Færsluflokkur: Bloggar
17.7.2013 | 12:15
Enn er Jóhönnustjórninni hrósað
Glöggt er gests augað og allt það. Enn og aftur hrósa virtar alþjóðastofnanir á sviði viðskipta og efnahagsmála fráfarandi ríkisstjórn. Meiraðsegja konungur lýðskrumaranna, forsteti Íslands, gat ekki á sér setið og hrósaði stjórninni þegar hún fór frá og afhenti silfurskeiðabandalaginu völdin, illu heilli.
Íslenska þjóðin er áhættusækin og samkvæm sjálfri sér, þessvegna ákvað hún að gefa hrunflokkunum tækifæri á ný í þeirri von að skuldir heimilanna yrðu afskrifaðar fyrir sumarlok.
Við höfum nú þegar séð hvernig silfuskeiðungar fara af stað, færa auðmönnum tugi milljarða sem annars hefðu runnið í ríkissjóð, ráða fjárglæframenn í mikilvæg embætti, fara í stríð við umhverfissinna, námsmenn, öryrkja og aldraða. Svona stjórna silfurskeiðungar, lánamál heimilanna fryst í nefndum eins og ég reyndar bjóst við.
Boðaður er halli á ríkissjóð enda silfurskeiðabandalagið að kasta frá sér tekjum á borð við veiðileyfagjaldið, auðleggðarskattinn og hækkunina á gistináttavaskinum. Allt fullkomlega óþarfar og fáránlegar aðgerðir. Það styttist í það að við förum svona almennt að sakna síðustu ríkisstjórnar sem ólíkt þessari tók stöðu með almenningi en ekki auðmönnum.
Ísland heldur stöðu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.7.2013 | 19:58
Auðmannasleikjan á Bessastöðum er þjóðarskömm
Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Öllu því sem getir er í fyrirsögninni tókst framsóknarflokkum að klúðra, eyðileggja eða stela. Þetta er ekki frekar en sjálfstæðisflokkurinn stjórnmálaafl. Þetta eru glæpasamtök og ekkert annað. Það skipa tvenn skipulögð glæpasamtök ríkisstjórn Íslands nú um mundir. Hvernig getur þetta gerst ? Er eitthvað að í menntun þjóðarinnar, er þetta úrkynjun eða hver andskotinn er þetta eiginlega. ?
Vissulega er vitað að fylgi framsóknarflokksins samanstendur ekki beinlínis af menntafólki, þvert á móti er hinn almenni framsóknarmaður miðaldra landsbyggðardurgur, ómenntaður, heldur að jörðin sé flöt og að ESB hafi komið af stað öllum styrjöldum, hungursneiðum og náttúruhamförum sem mannkynið hefur þurft að glíma við.
Nú er hreinlega skrifað í skýin nýtt hrun, loforð framsóknar um skuldaafskriftir sem engin innistæða er fyrir sér til þess. Þetta er algjörlega glórulaust kosningaloforð sem mun leiða til óðaverðbólgu, gengishruns og að lokum verður algjört efnahagshrun ekki umflúði. Þegar það hefur gerst kemur konungur lýðskrumaranna hinn hrokafulli Sigmundur Davíð bólginn og þrútinn af reiði í púltið og kennir Samfylkingunni og Vinstri grænum um eigin klúður. Það er hans stíll, þessi vitleysingur á eftir að kosta þessa þjóð mikið.
Flokkurinn hlusti á gagnrýnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2013 | 02:48
Enn eitt megaklúður glænýrrar stjórnar
Þessi stjórn hefur á rétt rúmum mánuði tekist að fá upp á móti sér náttúruverndarsinna, öryrkja, námsmenn og jafnréttissinna svona svo dæmi séu tekin. Þetta er nú ákveðið afrek á ekki lengri tíma. En þetta held ég sé nú það aulalegasta sem ég hef lengi séð. Þar sem þeir silfurskeiðabræður treysta sér ekki til að klambra saman fjárlögum í tíma þá væla þeir um frestun a haustþinginu!!
Auðvitað var það vitað mál að fjárlagagerðin færi í vitleysu þegar nánast það eina sem stjórnin hefur gert frá því hun tók við er að höggva i innkomuna með því að lækka veiðlleyfagjaldið, afnema auðleggðarskatt og lækka gistináttavaskinn. Allt fullkomlega óþarfar og óskiljanlegar aðgerðir sem kost þjóðarbúið um 20 milljarða bara á þessu ári.
Bjarni ben bakari tafsaði mikið á því í kosningabaráttunni að það væri í lagi að lækka skatta (á efnafólk) því það þyrfti bara að stækka kökuna og það átti nú ekki að vera mikið mál. Engar nefndir, bara efndir og engar tafir. Æ Bjarni, það er skepnuskapur að rifja þetta upp þegar búið er að setja efnahagsmálin i heilar 19 nefndir!
Eitthvað segir mér að silfurskeiðabandalagið verði ekki langlift enda byrjunin a þessum stjórnarferli klaufalegri en jafnvel bjartsýnustu vinstri menn þorðu að vona.
Hafa skapað sér sjálfskaparvíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2013 | 09:40
Ríkisstjórnin tuskuð til
Það er gríðarlegt áfalll fyrir ríkisstjórnina að mæta þessari andstöðu þjóðarinnar við mál sem hún leggur svo gífurlega áherslu á, að bæta hag auðstéttarinnar í landinu. Sama dag og ákveðið var að færa kvótaeigendum milljarða var gefin út sérstök yfirlýsing um slæma stöðu ríkissjóðs og skuldamál heimilanna sett í nefnd sem á að koma með tillögur eftir hálft ár!
Þetta sættir fólk sig einfaldlega ekki við enda engin dæmi um að svo margar undirskriftir safnist á svo stuttum tíma eins og nú hefur gerst.
Forsetinn sagði í fyrra að fá mál væru betur fallin til þess að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu en sjávarútvegsmálin. Stendur hann við stóru orðin? Nei því miður eru litlar likur á því enda búið að skipta um ríkisstjórn. Ólafur er forseti framsóknarflokksins, ekki Íslands.
En hvernig sem það fer situr rikisstjórnin uppi með mikla skömm og ekki gott veganesti inn í kjörtímabilið.
14.400 undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2013 | 12:45
Skattsvik forsetahjónanna ?
Dorrit segir að hún hafi ákveðið að færa lögheimilið þegar horfur voru á að Ólafur yrði ekki forseti lengur. Þetta kaupi ég ekki af nokkrum afar einföldum ástæðum.
- Í fyrsta lagi, af hverju beið hún bara ekki framyfir kosningar með að taka þessa ákvörðun ?
- Í öðru lagi lá það orðið ljóst fyrir allnokkru fyrir kosningar að Ólafur yrði kosinn og það með talsverðum yfirburðum.
- Í þriðja lagi, þegar nær dró kosningum af hverju endurskoðaði Dorrit þá ekki þessa ákvörðun sína ?
Þetta er í raun alveg borðleggjandi, þessi ástæða sem hún gefur upp heldur engu vatni. Það verður að teljast afar líklegt að Dorrit og þá að sjálfsögðu forsetahjónin séu með þessu að komast hjá því að greiða auðlegðarskatt hér á landi og jafnvel einhverja fleiri skatta.
Svo er þetta þar fyrir utan einfaldlega ólöglegt, hjónum ber að vera með lögheimil á sama stað, það er afskaplega skýrt í lögum.
Hefðu þessar upplýsingar legið fyrir nokkrum dögum fyrir kosningar er ég hræddur um að úrslitin hefðu getað orðið önnur enda finnst mér ólíklegt að þjóðin sætti sig við að skattsvikarar sitji á Bessastöðum.
Flutti lögheimilið frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2013 | 15:19
Að skemma og eyðileggja...
Virðist því miður markmiðið hjá þessum femínistum sem nú skrá sig í hópum í ungfrú Ísland keppnina. Þetta er svona eins og að antisportisti færi að æfa með íþróttaliði bara af því að honum finnst að fólk eigi ekki að stunda íþróttir.
Hví mega konur ekki taka þátt í þessari keppni ef þær vilja ? Hversvegna finna femínistar hjá sér þörf til að stjórna hegðun kynsystra sinna ? Hversvegna mega konur ekki vera fallegar í friði fyrir femínistum ?
Ég minni á að keppnir af þessu tagi hafa verið haldnar fyrir bæði kyn og fáir amast við því nema athyglissjúkir femínistar.
Þingkona í Ungfrú Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2013 | 19:50
Ný stjórn byrjar ferilinn með ómerkilegri lýgi
Semsagt, það er fyrri ríkisstjórn að kenna að ekki sé hægt að standa við kosningaloforðin. Kæru landsmenn búið ykkur undir stærstu kosningasvik sögunnar!
Það er búið að benda þessum silfurskeiðungum á það margsinnis að það er EKKERT sem þeir ekki vissu eða höfðu auðveldan aðgang að hvað varðar upplýsingar, um stöðu ríkissjóðs fyrir kosningar.
Þar fyrir utan er þessi upphæð sem þeir segja að uppá vanti nokkurnveginn sú sama og veiðileyfagjaldið er sem þeir ætla að færa sægreifunum aftur, já og þakka þar með fyrir stuðning LÍÚ við þessa glæpaflokka.
Kæru landsmenn, þetta kaus þjóðin því miður yfir sig og ég sé núna hægri sinnaða bloggara vera að grátbiðja þjóðina að sýna silfurskeiðungum miskunn og fjölmenna ekki alveg strax niðrá Austurvöll.
Ég ætla nú samt að spá því að það verði búið að henda þessari glæpastjórn útúr alþingishúsinu innan árs.
Staða ríkissjóðs verri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2013 | 16:56
Er Alþingi orðið leikskóli fyrir upprennandi silfurskeiðunga ?
Það sýnir sig enn og aftur hvurslags æði rann á þjóðina á kjördag þegar hún kaus yfir sig hrunflokkana á ný, stútfulla af silfurskeiðungum, lýðskrumurum og þjóðrembuskrýl. Svo eru nokkur SUS börn þarna innan um sem ættu nú frekar að vera í fermingarfræðslu heldur en á Alþingi þjóðarinnar. Þessi ungi drengur er eitt þeirra. Að hann komi úr Suðurkjördæmi kemur ekkert sérlega á óvart miðað við mannskapinn sem situr á þingi þaðan. Ætli nálægð við öll þessi eldfjöll geri fólk þarna heimskara og þröngsýnna en gengur og gerist ?
Það þarf ekki einu sinni að ræða þetta rafbyssumál, svo galið er það.
Áríðandi að lögreglan noti rafbyssur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2013 | 17:15
Hvað varð um "aðgerðir strax, engar nefndir" ?
Eftir stefnuræðu Sigmundar í gær verð ég að viðurkenna að ég fylltist bjartsýni á að hann ætlaði þrátt fyrir hrakspár margra að standa við loforðið um að ganga í þetta mál í hvelli.
Nú sjáum við hvað hann átti við. Það á að stofna einhverja vinnuhópa sem eiga ekki að skila af sér tillögum fyrr en eftir hálft ár og þá er auðvitað hægt að teygja aðgerðir enn lengur. "Aðgerðir strax" reyndist semsagt total bullshit. Það kemur svosem ekkert á óvart, þessi maður er óttalegur bullukollur. Er fólk kannski búið að gleyma norsku 2000 milljörðunum?
"Engar nefndir, bara efndir" sögðu Bjarni og Sigmundur. Auðvitað er þetta kjaftæði enda búið að stofna fleiri nefndir af þessari ríkisstjórn heldur en blaðsíðurnar eru í stjórnarsáttmálanum.
Þetta er ekki flókið, þetta er algjörlega óásættanlegt. Fyrir kosningar hamraði Sigmundur á því að þetta væri ekkert mál, það væri hægt að ganga í skuldalækkun strax og þetta væri allt tilbúið! Sigmundur Davíð, ÞÚ ERT ÓMERKILEGUR LYGARI!
Aðgerðir með áherslu á jafnræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)