Þetta flugfélag er að skíta á sig

Skrapp á dögunum til Portúgal með Úrval útsýn - Iceland Express. 

Hér fylgir afrit af skjali sem ég lét ferðaskrifstofuna fá eftir ferðina.  Ekkert hefur heyrst frá þeim enda geri ég fastlega ráð fyrir því að þeir hendi öllum kvörtunarbréfum í ruslið, við erum jú bara venjulegir Íslendingar sem er allt í lagi að níðast á.

 

Útleið:

·         Tilkynnt degi fyrir brottför að millilent yrði í Alecante á heimleið og töf þ.a.l. hámark 2 klst.  Lending hefði átt að vera um miðnætti en teftst nú um 2 klst. sem er mjög vont uppá að vera sóttur á flugvöllinn, og einnig vont fyrir þá sem eiga að mæta í vinnu daginn eftir.

·         Á brottfarardag voru ítrekaðar tafir á brottför, vélin átti að fara 16 15 en fór í loftið um kl 20, m.a. talið vitlaust í vélina, flugfreyjuskipti ofl.

·         Lent um kl. 0200 um nótt og kvöldið því ónýtt.

·         Allt sem boðið var upp á var 1000 kr. inneign í fríhöfninni sem tilkynnt var um rétt fyrir brottför og því erfitt að nýta sér.

Heimleið:

·         Fólk rekið útaf hóteli kl 1100 á brottfarardag þrátt fyrir yfirvofandi seinkun.

·         Fararstjóri gerði takmarkaðar tilraunir til að reyna að halda herbergjum lengur og taldi þetta ekki mikil óþægindi fyrir farþega!

·         Flugi ítrekað seinkað, tilkynnt með boðsendingu í síma og svo skrifað í möppu sem var á hóteli en ekki talað beint við farþega af fyrra bragði.   Ekki stóð til að láta vita af síðustu seinkunum, heldur átti að keyra fólk útá völl og láta það bíða þar þó flestallt væri lokað í flugstöðinni.

·         Vélin fór í loftið 00 30, 4 og hálfum tíma á eftir áætlun.

·         Í Alecante þurfti að bíða í 3 tíma í hitasvækju og loftleysi  í þröngri vélinni vegna þess að aðili sem átti að setja eldstneyti á vélina var farinn heim að sofa!  Fólk fékk ekki að fara úr vélinni.

·         Lent í Keflavík laust fyrir kl.8 um morguninn, 8 tímum á eftir áætlun sem kom sér mjög illa fyrir flesta farþega.

Fararstjórn

·         Engin skipulögð dagskrá til að koma hópnum saman nema 17.júní en það var tilkynnt með of skömmum fyrirvara.

·         Fararstjóri baðst ítrekað afsökunar á óþægindum en engu að síður var ekkert boðið í staðinn fyrir óþægindin.  Fararstjóri kenndi Iceland Express ítrekað um vandræðin en það tel ég ekki koma málinu við því ég kaupi ferðina af Úrval Útsýn en ekki I.E.


 

 


mbl.is Varð fyrir eldingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hlýtur að hafa verið ömurlegt, og alveg til að eyðileggja fyrir manni fríið.

 En þess má geta að Iceland Express er ekki flugfélag, heldur bara farmiðasala og eiga hvorki né reka flugvélar. Breska flugfélagið Astraeus flýgur fyrir þá og Astraeus flugmenn.

Bloggari (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 09:10

2 Smámynd: Reputo

Lenti í því fyrir einu og hálfu ári síðan að ég var að fljúga frá Köben með þriggja ára son minn hjá Express. Þá var vélinni ítrekað seinkað um 1-2 klst. og stundum var komið go to gate á skjáinn en í öllum tilfellunum var vélin ekki einusinni farin í loftið frá Keflavík þótt þeir segðu hálftíma í brottför frá Köben. Þegar þetta háttalag komst upp eftir 15 klst. í bið gafst ég upp orðinn gjörsamlega brjálaður í skapinu og fékk endurgreiðslu. Kunningi minn sem var þarna líka með þriggja ára dóttur sína ákvað að bíða og að endingu komst hann í loftið eftir 26 klst.

Það sem pirraði mig mest var að þeir vissu allan tímann að vélin var ekkert að fara koma frá Keflavík. Þeir halda að það líti eitthvað betur út fyrir þá að seinka og seinka frekar en að aflýsa eða segja fólki að koma eftir 5 eða 10 klst. Við fengum matarmiða á einhverra klukkustunda fresti en ekki var boðið upp á neitt afdrep þar sem maður gat sest í þægilega stóla eða þar sem börnin gátu lagt sig. Þvert á móti þurftum við að sitja á göngunum og þegar strákurinn þurfti t.d. að fara á klósettið þurfti maður að pakka tölvunni og DVD spilaranum og taka allt með sér svo því yrði ekki stolið eða álitið að sprengja væri í dótinu. Svo var sætið yfirleitt upptekið þegar maður kom til baka. Ég verð öskureiður á að hugsa um þetta aftur, en jæja.

Ég fór beint á Express skrifstofuna eftir þetta og lét heyra aðeins í mér. Ég heimtaði að fá að tala við forstjórann Mattías Imsland, eða hvað hann heitir, því við fengum þær upplýsingar á meðan við biðum að þetta væri hans ákvörðun í hvert skipti sem vélinni var frestað og einnig hans ákvörðun að aflýsa ekki eða upplýsa fólk um raunverulega stöðu mála. Auðvitað fékk ég ekki að tala við hann og var friðþægður með tveim frímiðum.

Reputo, 27.6.2010 kl. 09:44

3 identicon

Ekki ditti mér til hugar að fljúga með Iceland Express frekar en með flugfélagi frá Equatorial Guinea, Kongo eða Afganistan.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 10:45

4 identicon

Ég hef notað þetta flugfélag mjög mikið undanfarin ár fyrir mig og 5 börn og 4 barnabörn, en ég mun helst aldrei fljúga með þeim aftur!!! Það er hreint með ólíkindum hvað þeir eru ósvífnir að öllu leiti! Gjörsamlega óáreiðanlegir í alla staði. Endalausar seinkanir eða breytingar, skíta framkoma og afspirnu léleg þjónusta. Sorglegt fyrir þetta flugfélag að missa kúnna eins og mig og mína, semsagt 11 flugmiðar á ári, vegna óliðlegheita og óreiðu. Reyndar eru íslensku flugfreyjurnar hjá þeim mjög indælar og geta ekkert að því gert hvað flugfélagið er lélegt. Svo er ekkert ódírara að fljúga með þeim en með flugleiðum sem er mjög áreiðanlegt flugfélag.

anna (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 11:30

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flugfélög eiga ekki framtíð fyrir sér þessa dagana!

Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 11:48

6 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Fólk verður að fara að átta sig á því að Íslandshraðferð (Iceland Express, IE) er ekki flugfélga, heldur ferðaskrifstofa, á sama hátt og Úrval-Útsýn. Þeir fá svo enskt flugfélag, sem er að hluta til í eigu Pálma Haraldssonar (Fonsa). Það eru vélarnar þeirra sem eru svona lélegar. En ferðaskrifstofan er að sjálfsögðu ábyrg fyrir þeim viðskipavinum sem þeir eru að þjóna. Mín reynsla er að hjá íslenskum ferðaskrifstofum stenst ekkert. Hef ferðast tvisvar sinnum með Spies og þar stóðst allt sem selt var. Danskerne kan bare det hele.

Marinó Óskar Gíslason, 27.6.2010 kl. 11:54

7 identicon

Lent um kl. 0200 um nótt og kvöldið því ónýtt ???

Ekki furða þeir hentu kvörtuninni í ruslið, haha

Fljúgðu bara með Icelandair því þeir bóna vélarnar sínar með ThunderFree bóni sem hindrar að þær fái eldingar í sig

Svo geturu alltaf fleygt árar í bát og róið til útlanda

Fyrir svona 100 árum þá þurfti fólk að sigla til útlanda með skipum sem tók 5 daga en ekki 5 tíma þannig grow some balls, hættu þessu væli og gerðu þér grein fyrir því að á ferðalögum getur alltaf komið eitthvað upp á og seinkun á flugi heim... hey þú ert þó í útlöndum aðeins lengur en þú borgaðir fyrir!!!!

Ingi (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 12:49

8 identicon

Tek undir með Óskari, vorum í sama flugi og þetta kom sér mjög illa. það að hanga allan daginn, ekki með neitt afdrep af því að vélinni var stanslaust seinkað var ekki auðvelt, sérstaklega fyrir barnafólkið, Farastjóri sagði okkur að tala við hótelið um að halda herberginu lengur, hún gerði ekkert í þeim málum, með vélina og seinkunina þegar útá völl var komið var það bara svipað og á leiðinni út endalausar seinkanir og vesen, allt í fríhöfninni úti var lokað nema matarterian og starfsfólkið þar virtist ekkert vera alltof ánægt með að við værum þar, átti líklega að vera búin að loka.

í vélinni tóku þær ekki við debet né plúskorti og þurftum við að borga fyrir samlokurnar með evrum, og töpuðum helling á því þarsem gengið hjá þeim í vélinni var ekki nema 130 kr en evrur sem keyptar eru í banka eru á 160, og því miður vorum við bara með 50 evru seðil á okkur.. þannig að flatbrauð, samloka og 2 gosdollur komu út einsog 3000 kr en ef við hefðum borgað með íslenskum peningum þá hefði þetta kostað 1600 !!!  ástæðan sem við fengum fyrir lágu gengi í vélinni var að það þyrfti að borga þjónustugjald.

Já Iceland express er að drulla svo feitt á sig núna að mínu mati og mun ég passa mig á því að fara ekki aftur með þessu félagi!

Ellen Ósk Þórarinsdóttir. (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 12:59

9 Smámynd: Óskar

Ég vona nú samt að I.E. tóri því allir vita  hvað gerist ef Icelandair nær einokun á öllum leiðum aftur.  En það er eitthvað mikið að hjá IE.  Við Inga vil ég segja að hann getur róið til útlanda mín vegna, ég er hinsvegar að borga fyrir flugfar og ákveðið þjónustustig sem klikkar illilega.

Málið er að þetta er bara ekkert einsdæmi með Iceland Express, það gerist þvert á móti varla að vélarnar þeirra séu á áætlun.  

Óskar, 27.6.2010 kl. 17:10

10 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Var í þessu sama flugi og tek undir það sem Óskar seigir....

Pétur Ásbjörnsson, 27.6.2010 kl. 21:12

11 identicon

Iceland Express er ekki flugfélag!  Hvenær ætlar fólk að gera sér grein fyrir því að þetta er bara umboðsaðili farmiðasölu Astreus flugfélagsins.

Allar skatttekjur þessa ,,óskabarns neytandans" Dr. Gunna og fleiri ignoranta renna í breskt skóla og heilbrigðiskerfi. Íslendingar hafa ekkert með þetta apparat að gera frekar en það væri frá Kongó.

Iceland Express er ekki og hefur aldrei verið flugfélag í skilningi laganna. Mun aldrei verða það, en með markvissum áróðri hefur tekist að byggja upp falsmynd sem því miður allt of margir trúa.

Hj (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 23:11

12 identicon

Óskar, Af hverju heldurðu að Icelandair fái ,,einokun aftur"'

Á hvaða leiðum hafa þeir einokun ef Astreus hættir? Á hvaða öld ert þú?

Hj (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 23:17

13 Smámynd: Óskar

Hj ég man nú vel hvernig ástandið og verðlagningin var áður en IE kom til sögunnar.  Reyndar er það nú þannig ennþá að á þeim leiðum sem aðeins Flugleiðir sjá um en ekki IE þá eru verðin nú talsvert hærri.  Nýlega hóf IE Ameríkuflug og "fyrir algjöra tilviljun" þá snarlækkuðu fargjöld hjá Icelandair samdægurs en þeir höfðu aldrei haft efni á að lækka áður!

Svo sé ég í sjálfu sér ekki hvaða andskotans máli það skiptir hvort IE er lagalega Flugfélag, ferðaskrifstofa eða eitthvað annað.  Allavega selja þeir flugferðir og þjónustan hjá þeim er orðin skelfileg, um það snýst þetta tiltekna mál, ekki annað.

Óskar, 27.6.2010 kl. 23:45

14 identicon

Góða vælið.

Bullarinn er með nokkrar aulareglur þegar það kemur að ferðalögum.

a) Bóka frídag í vinnu daginn eftir heimkomu

b) Ekki gera ráð fyrir því að þú sért að fara gera mikið fyrsta kvöldið.

 c) Gera ekki of miklar væntingar til þjónustu þegar maður kýs að versla við lágvöruþjónustufyrirtæki. Það segir sig sjálft hvar þeir spara. 

Bullarinn (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 07:53

15 identicon

Ég vil nú bara benda á, vegna þess sem þú segir Óskar að fararstjórinn hafi kennt I.E um en þér sé sama þar sem þú kaupir ferðina af Úrval Útstýn en ekki I.E að það var nú bara síðasta haust sem Pálmi Haraldsson eyddi einhverjum 800 milljónum í að bjarga Úrval Útsýn með þvi að sameina það Iceland Express. Þannig að þegar þú kaupir ferð með Úrval Útsýn ertu að kaupa ferð með I.E. Furðulegt að farastjórinn skuli ekki vita það....

Svo vil ég nú líka segja að það er rétt hjá ykkur Hj báðum að einokun Icelandair er ekki möguleiki þar sem samkeppnisreglur á flugmarkaði hafa breyst svo gífurlega síðustu 10 ár en einnig að jú mikið rétt, fargjöld Icelandair til New York lækkuðu við tilkomu I.E á þann markað en kíktu líka á fargjöld I.E á þá áfangastaði sem Icelandair flýgur ekki á. Þá er ekkert sem heitir "lággjalda" flugfélag lengur. Þannig að fargjaldaþróunin er mjög eðlileg. Hins vegar er é harður á því að ef ekki væri fyrir Icelandair og þeirra sterku stöðu og leiðakerfi þá færum við ekkert voðalega mikið til útlanda. Vegna þess að það virðast ekki margir aðilar hafa neinn áhuga á að halda uppi ferðum hingað nema svona rétt yfir hásumarið og ekki flýgur I.E neitt nema til Köben og London á veturna...

Ingi Björn (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 07:56

16 identicon

Iceland Express ER flugfélag.... hvað í fjanandum ætti það annað að vera?

Félag sem veitir flugþjónustu og málar flugvélar í litum sínum er ekki mjólkurfélag...heldur flugfélag hvort sem þeir eiga flugvélarnar eða ekki og hvernig sem reksturinn er

Er Sambíóin þá ekki kvikmyndahús í skemmtanarekstri því þeir eiga ekki húsnæðið í Álfabakka?

Þvílík heimska

Ingi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 08:39

17 Smámynd: Óskar

Bullari, þó þú látir bjóða þér hvað sem er þá geri ég það ekki.  Ég borgaði 132þúsund fyrir vikuferð og fyrir þann pening ætlast ég einfaldlega til þess að fá það sem ég borga fyrir og að þjónustan sé nokkurnveginn í lagi.  Þessi þjónusta var ömurleg í einu orði sagt.   En því miður hugsa alltof margir eins og þú og láta taka sig í þurra görnina hvað eftir annað án þess að segja múkk.

Ingi Björn, ég vissi reyndar ekki að Iceland Express og Úrval Útsýn séu basicly sama fyrirtækið en rétt hjá þér, auðvitað átti fararstjórinn að vita það.  Hefði ég vitað það þá hefði ég heldur ekki látið hann komast upp með þessa afsökun.

Sammála Ingi, auðvitað er IE flugfélag og eins og ég segi, mér er sama hvernig menn skilgreina IE lagalega, þetta fyrirtæki er að drulla á sig.

Óskar, 28.6.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband