8.3.2010 | 12:12
60% Íslendinga vilja 20 stiga hita og sól alla daga
Já ef lífið væri svo einfalt að hægt væri bara að kjósa um draumastöðuna og þá kæmi hún upp eins og kölluð! Auðvitað viljum við ekki heldur borga skuldir okkar, ég meina greidd skuld er glatað fé.
Mér finnst að veðrið ætti alltaf að vera gott. Mér finnst líka að ríkið ætti að gefa mér eins og einn BMW bara fyrir að vera til.
Auðvitað vill fólk ekki að við ábyrgjumst þessar greiðslur. Vandamálið er bara að þrjár ríkisstjórnir frá hruni hafa lofað að ábyrgjast þær og verið kvittað uppá siðferðislega bindandi minnisblöð þar af lútandi. Það er því ekki option að ábyrgjast þetta ekki, eða kanski jú- en hvar stæði sú þjóð í samfélagi þjóðanna sem gefur þau skilaboð að henni sé ekki betur treystandi en þetta? Jú, á svipuðum stað og Norður Kórea.
60% telja að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast greiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óskar ef að konan þín skrifar á minnisblað að hún ábyrgjist eitthvað sem kemur síðan í ljós að er tóm vitleysa ætlar þú þá að borga bara afþví að þér finnst það siðferðislega rétt!?. Mér finnst þitt siðferði afar brenglað svo ekki sé mikið sagt. Eiga þá ekki líka Bandaríkin að greyða fyrir lehman brothers brétar fyrir Guernsey. Eða eiga bara íslendingar að fara að þessum lögum. Eiga ekki allar þjóðir að standa jafnvígis á fjármálamarkað. Hvernig dettur þér í hug að tala svona bjánalega um þetta mál. Þetta er ekki lagalega skylda og ef þér finnst lögin ver siðferðislega röng þá verður þú bara samt sem áður að sætta þig við það því evrópusambandið setti þessi lög og ekki af ástæðulausu.
Elís Már Kjartansson, 8.3.2010 kl. 12:22
Elís það er greinilegt að það er ýmislegt sem þú veist ekki um þetta mál eða velur að ignora. Íslendingar eru aðilar að regluverki EES þar sem bankainnistæður eru tryggðar upp að 20.887 evrum. Það var m.a. á ábyrgð Íslands að tryggingar væru til fyrir þessu sem reyndust svo ekki vera.
Til að gera illt verra þá samþykkti Geirsstjórnin neyðarlög þar sem allar innistæður á Íslandi eru tryggðar en ekki í útibúum sömu banka erlendis! Að slíkt stæðist fyrir dómstólum ef til kæmi er mjög hæpið. Þetta er því ekki bara spurning um siðferði en þetta dæmi sem þú setur upp með konuna mína er svo gjörsamlega útúr kú að ég nenni ekki að svara því.
Óskar, 8.3.2010 kl. 12:40
Íslenska ríkinu er frjálst að ábyrgjast allt sem viðkemur íslenskum ríkisborgurum þessvega tel ég þetta nú ekkert hæpið mál. Hinsvegar að ætla það að íslenska ríkið eigi að borga innistæður bréta og hollendinga gengur ekki upp því okkur ber ekkert að nota okkar skattpeninga til að borga fyrir breska og hollenska þegna. Brétar og hollendingar verða bara að sjá um sig sjálfir við erum ekki rauðikrossin í þessu tilviki. Þessi einkabanki var ekki með neina ríkisábyrgð enda er það bannað samkvæmt lögum. Þessvegna ber okkur ekki að borga krónu af þessu. Það vour brétar og hollendingar sem leyfðu þessum banka að starfa á sínu svæði þarafleiðandi voru þeir með eftirlit og áttu að loka bankanaum ef hann væri ekki að fara að settum reglum. Frakkland hafnaði þessum banka því þeir sáu í gegnum þetta þannig að ætla að skella þessu á íslenska skattgreiðendur er tóm þvæla. Þess ber að geta að þessi útibú greiddu skatta til holbréta þannig að það er ekki eins og við fengum þessa peninga.
Elís Már Kjartansson, 8.3.2010 kl. 12:52
Sammála þér Elís. Óskar er ekki alveg að fatta þetta.
Sævar Guðbjörnsson, 8.3.2010 kl. 13:05
Þú greinilega skilur ekki einfaldar staðreyndir. Það er óheimilt samkvæmt lögum í EES ríkjum að mismuna eftir þjóðerni eins og hér var gert með neyðarlögunum. Það hefur ekki reynt á þetta fyrir dómstólum einfaldlega vegna þess að það er ennþá verið að reyna að semja um þessi mál.
Það er ekki einfalt mál að banna banka í EES ríki að hefja starfsemi í öðru EES ríki. Bæði Bretar og Hollendingar höfðu horn í síðu Landsbankans og óttuðust að svona færi en ég er ekki viss um að þeir hefðu getað bannað starfsemina. Frakkar gátu það vegna þess að bankinn starfaði ekki þar áður.
Íslenska fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum bar að hafa eftirlit með bankanum, sem brást algjörlega. Seðlabankinn meiraðsegja afnam bindiskildu á bankana um það leyti sem Icesave var að opna í Hollandi. þarna er enn eitt klúðrið algjörlega á ábyrgð Íslendinga. Þú vilt greinilega Elís að við högum okkur eins og einhverjir Nígeríusvindlarar sem standa ekki við eitt eða neitt og tökum ekki ábyrgð á því sem við gerum. Vissulega voru það ekki ég og þú sem rændum og rupluðum erlendis en - ÞAÐ VAR ÍSLENSKUR BANKI, STJÓRNAÐ AF ÍSLENDINGUM, SEM STARFAÐI EFTIR ÍSLENSKU EFTIRLITI SEM LAUG JAFNVEL AÐ B OG H TIL AÐ FEGRA STÖÐU BANKANS - ÞAÐ VORU ÍSLENSKIR KJÓSENDUR SEM KUSU YFIR SIG FLOKKA SEM AÐHÖFÐUST EKKERT MEÐAN FARIÐ VAR RÁNSHENDI ERLENDIS.
Óskar, 8.3.2010 kl. 13:10
Að gefnu tilefni - þeir sem ekki geta tjáð sig hér nema með orðbragði og haldið dónaskapnum innan þolanlegra marka, eru ekki velkomnir hér. Tók út síðustu 2 innlegg og bannaði viðkomandi notendur. Þeir geta drullað annarsstaðar.
Óskar, 8.3.2010 kl. 13:32
Heilir og sælir; Nafni minn - og þið aðrir, hér á síðu hans !
Nafni !
Kíktu nú; inn á mína síðu - eitt örskot; hvar ég skýt þessa bábilju þína, sem og allt of margra annarra, niður á fertugfalt dýpið, ágæti drengur.
Það eru ekki; nema afkomendur þræla, sem ljá máls á greiðslum, til einna mestu ræningja bæla Evrópu, ágæti drengur.
Látum okkur enn; hlakka til þess dags - þá Asía; ásamt Rússlandi og fleirrum yfirtaka helvítis sperrileggja bælin, suður í Evrópu.
Skora á þig; Nafni, að styðja bræður mína, Argentínumenn, í mögulegum átökum þeirra, við Breta skrattana - um Las Malvinas (Falklandseyjar), ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:46
Óskar,
Varðandi "Það er óheimilt samkvæmt lögum í EES ríkjum að mismuna eftir þjóðerni eins og hér var gert með neyðarlögunum." þá er hægt að benda á að samkvæmt lögum ESB þá er ríkisstjórnum óheimilt að þjóðnýta skuldbindingar vegna tryggingar innistæða, enda slíkt kallað skekking á samkeppnisstöðu milli landa.
Lög ESB leyfa ekki að Íslendingar taki á sig Icesave-innistæðurnar.
Geir Ágústsson, 8.3.2010 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.