Hraðferð til helvítis í boði sjalla og forseta

Forsetinn sem ég hef hingað til talið víðsýnan og réttlátan mann sem tekur ákvarðanir af skynsemi og hefur hag þjóðarinnar að leiðarljósi, hefur gert skelfileg og sennilega algjörlega óbætanleg mistök.  Stundum þarf að taka óvinsælar ákvarðanir.  Vissulega virðist vera meirihluti þjóðarinnar fyrir því að skrifa ekki undir icesave saminginn en ég fullyrði að stór hluti þjóðarinnar HEFUR EKKI HUGMYND UM HVAÐ MÁLIÐ SNÝST.

Erlendis eru Íslendingar að vinna sér orðspor sem samansafn þjófa og fjárhagslegra óreiðumanna.  Skoðum aðeins hvað hefur gerst.  Landsbankinn féll, hann var í eigu Íslendinga, stjórnað af Íslendingum, starfaði samkvæmt Íslensku og Evrópsku regluverki sem m.a. kveður á að innistæður séu tryggðar upp af 20.887 Evrum.  Þegar til kom reynist þessi innistæðutryggingasjóður tómur, en að sjálfsögðu átti hann ekki að vera það.  Íslenska ríkisstjórnin á þeim tíma, seðlabankinn og fjármálaeftirlitið hreinlega BAR SKILDA til að sjá til þess að bakland bankans, þ.e. innistæðutrygginar væru í lagi.  Allir þessir aðilar , nota bene, Íslenskir aðilar brugðust í eftirlitinu og þegar bankinn féll töpuðu innistæðueigendur erlendis gríðarlegum upphæðum.

Hollendingar og Bretar ákváðu að greiða þessar innistæður út til sinna þegna, rétt eins og Íslenska ríkið ábyrgðist að innistæður Íslendinga yrðu tryggðar með neyðarlögunum.- sem nota bene munu sennilega valda því að þetta mál tapast alltaf fyrir dómstólum.  Samkvæmt Evrópskum lögum ber Íslendingum ekki að borga neitt umfram þessar 20.887 Evrur per reikning, það gerðu Hollendingar og Bretar og tóku því á sig hluta af tapinu ÞÓ ÞEIR ÆTTU ENGAN ÞÁTT Í ÞVÍ.  Íslendingar hins vegar þráast við að borga sinn hluta, margir vilja ekki borga neitt, enn aðrir halda í alvöru og trúa ömurlegum málflutningi stjórnarandstöðunnar að hægt sé að ná betri samningum.

Nú er málið komið í skelfilegan farveg fyrir Ísland.  Almenningur getur ekki sett sig inn í svo flókið mál sem þetta, hann hefur ekki forsendur til að meta það rétt og fæstir nenna því sennilega enda hefur fólk almennt um nóg annað að hugsa.  Þjóðremba og hroki nær yfirhöndinni og innihaldslausir og heimskulegir og HÆTTULEGIR frasar eins og "við borgum ekki skuldir auðmanna" valda því að þjóðin hafnar þessu að sjálfsögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Allt í lagi, þjóðin hefur þá vali leið glötunarinnar sjálf og getur engum öðrum kennt um það.  Verst fyrir þá Íslendinga sem vilja vera áfram í samfélagið siðaðra þjóða.

 


mbl.is Sammála um að lágmarka ókyrrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar segir að innistæðutryggingasjóðurinn hafi verið tómur? Þetta er eitthvað sem hefur ekki komið fram í neinum einasta fjölmiðli og breytir málinu algjörlega. Geturu vísað í einhverjar heimildir fyrir þessu? (ég finn ekkert um að hann hafi verið tómur)

Ef hann var aftur á móti í lagi þá ber ríkið enga ábyrgð á skuldbinfingum bankanna. Það eru engin lög til um að það sé ríkisábyrgð á innistæðum í bönkum. Þessvegna á ríkið ekki að borga icesave ef allt er eðlilegt.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband