Færsluflokkur: Bloggar
2.8.2010 | 08:07
34 landráðamenn
Sé þessi frétt sönn þá er augljóst að á Alþingi Íslendinga sitja 34 landráðamenn. Stjórnarandstaðan, ekkert kemur á óvart úr þeirri átt. þetta fólk allt saman hefur þvælst fyrir björgunaraðgerðum alveg frá því hrunið varð.
Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin verði að forðast að þurfa að endurfjármagna bankana. já Bjarni hókus pókus, hvernig í andskotanum á ríkisstjórnin að fara að því ? Hræsnara og aumingjar eru þau orð sem ég vil hafa um þessa 34 þingmenn, SÉRSTAKLEGA ÞÁ SEM ERU Í VG OG HAFA GERT ALLT TIL AÐ EYÐILEGGJA STJÓRNARSAMSTARFIÐ. Einhver líkti þeim við ketti, ég hef átt og umgengist ketti og fullyrði að hver einasti þeirra geislar af vitsmunum í samanburði við mannvitsbrekkurnar í "órólegu" deildinni í VG. Það er móðgun við ketti að líkja þessum bjöllusauðum við þau ágætu dýr.
![]() |
Styðja ekki björgun bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.6.2010 | 11:18
Hvatt til lögbrota
Þessi algjörlega fordæmalausa yfirlýsing seðlabanka og FME er sennilega það allra heimskulegasta sem hér hefur sést í kjölrfar hrunsins. Það er verið að kvetja til lögbrota með því að beina því til fjármálafyrirtækja að hunsa dóm Hæstaréttar. Þetta eiga Íslendingar ekki að láta bjóða sér. Dómur er fallinn og hann getur ekkert orðið skýrari.
Nú væla þessir aðilar og fjármálafyrirtækin um sátt, réttlæti og sanngirni. Ég spyr: HVER TALAÐI UM SÁTT, RÉTTLÆTI OG SANNGIRNI ÞEGAR LÁNIN STÖKKBREYTTUST UM 120% OG FORSVARSMENN ÞESSARA GLÆPAFYRIRTÆKJA RIFU ALEIGUNA AF FÓLKI, HENTU ÞVÍ ÚT Á GÖTU OG NIÐURLÆGÐU ÞAÐ ? HVAR VAR RÍKISSTJÓRNIN, SEÐLABANKINN OG FME ÞÁ ?
NEI, HINGAÐ OG EKKI LENGRA. EF ÞESSIR MENN ÆTLA AÐ HVETJA TIL LÖGBROTA, ÞÁ GERI ÉG ÞAÐ LÍKA. MÓTMÆLUM OG EF EKKI VILL BETUR, HENDUM ÞÁ ÞESSU RUSLI ÚTÚR SEÐLABANKANUM OG FME, ÞAÐ ERU JÚ VIÐ SEM BORGUM ÞEIM LAUN.
![]() |
Í þágu almannahagsmuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2010 | 07:57
Þetta flugfélag er að skíta á sig
Skrapp á dögunum til Portúgal með Úrval útsýn - Iceland Express.
Hér fylgir afrit af skjali sem ég lét ferðaskrifstofuna fá eftir ferðina. Ekkert hefur heyrst frá þeim enda geri ég fastlega ráð fyrir því að þeir hendi öllum kvörtunarbréfum í ruslið, við erum jú bara venjulegir Íslendingar sem er allt í lagi að níðast á.
Útleið:
· Tilkynnt degi fyrir brottför að millilent yrði í Alecante á heimleið og töf þ.a.l. hámark 2 klst. Lending hefði átt að vera um miðnætti en teftst nú um 2 klst. sem er mjög vont uppá að vera sóttur á flugvöllinn, og einnig vont fyrir þá sem eiga að mæta í vinnu daginn eftir.
· Á brottfarardag voru ítrekaðar tafir á brottför, vélin átti að fara 16 15 en fór í loftið um kl 20, m.a. talið vitlaust í vélina, flugfreyjuskipti ofl.
· Lent um kl. 0200 um nótt og kvöldið því ónýtt.
· Allt sem boðið var upp á var 1000 kr. inneign í fríhöfninni sem tilkynnt var um rétt fyrir brottför og því erfitt að nýta sér.
Heimleið:
· Fólk rekið útaf hóteli kl 1100 á brottfarardag þrátt fyrir yfirvofandi seinkun.
· Fararstjóri gerði takmarkaðar tilraunir til að reyna að halda herbergjum lengur og taldi þetta ekki mikil óþægindi fyrir farþega!
· Flugi ítrekað seinkað, tilkynnt með boðsendingu í síma og svo skrifað í möppu sem var á hóteli en ekki talað beint við farþega af fyrra bragði. Ekki stóð til að láta vita af síðustu seinkunum, heldur átti að keyra fólk útá völl og láta það bíða þar þó flestallt væri lokað í flugstöðinni.
· Vélin fór í loftið 00 30, 4 og hálfum tíma á eftir áætlun.
· Í Alecante þurfti að bíða í 3 tíma í hitasvækju og loftleysi í þröngri vélinni vegna þess að aðili sem átti að setja eldstneyti á vélina var farinn heim að sofa! Fólk fékk ekki að fara úr vélinni.
· Lent í Keflavík laust fyrir kl.8 um morguninn, 8 tímum á eftir áætlun sem kom sér mjög illa fyrir flesta farþega.
Fararstjórn
· Engin skipulögð dagskrá til að koma hópnum saman nema 17.júní en það var tilkynnt með of skömmum fyrirvara.
· Fararstjóri baðst ítrekað afsökunar á óþægindum en engu að síður var ekkert boðið í staðinn fyrir óþægindin. Fararstjóri kenndi Iceland Express ítrekað um vandræðin en það tel ég ekki koma málinu við því ég kaupi ferðina af Úrval Útsýn en ekki I.E.
![]() |
Varð fyrir eldingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.6.2010 | 23:20
Fyrir Birgi Ármannsson: Hér er aðdragandi Icesave
1. Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks gerir með sér helmingaskiptasamning sem í grófum dráttum þýðir að einkavæðing ríkisbanka skiptist jafnt á milli flokkanna, íhaldið fær að ráðstafa Landsbankanum að eigin vild og framsókn í staðinn Búnaðarbankanum/ Kaupþing.
2. Sjálfstæðisflokkurinn selur mönnum sem högnuðust á bruggframleiðslu í Rússlandi Landsbankann fyrir klink. Þessir menn höfðu á sér mjög vafasamt orðspor en það virðist ekki hafa skipt Davíð Oddsson leiðtoga sjálfstæðisflokksins á þeim tíma nokkru máli.
3. Landsbankinn stofnar Icesave netreikningana með óeðlilega háum innlánsvöxtum. Þáverandi ríkisstjórn, seðlabanki og fjármálaeftirlitið áttu að sjá til þess að farið væri að lögum og reglum, t.d. að innistæðutryggingasjóðurinn gæti bakkað bankann upp ef illa færi. Þessir aðilar brugðust.
4. Landsbankinn fer á hausinn haustið 2008 og Icesave verður strax milliríkjadeila. Árni Matthiessen fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins undirritar minnisblað þar sem kveðið er á að Icesave verði greitt og miðað við 7,3% vexti og byrjað að borga strax!
5. Ríkisstjórnarskipti í upphafi árs 2009 og ný ríkisstjórn tekur við þessari glæsilegu arleifð sjálfstæðisflokksins. Sá sami flokkur gerir nákvæmlega allt til að torvelda lausn þessa máls.
Já Birgir, þannig var nú það.
![]() |
Svörin gefa villandi mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2010 | 13:08
Burt með Gylfa strax
Þetta er víst sami Gylfi og sá sem þrumaði yfir lýðnum á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni og talaði um réttlæti. Þetta er bara alveg eins og í animal farm, uppreisnarleiðtoginn varð eins og fyrirrennarar hans.
Gylfi hefur nú endanlega tekið sér stöðu með auðvaldsöflunum gegn almenningi. Hann er uppvís að lygum. Bankarnir hafa viðurkennt að þeir þola vel hæstarréttardóminn EN GYLFI MÁ EKKI TIL ÞESS HUGSA AÐ ALMENNINGUR SJÁI NEITT RÉTTLÆTI Í KJÖLFAR HRUNSINS. Gylfa fannst í fínu lagi að almenningur borgaði stökkbreytt gengislán upp í botn. Þá talaði enginn um réttlæti eða sátt. Það mátti kvelja almenning sem þegar hefur tekið á sig allar birðar hrunsins.
Þessi ríkisstjórn er að valda mér gífurlegum vonbrigðum. Hún er algjörlega úr takt við þjóðina, engu líkara en hún sé undir hælnum á AGS og þori ekkert að gera sem styggir þá háu herra. Ég hefði satt að segja aðeins trúað sjálfstæðisflokknum til að haga sér svona. Hitt er svo annað mál að ég sé ekki að nokkrir aðrir möguleikar séu í stöðunni, sjálfstæðisflokkurinn ber 90% ábyrgð á hruninu og þar hafa menn ekki tekið til hjá sér. Gjörspilltur þingflokkurinn segir sitt. Sá flokkur má aldrei komast til valda aftur.
GYLFI MAGNÚSSON, ÞÚ ERT Í EMBÆTTI ÁN UMBOÐS ÞJÓÐARINNAR, ÞÚ VARST EKKI KOSINN LÍKT OG HINIR RÁÐHERRARNIR. GERÐU OKKUR OG SJÁLFUM ÞÉR GREIÐA OG DRULLAÐU ÞÉR Í BURTU.
![]() |
Gæti kostað kröfuhafa hundruð milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2010 | 12:17
Hlægilegt að heyra sjálfstæðisþingmenn tala um spillingu
Það er nú ekki hægt annað en að brosa út í annað, já jafnvel skellihlægja þegar þingmaður sjálfstæðisflokksins vænir stjórnmálamenn í öðrum flokkum um spillingu.
Góð vísa er aldrei of oft endurtekin og hér er samantekt um þingflokk sjalla - Hálfur þingflokkur sjálfstæðisflokksins er kolflæktur í spillingu af einum eða öðrum toga. Dæmi: Bjarni vafningur, Illugi níundi, þorgerður kúla (þau tvö eru í leyfi, sögðu ekki af sér!), Tryggvi kúluhaus, Ásbjörn skattsvikari, Guðlaugur styrkjakóngur, Árni dæmdur þjófur og eflaust einhver nöfn sem ég gleymi og er þá borgarstjórnarflokkurinn með Gísla Martein styrkjaprins óupptalinn!
Rafkanínan Sigurður Kári hefur aðeins haft tvö mál fram að færa eftir hrunið, annarsvegar er honum mikið í mun að geta keypt bjór í Bónus allan sólarhringinn,- sem náttúrulega eykur því miður líkurnar á að hann verði tekinn aftur fyrir ölvunarakstur og svo þetta mál með laun seðlabankastjóra sem hann hefur gjörsamlega á heilanum.
Staðreyndin er sú að þegar sjálfstæðismenn tala um spillingu þá er eitthvað orðið verulega öfugsnúið!
![]() |
Vænd um spillingu og lygar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.6.2010 | 19:02
Lygar náhirðarinnar afhjúpaðar
Þá er búið að afgreiða þetta skúbb náhirðarinnar í Davíðspóstinum, ef einhver er í vafa þá kalla ég mbl því nafni hér eftir.
Gleymum heldur ekki að daginn áður en Davíð Oddsson varð seðlabankastjóri þá voru laun seðlabankastjóra hækkuð um 37%. Gleymum því heldur ekki að sami maður á stóran þátt í að landið er svo gott sem gjaldþrota. Nú situr hann með skósveinum sínum uppi í Hádegismóum og verkefnið alla daga er eingöngu að finna smjörklípur á ríkisstjórnina svo hægt sé að koma sjöllum að kjötkötlunum aftur og stela því litla sem þeir hafa ekki þegar stolið.
Hálfur þingflokkur sjálfstæðisflokksins er kolflæktur í spillingu af einum eða öðrum toga. Dæmi: Bjarni vafningur, Illugi níundi, þorgerður kúla (þau tvö eru í leyfi, sögðu ekki af sér!), Tryggvi kúluhaus, Ásbjörn skattsvikari, Guðlaugur styrkjakóngur, Árni dæmdur þjófur og eflaust einhver nöfn sem ég gleymi og er þá borgarstjórnarflokkurinn með Gísla Martein styrkjaprins óupptalinn!
Þessi flokkur, þetta hyski leyfi ég mér að segja, hamast dag og nótt við að krefjast afsagna stjórnmálamanna í öðrum flokkum. Það er ekki verið að kasta grjóti úr glerhúsi, heldur björgum úr postulínshöll.
Trúverðugleik þessa liðs er enginn. Það notar moggann orðið á svipaðan hátt og sovétmenn notuðu prövdu á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn og allt sem honum tengist er krabbamein á þjóðinni líkt og kommúnistaflokkurinn var á Rússum. Þeir höfðu þó rænu á að banna þann flokk.
![]() |
Ræddi ekki launamálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2010 | 20:58
Pásan búin ?
Er Eyjafjallajökull að fara aftur í gang ? Ég held reyndar ekki. Þessi órói er lítill, honum fylgja ekki skjálftar og ekki að sjá að fjallið sé að þenjast út skv. gps færslum. Sennilega einhverjar leifar að skila sér upp. Merki um öflugt gos væru djúpir skjálftar en þeir eru ekki sjáanlegir og því er þetta ekki gosefni sem er að koma djúpt að.
Hinsvegar, svona miðað við gosið á 19.öld þá er engann veginn hægt að gera ráð fyrir því að gosinu sé lokið. Það gætu vel komið 1-2 skot í viðbót með svipuðum krafti og um miðjan maí en það þarf ekkert að gerst strax, gæti alveg eins liðið hálft til eitt ár þangað til. Vonandi verður jökullinn til friðs í sumar og fer frekar í gang í vetur, sá árstími hentar mun betur fyrir eldgos bæði vegna bænda í nágrenninu og túrismans!
![]() |
Aukinn gosórói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2010 | 11:55
Sjálfstæðisflokkurinn leyndi ljótum upplýsingum fram yfir kosningar
Enn fær almenningur í hausinn skítlegt eðli sjálfstæðisflokksins og stórtjón af hans völdum í hausinn. Þessar upplýsingar koma fram 3 dögum eftir kosningar. Það liggur alveg ljóst fyrir að sjálfstæðisflokkurinn sat á þessum upplýsingum fram yfir kosningar, borgarbúar máttu ekki fyrir nokkurn mun vita að nauðsynlegt væri að stórhækka heita vatnið. Sjálfstæðisflokkurinn verður jú að geta kennt nýjum stjórnarflokkum í borginni um að hækka gjaldskrána.
Tjónið sem þessi flokkur hefur valdið þjóðinni er fyrir löngu orðið óbætanlegt, munar kannski ekki um nokkra milljarða í viðbót svona hér og þar. Rússneski kommúnistaflokkurinn var bannaður vegna þess skaða sem hann olli Rússnesku þjóðinni, ég held að tjónið sem sjálfstæðisflokkurinn hefur valdið íslensku þjóðinni efnahagslega sé ekki minna og legg því til að þessi glæpasamtök verði bönnuð. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur, þetta eru skipulögð glæpasamtök.
![]() |
Gjaldskráin verður að hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2010 | 10:17
Villimenn
Orðið Villimenn er það eina sem kemur upp í hugann núna. Enn og aftur sýna ísraelsmenn af sér fádæma villimennsku, mannvonsku og grimmd. Þessi sorphaugur mannkyns hikar ekki við að slátra saklausu fólki. Því miður eru engar líkur á að viðbrögð heimsins verði nein önnur en að kalla einhverjar sendiherradræsur á teppið, bjóða þeim í kaffi og segja þeim vinsamlegast að drepa ekki alveg svona marga næst þegar þeir ráðast á hjálparskip.
Í hvert sinn sem Ísrael er gagnrýnt þá rísa upp einhverjir sjálfskipaðir verjendur þessara villimanna og röfla um gyðingahatur. Það mun einnig gerast núna. Ég er nú samt alveg viss um að til er fullt af góðum gyðingum sem eru ekki mikið fyrir að kála saklausu fólki. Það sama verður einfaldlega ekki sagt um þá sem stjórna Ísraelsríki.
Nú mun verða veisla næstu daga á öfgahatursstöðinni Omega þar sem þeir finna hjálparskipnum allt til foráttu og réttlæta fjöldamorðin í nafni trúarinnar. Ég segi, ef Guð stendur með svona villimönnum, þá mega þeir bara alveg eiga þann guð í friði.
![]() |
19 farþegar látnir og 36 sárir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)