Enn er Jóhönnustjórninni hrósað

Glöggt er gests augað og allt það.  Enn og aftur hrósa virtar alþjóðastofnanir á sviði viðskipta og efnahagsmála fráfarandi ríkisstjórn.  Meiraðsegja konungur lýðskrumaranna, forsteti Íslands, gat ekki á sér setið og hrósaði stjórninni þegar hún fór frá og afhenti silfurskeiðabandalaginu völdin, illu heilli.

Íslenska þjóðin er áhættusækin og samkvæm sjálfri sér, þessvegna ákvað hún að gefa hrunflokkunum tækifæri á ný í þeirri von að skuldir heimilanna yrðu afskrifaðar fyrir sumarlok.

Við höfum nú þegar séð hvernig silfuskeiðungar fara af stað, færa auðmönnum tugi milljarða sem annars hefðu runnið í ríkissjóð, ráða fjárglæframenn í mikilvæg embætti, fara í stríð við umhverfissinna, námsmenn, öryrkja og aldraða.  Svona stjórna silfurskeiðungar, lánamál heimilanna fryst í nefndum eins og ég reyndar bjóst við.   

Boðaður er halli á ríkissjóð enda silfurskeiðabandalagið að kasta frá sér tekjum á borð við veiðileyfagjaldið, auðleggðarskattinn og hækkunina á gistináttavaskinum.  Allt fullkomlega óþarfar og fáránlegar aðgerðir.  Það styttist í það að við förum svona almennt að sakna síðustu ríkisstjórnar sem ólíkt þessari tók stöðu með almenningi  en ekki auðmönnum.


mbl.is Ísland heldur stöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er þetta ekki sama grúpan sem gaf Íslandi AAA lánshæfiseinkun fyrir hrun?

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 17.7.2013 kl. 15:47

2 Smámynd: Óskar

Og hvað, eru þeir þá ekki marktækir ? Það er ekki eins og þetta sé fyrsta stofnunin sem er að hrósa fyrrverandi ríkisstjórn, það hafa t.d. OECD, IMF og fjöldi óháðra stofnana og úttektaraðila gert.

Óskar, 17.7.2013 kl. 16:50

3 Smámynd: Óskar

,,en já Sigmundur kallar þetta bara útlenskar skammstafanir enda maðurinn ekki jarðtengdur frekar en hinir vitleysingarnir í stjórninni.

Óskar, 17.7.2013 kl. 16:50

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ja hvað finnst þér Óskar er eitthvað að marka það sem kemur frá þeim?

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 18.7.2013 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband