5.3.2010 | 21:18
Steingrímur er algjör yfirburðamaður í Íslenskum stjórnmálum
Það verður sífellt hlægilegra að horfa á bláu bloggnáhirðina hamast á Steingrími hér á moggablogginu. Þetta lið hefur margoft orðið sér til háborinnar skammar og áfram heldur hálfvitahátturinn með bloggfærslum eins og "Hættulegasti maður á 'Islandi" "Ömurleg ólánsspor" "Tilræði við lýðræði?" og álíka fyrirsögnum. Liðið sem bloggar svona er greinilega ekki atvinnulaust í boði Indefence og stjórnarandstöðunnar og vill sökkva þjóðarskútinni til botns með Indefence og stjórnarandstöðunni -BARA af því þeim er illa við stjórnina.
Ég veit ekki hvar þessi þjóð stæði núna ef Streingríms hefði ekki notið við frá því hrunið varð. Hann hefur ekki aðeins þurft að glíma við erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur Íslenskur fjármálaráðherra hefur þurft að eiga við, hann hefur þurft að berjast við skemmdarverkamenn í stjórnarandstöðunni og Indefence og jafnvel að slást við niðurrifsöfl í eigin flokki. Hann ber uppi þessa ríkisstjórn því ráðherrar samfylkingarinnar eru flestir afskaplega máttlausir, þar með talin Jóhanna.
Margir minni menn væru búnir að gefast upp fyrir þeim brotsjóum af gagnrýni sem lýðskrumarar og populistar láta brotna á honum. En hann lætur ekki bugast undan smámennum. Meðan við höfum svona menn í brúnni þá hef ég trú á að þjóðin komist upp úr þessari kreppu.
Tilbúnir til frekari viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er lítið annað við þessum pistli að segja en : AMEN..
hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 21:29
Ég var að velta fyrir mér af hverju þetta blogg státaði af aðeins einum bloggvini, en svo las ég færsluna og skildi það betur...
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2010 kl. 21:38
Jón Steinar - þetta er tiltölulega nýlegt blogg og ég hef ekki verið að sækjast eftir bloggvinum, reyndar hafnað allnokkrum.
Óskar, 5.3.2010 kl. 21:40
Heyr,heyr! Óskar, ég er svo hjartanlega sammála þér um hann Steingrím minn ('minn' bæti ég reyndar helst við þegar ég ræði málin við þá sem eru hófstilltir hægrimenn).
Jón Steinar! Ekki ertu nú mjög málefnalegur, frekar en fyrri daginn! Hefur þú ekkert um málið að segja? Ekki sýnist mér það!
Auðun Gíslason, 5.3.2010 kl. 21:49
Jón Steinar svona orðbragð er ekki liðið hér. tek út seinna innlegg þitt, ef þú endurtekur eitthvað þessu líkt þá verður þú að finna þér aðrar bloggsíður til að drulla á.
Óskar, 5.3.2010 kl. 22:03
Ykkur er raun vorkun að vera svo blindir að geta mært mann, sem hefur gengið á snið við allar þær heitstrengingar, sem tryggðu honum kosningu á sínum tíma. Heitstrengingar um að efla réttinn til þjóðaratkvæða, hafna Evrópubandalagsumsókn og hafna Icesave, svo eitthvað sé talið. Það eru hrein kosningasvik og hálfgildings valdarán, enda er hann nánast einangraður í sínum flokki í sviksemi sinni og hefur tekist að kljúfa hann í herðar niður.
Hann sveik kjósendur sína og nú alla þjóðina. Þú telur væntanlega að 80% þjóðarinnar, sem þykir þetta óverjandi, séu fífl. Mikill andskotans munur er að hafa svo einstakt innsæi. Ég segi nú ekki annað.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2010 kl. 22:08
Gott að sjá smá ljóstýru hér í myrkrinu! Hafðu þökk fyrir pistilinn þinn Óskar.
Skeggi Skaftason, 5.3.2010 kl. 22:09
Það er ótrúlegt hvernig þið kommar getið varið hann Steingrím hann er ekki vinstrimaður frekar en Davíð Oddsson hann er pólitískur tækifærissinni að verstu sort. Helst er að líkja honum við gamlan framsóknarmann opinn í báða enda og jafnvel til hliðanna. Þetta er ekki spurning um vinstri eða hægri þetta er spurning um heiðarleika, gegnsæi og fagleg vinnubrögð. Getið þið kommar virkilega skrifað upp á allt þetta klúður sem Jóhanna og Steingrímur hafa staðið fyrir. Ja mikill er máttur þinn Guð.
ragnar bergsson, 5.3.2010 kl. 22:41
Það er alveg í ykkar anda að dýrka ríkistjórn þar sem einn ráðherra ræður öllu og er þvílíkur snillingur að geta ekki einusinni landað vitrænum samningi við Breta.
Snillingur sem ætlar að sitja heima á meðan vinnuveitendur hans reyna að verjast hanns óráðum.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.3.2010 kl. 22:45
ragnar og Hrólfur: bíðum og sjáum hvort betri samningurinn náist eftir atkvæðagreiðsluna. Það er ekkert víst að svo verði.
Hvað áttu við, ragnar, að Steingrímur sé "pólitískur tækifærisinni"? Að hann sé að nota þetta mál sér til pólitísks framdráttar??
Skeggi Skaftason, 5.3.2010 kl. 22:54
já Ragnar - pólitískur tækifærissinni!! Heldur þú virkilega að pólitískur tækifærissinni mundi þora að gera það sem skynsamlegast er jafnvel þá hann uppskeri gífurlega gagnrýni og óvinsældir ? nei, það gera tækifærissinnar ekki. Tækifærissinnar haga sér eins og Bjarni nokkur Benediktsson sem skiptir um skoðun eftir því hvernig almenningsálitið blæs, jafnvel oft á viku ef því er að skipta!
Hrólfur - þegar samið er þá þarf nú yfirleitt báða aðila til að samþykkja samninginn. Stjórnarandstaðan og Indefence hafa þvælst fyrir og eyðilagt allar tilraunir til samniga með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Þolinmæði Steingríms gagnvart þessum niðurrifs og skemmdarverkaröflum er aðdáunarverð.
Óskar, 5.3.2010 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.