Færsluflokkur: Bloggar

Mikið rétt en Bjarni talar ekki um lausnina sem þó blasir við

Það er hárrétt hjá Bjarna að gjaldeyrishöftin eru grafalvarlegt mál sem hefur mjög neikvæð áhrif á þá sem vilja eiga viðskipti vil landið.  Bjarni talar hinsvegar ekkert um hvað er til ráða enda er í rauninni heldur fátt til ráða.  Vandinn er ekki bara snjóhengjan heldur ekki síður að traust á krónunni sem gjaldmiðli er nákvæmlega ekki neitt erlendis, jafnvel mikið minna en ekki neitt.  Við sitjum uppi með gjörsamlega handónýtan gjaldmiðil sem er varla nothæfur til heimabrúks, hvað þá meira.

Lausnin liggur þó í augum uppi en sumir kjósa að horfa framhjá henni af pólitískum ástæðum.  Það verður að losna við krónuna og taka upp alvöru gjaldmiðil í þessu landi.  Það hefur verið talað um og rökstutt að það kostar þjóðina um 100 milljarða árlega að halda þessari örmynt uppi og sennilega er tjónið mun meira en það eftir að nauðsynlegt reyndist að setja á gjaldeyrishöftin.  Það duga engar rugl lausnir eins og að skipta um nafn á krónunni eins og Lilja Mósesdóttir og fleiri lögðu til, það þarf að taka upp alþjóðlega mynt.  Þá kemur í raun ekkert annað til greina en Evran.  Menn geta talað um dollar, kanadadollar, norska krónu eða hvað sem er, en það liggur að sjálfsögðu beinast við að taka upp gjaldmiðil þeirra landa sem við eigum mest viðskipti við og það eru Evrulöndin.   Hvort sem mönnum, Bjarna og fleirum, líkar betur eða verr þá er þetta eina lausnin til lengri tíma, annað er einfaldlega ekki í boði.   


mbl.is Höft eins og blikkandi ljósaskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja stóriðjustjórnin ætlar að leggja niður umhverfisráðuneytið...

...Þar sem það er að sögn misvitra kjána í ráðherraliðinu óþarft!  En er þetta ekki akkúrat mál þar sem umhverfisráðuneytið þarf að koma við sögu ?  Ég hefði haldið það.  Það stendur víst til að redda þessu til skamms tíma með einhverri línulögn þarna þvers og krus á Hellisheiðinni sem þegar er svo gott sem ónýt eftir þetta misheppnaða virkjanabrambolt.

En stóriðjustjórnin verður að fá sínu framgengt, fyrst Hellisheiðarvirkjun er ónýt er þá ekki bara að virkja Gullfoss ?  Ég meina þetta túristastóð sem kemur til landsins að skoða hann er hvorteð er bara öllum til ama, ekki þverfótað útum borg og bý fyrir þessu andskotans bakpokaliði, sem að vísu skilar orðið meira í þjóðarbúið en sjávarútvegurinn og stóriðjan en það er aukaatriði.   Umhverfisráðuneytið þvælist bara fyrir!  --  Ég tel reyndar að vitið sé ekki að þvælast fyrir þessum ráðherraálkum í nýju stjórninni sem halda þessu fram. 


mbl.is Vilja ræða stöðu Hellisheiðarvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk afturhaldsstjórn skilur ekki málið

Þessar fyrirhuguðu hvalveiðar eru algjörlega úr takt við það sem er að gerast í umhverfismálum í heiminum, fyrir utan það að vera óarðbært einkaáhugamál eins sjalla sem best væri að koma inn á Hrafnistu og leyfa honum að díla við sín elliglöp þar.

Meiraðsegja stórir hluthafar í Hval hf. vilja leggja fyrirtækið niður.  Afurðirnar eru víst seldar til Japan þar sem þær hrúgast upp og fara í besta falli í gæludýrafóður.

Nýr Íslenskur sjávarútvegsráðherra hefur þegar sýnt af sér fádæma vankunnáttu og vitleysisgang bæði í þessu máli og veiðileyfagjaldinu.  

Það á eftir að reynast þessari þjóð dýrt að hafa kosið aftur yfir sig hrunflokkana sem settu landið gjörsamlega á hausinn.  Ég óttast mjög að þeir muni gera það aftur og verði þá búnir að eyðileggja svo samband okkar við vinaþjóðir okkar að þær verði ekkert sérlega áhugasamar um að aðstoða okkur á ný þegar allt er komið til andskotans.


mbl.is Beita sér gegn íslenskum hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gula spjaldið á 1. mínútu

Engin stjórn í lýðveldissögunni hefur verið jafnsnögg til að draga almenning niður í bæ í mótmæli gegn sér.  Er þetta forsmekkurinn af því sem koma skal hvað þessa stjórn varðar?  Mjög líklegt!
mbl.is Á annað þúsund við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er þörf á öflugri stjórnarandstöðu

Fráfarandi ríkisstjórn tók við eftir efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins á landið, það var gjörsamlega allt í rúst sama hvert litið var. Þjóðin virðist hafa gert þær fáheyrðu kröfur að ríkisstjórninni tækist að skapa hér annað góðæri á aðeins 4 árum. Þrátt fyrir að ná fjárlagahallanum niður um 200 milljarða, verðbólgunni úr 20% í 4% og atvinnuleysinu verulega niður þá réðust niðurrifs- og afturhaldsöflin stanslaust á stjórnina og héldu mikilvægum framfaramálum í gíslingu á lokadögum þingsins. Þetta hyski kann ekki að skammast sín. Fráfarandi ríkisstjórn er hvarvetna hrósað fyrir stórvirki og afrek í glímunni við einhverja erfiðustu efnahagskreppu sem dunið hefur á Evrópsku ríki í seinni tíð, nema auðvitað á Íslandi. Fráfarandi ríkisstjórn skilar af sér góðu búi en það verður sko ekki sagt um aðstæðurnar sem hún tók við í og þú hlýtur að muna.

Hvað höfum við fengið í staðinn ? Jú silfurskeiðunga sem láta það verða sitt fyrsta verk að afnema veiðileyfagjaldið og þar með verður ríkissjóður af 50-60 milljörðum á kjörtímabilinu!

Nánast allt annað í þessu stefnulýsingarplaggi þeirra Bjarna og Sigmundar er loðið og óljóst,ekki neitt,,kannski seinna,, 20 nefndir skipaðar þó Bjarni hafi viðhaft frasann "aðgerðir strax engar nefndir" fyrir kosningar. Hreinn brandari og ekkert annað. Hvað í ósköpunum voru þessir menn að gera í sumarbústað í heila viku ? Ég hefði getað krotað þessa "stefnuyfirlýsingu" niður á hálftíma enda er hún ekki neitt og um ekki neitt. Þessi nýja ríkisstjórn er stjórn auðvaldsstétta og LÍÚ. Umhverfisráðuneytið lagt niður svo það þvælist ekki fyrir væntanlegum umhverfishryðjuverkum þessarar stjórnar. Eitthvað segir mér að þessi stjórn verði grýtt útúr alþingishúsinu löngu áður en kjörtímabilið er liðið.

Aldrei hefur verið þörf á jafn öflugri stjórnarandstöðu og nú.  Það má ekki láta LÍÚ dindla, gullskóflunga og ræningjalýð láta greipar sópa um auðlyndir og eigur þjóðarinnar.  Við vitum fyrir hvað framsóknar- og sjálfstæðisflokkurinn standa, við þekkjum söguna, mafían breytist ekki þó hún skipti um jakkaföt.  Stjórnarandstaðan þarf að vera mjög virk, þó hún komi ekki í veg fyrir hörmungar vegna þingstyrks stjórnarinnar þá getur hún amk. látið heyrast hátt og vel í sér.  Það er svo sannarlega þörf á því núna. 


mbl.is „Það vantar allar útfærslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullskóflustjórnin skal hún heita

Þá er lokakaflinn í myndun gullskóflustjórnarinnar hafinn.  Hún dregur að sjálfsögðu nafn að því að formennirnir eru báðir fæddir með gullskóflu í görninni og hafa nákvæmlega engin tengsl við venjulegt fólk í þessu landi.

Með gullskóflunni hefst svo fjármagnsmokstur frá almenningi til auðvaldsins og við höfum þegar séð forsmekkinn enda segir Bjarni að það sé forgangsmál að afnema veiðileyfagjaldið.

Íslenskur almenningur á erfiða tíma í vændum.  Eitthvað segir mér að þessi stjórn verði grýtt útúr alþingishúsinu fyrir árslok enda er þetta stjórn auðvaldsins, ekki almennings. 


mbl.is Forsetinn fundar með Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsjallar að undirbúa afsakanir fyrir væntanlegum svikum

Auðvitað þarf að finna einhvern flöt á að svíkja gefin kosningaloforð og hvað er betra en að ljúga því að þjóðinni að staðan hafi verið verri en þeir bjuggust við ?  Hagtölur hafa ekki verið neitt leyndarmál og Sigmundur hefði átt að kynna sér þetta fyrir kosningar og stilla þá loforðaflaumnum í hóf.  En það gerði hann ekki, ákvað að láta vaða á súðum, hann blekkti þjóðina til fylgis við sig og nú er verið að finna afsakanir fyrir því að efna ekki kosningaloforðin.

Reyndar er eitt loforð sem væntanleg ríkisstjórn ætlar að efna og hefur sagt að það verði gert strax í sumar.  Hvað skildi það nú  vera ?  Nú að afnema veiðigjaldið!  Semsagt færa auðkýfingum á silfurfati 15 milljarða árlega sem fráfarandi ríkisstórn hafði eyrnamerkt í óþarfa rugl eins og barnabætur, til tækjakaupa á Landspítalanum og fleiri lúxusverkefni!  Hér þekkjum við sko handbragð sjallanna, færa fjármuni frá alþýðunni til auðkýfinga!  

Þetta kaus heimskasta þjóð á vesturlöndum yfir sig og verði henni að góðu. 


mbl.is Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn strax kominn í stjórnargírinn ?


Þessi frétt hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum vikum þegar öllu var snúið uppá ömurlega ríkisstjórn sem gerði ekkert fyrir skuldara.  Nú lítur málið strax öðruvísi út og við munum sjá fullt af fréttum á mbl.is og í mogganum á næstunni um hina frábæru ríkisstjórn framsóknar og sjalla og svo hina ömurlegu skuldara sem reyna allt til að komast hjá því að greiða skuldir sínar.
It´s just the beginning! 

mbl.is Borga ekkert og búa frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um Íslenska kúrinn ?

Sigmundur Davíð fór einhverntímann á liðnum vetri á Íslenska kúrinn sem mér skildist að hafi aðallega falist í að éta þorramat í öll mál.  Það er ekkert Íslenskt við vöfflur Sigmundur! 

Belgar eru aftur á móti þekkt vöffluþjóð og hýsa líka höfuðstöðvar Evrópusambandsins.  Kannski  er þetta fyrirheit um það sem koma skal, viðsnúning þessara flokka í þeirra vanhugsuðu stefnu gagnvart ESB, það væri óskandi.  


mbl.is Sitja á fundi og borða vöfflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullskóflustjórnin að fæðast

Formenn beggja þessara flokka eru fæddir með gullskóflur í rassgatinu, báðir af milljarðamæringum komnir og  hafa aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn.  Samt heldur heimskasta þjóð á vesturlöndum, Íslenska þjóðin, að þessir menn og þeirra flokkar séu allt í einu að fara að gera eitthvað fyrir þjóðina. Þessir flokkar hafa aldrei barist fyrir öðru en sérhagsmunum auðmanna, útgerðarmanna og bænda.

Heimskasta þjóð á vesturlöndum kaus framsókn út á eitt kosningaloforð.  Þjóðin lét múta sér.  Það má vel vera að framsókn geti slitið þessa 300 milljarða útúr kröfuhöfum bankanna sem þeir kalla hrægamma en væri þeim peningum ekki betur varið í að greiða niður skuldir þjóðarbúsins sem við borgum 90 milljarða á ári af bara í vexti ?  

Sjálfstæðisflokkurinn fékk sína næstverstu útreið í sögu flokksins í kosningunum.  Engu að síður tala menn þar á bæ um sigur, JÁ SIGUR!!  Veruleikafyrringin í Valhöll er algjör en það er ekkert nýtt.

Heimskasta þjóð á Vesturlöndum kaus yfir sig flokka sem settu þjóðina á hausinn fyrir aðeins 5 árum. Þjóðin hélt að á einu kjörtímabili tækist að eyða kreppunni.  Þrátt fyrir að fráfarandi stjórn hafi náð niður fjárlaghallanum úr 200 milljörðum í 3 og verðbólgunni úr 17% í 4 % þá heldur heimskasta þjóð á vesturlöndum að hún sé betur sett með gullskóflustjórnina.  Þjóðin heldur að gullskóflustjórnin sé að fara að gera eitthvað meira fyrir almenning í landinu en flokkarnir sem mynda hana hafa gert áður.  

Verði þessari þjóð að góðu og við skulum vona að formenn þessara flokka þurfi ekki innan skamms að koma fram í sjónvarpi og biðja Guð að blessa Ísland. 


mbl.is Byggja viðræður á stefnu Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband