Skemmdarverkarstarfsemi stjórnarandstöðunnar kemur í veg fyrir lausn

Í gærkvöldi bárust af því fréttir að samninganefndin hafi sett saman tilboð sem átti að senda Bretum og Hollendingum.  Stjórnarandstaðan skoðaði tilboðið áður og neitaði að það yrði sent.  Þarna opinberaði þetta hyski sig algjörlega.  Þau heimtuðu að fá að vera með í ráðum, með í samninganefndinni og fengu sinn eigin sérfræðing frá Bandaríkjunum til að leiða nefndina.  Hvað ætli honu finnist núna þegar pólitíkusar sem sjá valdastóla í hyllingum slái a puttana á honum?

Það vakir augljóslega aðeins eitt fyrir stjórnarandstöðunni og það er að fella ríkisstjórnina.  Þvælast fyrir björgunarstarfinu þar til landið er endanlega sokkið.  Þegar þeir Bjarni og Sigmundur komast svo til valda þá verður skrifað undir samning á korteri. 

Menn ættu að gera sér grein fyrir aðstöðumun stjórnar og stjórnarandstöðu í þessu máli, hann er gífurlegur.  Það er pressa á stjórninni að leysa málið svo hægt sé að hefja hér bráðnauðsynlega uppbyggingu.  það er einfaldlega ekki hægt með þetta mál óleyst.  Stjórnaranstaðan þarf ekki að bera neina ábyrgð á ástandinu, jafnvel þó hún hafi reyndar dembt þessum Icesaveviðbjóði yfir þjóðina.

Þetta hyski, Bjarni vafningur, Sigmundur og Birgitta eru að valda þjóðinni algjörlega óbætanlegu tjóni.  Þetta eru krakkafífl, Bjarni og Sigmundur fæddir með gullskóflur í rassgatinu og Birgitta jónureykjandi krakkabjálfi- þetta lið hlustar heykvíslahjörðin á moggablogginu á.  Hafi einhvern tímann verið ástæða til að segja "Guð hjálpi Íslandi" þá er það núna þegar margt bendir til að þessir bjálfar og eiginhagsmunahyski komist í valdastólana.


mbl.is Utanríkisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óttalegt rugl er þetta í þér maður eða stóryrðin sem þú notar e.t.v. er eitthvað til í þessu sem Þráinn Bertelsson skrifar um 5% hlut þjóðrinnar ef marka má þessi skrif þín  Óskar.

Heiða (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Óskar

Hér það staðfestsem ég segi Heiða.  Stjórnarandstaðan fékk af því veður að það væri að nást lending í málið og ákvað að sjálfsögðu að eyðileggja það með afleiðingum sem sennilega verða hörmulegar fyrir þjóðarbúið en þessu hyski er sama, þau vilja ráðherrastólana.

http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=105410

Óskar, 3.3.2010 kl. 11:39

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

Þú segir fréttir.

 Er ríkisstjórn í landinu?  Ertu að tala um liðið sem slær skjaldborg um bankana?  og ætlar skv síðustu frétturm að tæma gjaldeyrisvarasjóðinn til að kaupa kröfu af Gamla landsbankanum til að fegra vaxtagjöld vegna Icesave til að gera það seljanlegra.

 Við hvaða stjórn áttu?  Stjórnir Skilanefndana?  Getur þú útskýrt fyrir mér hvaða þú átt við þegar þú talar um ríkisstjórn Íslands?

Jón Þór Helgason, 3.3.2010 kl. 11:49

4 Smámynd: Óskar

Jón Þór, þessi færsla er nú aðallega um vítaverða hegðun stjórnarandstöðunnar - en ef þú ert í vafa hvaða ríkisstjórn er í landinu þá nenni ég ekki að tyggja ofan í þig atburði síðasta árs eða svo.

Óskar, 3.3.2010 kl. 11:53

5 identicon

Óskar, ertu virkilega svo forhertur að þér dettur ekki í hug að stjórnarandstöðunni hafi hreinlega ekki þótt þetta tilboð þjóna hagsmunum Íslands? Það er nú ekki eins og sitjandi stjórn hafi staðið sig neitt stórfenglega í þessum samningaviðræðum hingað til. Lítur helst út fyrir að stjórnin sé að semja um sem fljótlegasta leið inn í ESB þó vitað sé að mikill meirihluti þjóðarinnar sé því algjörlega mótfallinn.

Gulli (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 11:58

6 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Sæll Óskar

Okkur voru kynnt þrjú atriði sem bjarga myndu krónunni.

Það þurfti að skipta um Ríkisstjórn.

Það þurfti að sækja um ESB.

Það þurfti að skipta um Seðlabankastjórn.

Nú er búið að bæta við atriði númer fjögur.

Samþykkja kröfur Breta og Hollendinga og þá bjargist allt.

Óskar ég bíð spenntur eftir atriði númer fimm,því það hlýtur að vera jafnvel betra en hin fjögur.

kveðja Sigmundur F

Sigmundur H Friðþjófsson, 3.3.2010 kl. 12:05

7 Smámynd: Jón Þór Helgason

Óskar, ég er alveg búinn að missta af því að það sé einhver sem stjórnar landinu. 

 Einar Karl er þó búinn að fá vinnu 5x á árinu. Þannig að það er hugsað um sína.  Hvað heldur þú að maðurinn geti gert á einum  mánuði í nýju ráðuneyti?  það er verið að skaffa manninum vinnu án þess að það þurfi að auglýsa starfið.

 Málið er að er honum Birni Val treystandi?  Það er búið að reka þetta icesave mál í hótunarstíl gagnvart þjóðinni allan tíman.  Alltaf klikka hótanirnar.  Síðan á að fegra vaxtagreiðlur vegna icesave með að ríkið greiði með gjaldeyrisvaraforðanum 300 milljarða til Breta og Hollendinga en í staðinn taka á sig kröfur sem greiðast ekki fyrr en eftir 5 ár! Þannig að í staðin gætum við lent í greiðslufalli á ríkið!  Bara til að fela vaxtakostnað.  

Er orðræða Björns Val trúverðug þegar þetta er í umræðunni líka á sama tíma? Skoðun hans á að greiða icesave er öllum ljós. Hann hefði verið tilbúinn að borga þó að hann hefði ekki séð samninginn.

Jón Þór Helgason, 3.3.2010 kl. 12:09

8 identicon

Heill og sæll; Nafni - og þið önnur, hér á síðu hans !

Nafni minn !

Svo; til haga sé haldið, tóku þessi hryðjuverka öfl í Stjórnarráðinu við, af öðrum; hálfu verri, þann 1. Febrúar 2009.

Alveg burt séð; frá þeim Bjarna - Sigmundi og Birgittu, eigum við fjölda hæfs fólks, í hinum vinnandi stéttum, til þess að reyna mögulega upp   byggingu, eftir skemmdarverk hvítflibba- og blúndu kerlinga hyskisins.

Hvaða ástæðu; hefir þú, til að bera blak - sýknt og heilagt; af þessu bölvaða flottræfla hyski, innan þings sem utan, sem þú hefir iðkað, um all langa hríð, nafni minn ?

Eða; er mikilvægara, að endurreisa Ólaf Ólafsson, Skipadeildar Sam bands þjófs - Jóhannes og son, í Bónus kraðakinu, eða þá; að hygla þeim Ásmundi Stefánssyni og Finni Sveinbjörnssyni, í Landsbanka og Búnaðar banka, fremur en; að standa við MARGGEFIN loforð, um hjálp, til handa fjölskyldunum í landinu - sem og framleiðslu- og þjónustu fyrirtækjunum ?

Með kveðjum; nokkurrar undrunar - en þó; væntinga um, að þú sjáir að þér, nafni minn góður /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:09

9 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ég er hissa á þessum skrifum. hvaða hag hefur þú haft af þessari ríkistjórn? Heldur þú að hún eigi eftir að byrja að starfa einhvern tímann? Hefur hún gert eitthvað fyrir almenning? Hvað er hún búin að gera mikið fyrir fjármagnseigendur? hvað hefur hún bjargað mörgum fjármálastofnunum? Hvað hefur hún hækkað óbeina og beina skatta mikið? Er eðlilegt að gefa eftir í Icesave til þess eins að bjarga eigin ráðherrastól?

Þetta eru bara pælingar hjá mér og ekki svara verðar, bara til að hugsa um.

Tryggvi Þórarinsson, 3.3.2010 kl. 12:11

10 Smámynd: Ólafur Als

Skondið blogg. Powerblogg! Powerheimskulegt, kynni einhverjum að detta í hug. Þvílíkur dindlahugur, sem virðist stýra penna (fingrum) þínum, Óskar. Ertu e.t.v. hluti af samfylkingarstrumpunum, sem fara um ritvelli bloggheima? Allti í lagi að viðurkenna það, bara að maður þekki þetta fólk, þó svo að þú heitir nú bara Óskar og vilt ekki kannast við að vera kenndur við einhvern.

Á meðan venjulegt fólk (NB. úr ýmsum stjórnmálaáttum) horfir með nokkrum hug til þjóðaratkvæðagreiðslu og því að hagur Íslands og íslenskra skattborgara skuli nú varinn í samningagjörð við nýlenduveldin, þá fer óttatilfinning um ykkur strumpana. Okkur hin varðar EKKERT um hag stjórnmálamanna, sérstaklega ekki stólana sem verma afturenda núverandi valdamanna, ekki frekar en fyrri ríkisstjórnar, og við erum löngu hætt að hlusta á að uppbygging efnahags þessa lands strandi á afgreiðslu Icesave-málsins. Því geta dindlarnir og strumparnir trúað, eins og þeim einum er lagið - en ávallt er nú skondið að horfa upp á þau viðhorf, sett svo áberandi á blogg eins og hér er gert hjá þér Óskar.

Reyndar er það nú svo að sú skammsýni og móðursýki, sem birtist í þínum orðum er ekki einasta aumkunarverð tilraun til að breiða yfir vangetu núverandi valdhafa til þess að vernda íslenska skattgreiðendur, heldur hefur sá armur ríkisstjórnarinnar, sem kennir sig við evrópska jafnaðarmennsku, fórnað sálarró sinni fyrir þjónkun við ný og gömul nýlenduveldi - í þeim yfirlýsta tilgangi að ganga Brussel á hönd. Það er lýsandi fyrir innbyggðan óheiðarleika íslenskra jafnaðarmanna að þeir telji tilganginn helga meðalið í þessu máli; að hag Íslands skuli tímabundið verið kastað fyrir róða til þess að spilla ekki fyrir að komast í Evrópuréttina.

E.t.v. sver heimska þessara skrifa hér sig í ætt við heimsku og valdagræðgi íslenskra sósíalista. Þar á bæ hafa þrátt fyrir allt nokkrir haft í sér samvisku að láta ekki leiða sig á asnaeyrunum af krötum - þeir virðast meira að segja hafa samvisku og það vonda samvisku yfir þjónkunarvilja krata og sumra úr forystunni hjá þeim sjálfum gagnvart Bretum og Hollendingum. Óskar, hvar er samviska þín?

Það er nú einu sinni svo að fólk hefur ólíkar stjórnmálaskoðanir en rangfærslur þínar hér og tónn orða þinna gefur til kynna að þú stjórnast ekki af heiðarleika og með velferð þjóðarinnar í huga. Þú ert í sandkassaleik stjórnmálanna, sem stór hluti þjóðarinnar veit að er öllum stjórnmálaöflum að kenna en vitanlega yfirvöldum sjálfum að stærstum hluta, nú þegar þau halda um tauma valdsins. Þeim kaleik geta þau ekki komið yfir á aðra, líkt og þú gerir tilraun til hér.

Ólafur Als, 3.3.2010 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband