handónýtan oddvita, öfgafemínista sem er svona á mörkunum að gangi heil til skógar og fylgið hefur hrunið af flokknum. Besti flokkurinn er að njóta þess, ég veit að nánast allir karlmenn sem áður hafa kosið VG eru nú landlausir og kjósa besta flokkinn eða Samfylkingu.
![]() |
Besti flokkurinn með 6 fulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2010 | 23:34
Mun sjálfstæðisflokkurinn moka út hjá sér ?
Gísli Marteinn Baldursson---- 10.367.000 og nám á kostnað skattborgara
Hanna Birna -------- 3,425,000
Júlíus Vífill--------ekki gefið upp
Kjartann Magnusson-------- ekki gefið upp
Þorbjörg Helga---------ekki gefið upp
Jórun Frímanns-----------2,029,446.
Virðingarvert og rökrétt af Steinunni að segja af sér en vonandi refsa kjósendur sjálfstæðisflokknum nú ærlega fyrir að taka ekki til í sínum röðum, flokknum sem ber 99% ábyrgð á einu svakalegasta efnahagshruni sem ein þjóð hefur orðið að þola á svo stuttum tíma.
![]() |
Eftirsjá af Steinunni Valdísi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 18:24
Íslensk lög og hefðir gilda ekki í Evrópu
Þó Bjarni Ben haldi að Ísland sé nafni alheimsins og að Íslenskir aðilar geti rænt og ruplað útum allan heim án þess að það hafi afleiðingar þá er það bara ekki svo. Þessi fyrirsögn er útaf fyrir sig súrrealísk, hvern andskotann kemur Evrópu við hvaða lagahefðir gilda á Íslandi þegar um er að ræða alþjóðamál ?
Málið er að nú er að koma í ljós hvaða skaða Indefence , stjórnarandstaðan og forsetinn hafa valdið þjóðinni með því að tefja Icesave málið út í hið óendanlega. Þessir aðilar fullyrtu að dómstólaleiðin yrði góð fyrir Ísland, flestir með eitthvað á millii eyrnanna gerðu sér þó grein fyrir því að í þessu máli er Ísland svo að segja algjörlega einangrað. Neyðarlögin þar sem kveðið var á um að reikningar í innlendum lánastofnunum skildu tryggðir en ekki í útibúum þeirra erlendis eru auðvitað á svig við allt sem eðlilegt getur talist. Þarna var málstað okkar algjörlega fórnað með gjörsamlega fáránlegri lagasetningu.
Jafnframt öskruðu þessir aðilar á að samningsstaðan yrði svo miklu betri eftr þjóðaratkvæðagreiðsluna! Já bíddu við, hvar er þessi frábæra samningsstaða okkar núna ? Hún er nefnilega svo góð að viðsemjendur okkar neita að setjast að samningaborði! Það er að sannast sem réttilega var haldið fram að fyrir Breta og Hollendinga skiptir þetta mál í raun engu máli nema að þeir halda eðlilega í það prinsipp að láta ekki glæpastofnun ræna þegna sína þegjandi og hljóðalaust. Fyrir Ísland skiptir það hinsvegar öllu að leysa þetta mál. Það hefur ekkert breyst þó lítið hafi farið fyrir Icesave umræðum allra síðustu vikur.
![]() |
Álitið gegn lagahefð á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.5.2010 | 18:48
Hvað með það ? Íslendingar gerðu það sjálfir!
Okkar eigin bankar voru svo óforskammaðir að taka stöðu gegn krónunni og fella hana viljandi eftir að hafa veitt tugi eða hundruð milljarða í gengislán til almennings og fyrirtækja. Þessir landráðamenn eru ennþá flestir í sínum störfum í bönkum sem skiptu um kennitölu.
Ég sé ekki tilganginn með þessari frétt nema verið sé að gera Norðmenn tortryggilega. Þeir eru bara ekki valdir að hruninu hér svo það sé alveg á hreinu.
![]() |
Tók stöðu gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2010 | 19:01
Spillingu og aumingjaskap mokað út
Fólk er búið að fá nóg af spilltum pólitíkusum sem svíkja öll loforð um leið og kosningar eru afstaðnar. Ég er nokkuð viss um að í raun er verið að refsa pólitíkusum í Reykjavík fyrir landspólitíkusa en því miður eru ekki Alþingiskosningar á næstunni. það þarf svo sannarlega að moka útúr múrsteinskofanum við Austurvöll.
Fólk er búið að fá nóg af aðgerðarleysi. Það er um 10% atvinnuleysi í Reykjavík og núverandi borgarmeirihluti hefur gert nákvæmlega ekki neitt til að laga ástandið. Fólk treystir greinilega ekki VG og Samfylkingu til að bæta þar úr enda eru þessir flokkar í ríkisstjórn þar sem flest er látið reka á reiðanum- atvinnumálin í henglum og ekkert gerist í lánamálum heimilanna sem fara á hausinn í þúsundatali.
Fólk er búið af á nóg, það vill algjöra hreinsnu, moka út spillingu og aumingjaskap. Að fá grínista til valda hreinlega getur ekki verið verra en þetta sorglega lið sem er á launum hjá borgarbúum við að gera ekki neitt,, stunda nám Edinborg á okkar kostnað og fleira í þeim dúr. Stjórnarandstaðan í borginni er hlægileg, Dagur blaðrar um meiri kraft í atvinnulífið en sleppir því að tala um hvernig hann ætlar að fara að því. Sóley T. er í raun öfgafemínist sem hatar hálft mannkynið og hélt að það væri alveg hræðilegt að eignast dreng. Þessi manneskja á að vera á stofnun en ekki í stjórnmálum. Svo eru menn hissa á að Jón G. mali kosningarnar, ekki ég!
![]() |
Besti flokkurinn með 8 fulltrúa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2010 | 00:09
Nei ekki alveg - Katla er enn til friðs!
Talandi um að svörtustu spár hafi ræst þá er það nú ekki svo. Forseti vor sagði það ekki spurning hvort heldur hvenær Katla mundi fara af stað og mátti á honum skilja að það yrðu miklu meiri hamfarir en við sjáum nú.
Velti þessu fyrir mér inn á eldgos.is og þar er minnst á þessa frábæru grein í examiner.com - Ég er nú ekki viss um að Katla mundi valda mikið meiri hamförum en við höfum þegar séð í Eyjafjallajökli, vissulega meira hlaupi en ekki endilega öflugra eða lengra gosi.
![]() |
Svörtustu spárnar hafa ræst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 13:25
Loksins útskýring á dularfullum skjálftum
Ég er búinn að bíða eftir því í 2-3 sólarhringa að fræðingarnir útksýri þessa djúpu skjálfta sem hófust á sunnudagskvöld. Þá voru þeir á um 20 km dýpi sem er óvenjudjúpt fyrir jarðskjálfta undir megineldstöðvum og ég hef getið þess til bæði hér á blogginu og á ELDGOS.IS að aukið magn kviku væri á leiðinni.
En hvað þýðir þetta ? Jú, í gærkvöldi voru þessir skjálftar á um 12-14 km dýpi og í morgun voru þeir á um 5-8 km dýpi. Það má því vænta þess að í kvöld eða nótt herði talsvert á gosinu og jafnvel má búast við því að þessi kvika leiti upp annarsstaðar undir fjallinu þó líklegast sé að hún fari í fyrirfram mótaðan farveg.
Það er erfitt að áætla hve mikið magn er um að ræða nema etv. lesa úr GPS mælum. Þar koma fram nokkrar afgerandi færslur í dag sem benda til þess að um talsvert magn gæti verið að ræða.
Ég mæli því með þvi að menn búi sig undir mun kröftugra gos næsta sólarhringinn. ELDGOS.IS
![]() |
Nýtt kvikuskot undir jöklinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 23:47
Eyjafjallajökull rétt að byrja ?
Nú er þetta gos að verða þriggja vikna gamalt en öflugt sem aldrei fyrr. Síðustu tvo sólarhringa hefur gosið verið kröftugt, mikil öskuframleiðsla og hraunrennsli. En það sem vekur athygli eru jarðskjálftahrinur sem virðast eiga upptök sín á allt að 20 km. dýpi. Jarðfræðingar hafa ekki getað skýrt þetta með viðeigandi hætti frekar en ýmislegt annað sem viðkemur þessu gosi.
Líklegasta skýringin er sú að meira magn kviku sé að brjóta sér leið upp en áður sem aftur skilar sér í enn öflugra gosi. Það er frekar óvenjulegt að kvika komi svo djúpt að eins og hér er að gerast, nánast úr möttlinum. Þegar gos eru með þessum hætti þá hafa þau tilhneygingu til að vera löng samanber Surtseyjargosið en gosefnin úr því þykja einmitt mjög svipuð þeim sem nú eru að koma upp. Við skulum rétt vona að þetta gos standi ekki í 4 ár eins og Surtseyjargosið. Meira hér ELDGOS.IS
Myndin hér að neðan er tekin úr vefmyndavél Mílu rétt áðan og sýnir vel bjarmann frá hrauninu sem er að brjóta sér leið niður Gígjökul.
![]() |
Kolsvartur mökkur frá gosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 14:54
Gosið að aukast ? Gæti staðið mánuðum saman
Reyndar árum saman ef út í það er farið. Rökin fyrir því eru þau að gosefnin koma djúpt að en ekki úr kvikuhólfi eins og oftast er undir megineldstöðvum. Eyjafjallajökull hefur ekkert kvikuhólf. Hinsvegar er talið að "súr vasi" hafi leynst undir toppgígnum og í upphafi gossins hafi basaltskot stuggað við þessum vasa og hann hafi smámsaman tæmst í gosinu. Ef þessi kenning er rétt þá ættu gosefnin líka smámsaman að vera að breytast úr andesíti í basalt því andesítið hefur orðið til vegna blöndunar basalts og líparíts sem var í þessum súra vasa. Sá vasi hefur sennilega verið leyfar af gosefnum síðan í gosi á svipuðum slóðum árið 920, kristallast og orðið súr með tímanum.
En hvað þýðir þetta ? Jú, gos sem eru með þessum hætti þ.e. að gosefnin koma djúpt að, nánast úr möttlinum hafa tilhneigingu til að standa mánuðum eða jafnvel árum saman. Síðasta gos í Eyjafjallajökli stóð t.d. í vel á annað ár. Surtseyjargosið var með svipuðu sniði, það stóð í 4 ár. Það er með öðrum orðum sístreymi kviku djúpt að en í eldstöðvum með kvikuhólfi þá streymir þessi kvika í kvikuhólfið sem smám saman fylllist og kemur svo upp oftast í styttri en öflugum gosum. Fróðleikur um Íslenskar eldstöðvar: eldgos.is
![]() |
Hraun rennur til norðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 17:46
Skammarleg réttarhöld - Skammarleg framganga lögreglu
![]() |
Þinghald undir lögreglustjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)