13.10.2010 | 21:43
Sjálfstæðisflokkurinn málar sig út í horn með bankapakkinu
Sjálfstæðisflokkurinn fer undan þessu máli í skemmtilegum flæmingi. Bjarni Ben reyndi að ljúga því að þjóðinni að honum hafi ekki verið boðið á samráðsfundina en varð svo að viðurkenna það að hann hafði bara engan áhuga á að leysa skuldavanda heimilanna. Flokkurinn hefur nú berrassað sig framan í landsmenn rétt einu sinni sem flokkur sérhagsmuna og varðhundur LÍÚ og auðvaldsins.
Hann stendur þétt að baki Birnu kúlu bankastjóra sem fékk sínar skuldir niðurfelldar, ekki bara 18% heldur 100%! Almenningur er nú ekki svo galinn að fara fram á það. Reyndar er ekki rétt að tala um niðurfellingu heldur leiðréttingu. Það er greinilegt að sjálfstæðisflokkurinn og bankarnir hafa nú tekið höndum saman um að gæta þess að stökkbreytt okurlán sem heimilin eru að kikna undan verða ekki leiðrétt. Við þekkum þetta lið! Þið þarna 35% sem ætlið að kjósa hyskið, verði ykkur að góðu.
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki hvort þú hafir frétt það en Sjálfstæðisflokkurinn er víst ekki lengur í ríkisstjórn Íslands.
Hafi vistri flokkarnir áhuga á að gera eitthvað þurfa þeir ekki spyrja aðra flokka hvort það megi, þeir þurfa bara að framkvæma.
Benedikt (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:56
Sumir eru bara fastir í að kenna íhaldinu um allt..
Það gerði margt slæmt, en allt slæmt síðastliðin 2 ár hefur Samfylkingin og VG afrekað. !
Það er ekki neinn vafi á því !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 22:04
Benedikt.
Það er nú við fleiri að eiga í kerfinu en sjálfstæðisflokkinn.
Það þarf að eiga við SA og Líú sem eru eigendur sjálfstæðisflokksins.
Hamarinn, 13.10.2010 kl. 22:05
Mér finnst nú rétt að minna ykkur á að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskránni að færa niður skuldir heimila í síðustu kosningabaráttu. Mig minnir meira að segja að það hafi verið samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Niðurfelling er rétta orðið því að þær skuldir sem að liggja á heimilum landsins eru nákvæmlega eftir undirrituðum lánasamningum. Það hefur ekki verið brotið á einum né neinum. Það er verið að fara fram á það að víkja frá undirrituðum lánasamningum til þess að koma skuldaranum til hjálpar. Og mér finnst það rétt. En þetta er varasöm braut ef að menn ætla að fara að handvelja þá sem að fá niðurfellingu. Margir þeir sem að eru kannski ekki í miklum vandræðum í dag verða það kannski síðar fái þeir ekki niðurfellingu.
Jóhann Pétur Pétursson, 13.10.2010 kl. 22:28
Óskar ég veit ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið með sína leið í þessu mikla máli, en vegna þess að hún kom frá þeim þá má ekki líta við þeirri hugmynd... Hversu klikkað er það....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.10.2010 kl. 22:29
Óskar Haraldsson
Ég var vitni að því í dag þegar hundur beit konu. Það var auðvitað hryggilegt. Einhver lán voru afskrifuð í Íslandsbanka. Það vill hins vegar til að Birna skrifaði ekki undir hlutafjárkaup og því málið ekki tekið fyrir þar. Það er ekki hæft að hengja konu fyrir að hún hefði hugsanlega getað skuldað eitthvað, ef hún hefði skrifað undir. Þar sem undirskriftin lá ekki fyrir fékk hún ekki hlutabréf og heldur ekki skuldir vegna þess.
Bjarni laug að hann hafi ekki fengið tölvupóst. Vissulega slæmt ef svo er. Snúum okkur hins vegar að stóra málinu.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur brugðist íslensku þjóðinni og miðað við það er hundsbitið, ekki undirskrift Birnu og spurning um tölvupóst eða ekki tölvupóst ekki umræðuefnið. Hins vegar eru menn sem skammast sín svo mikið að þeir geta ekki horfst í augu við aumkunarverða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þú getur örugglega fengið pillur við ástandinu.
Sigurður Þorsteinsson, 13.10.2010 kl. 22:38
Ekki mun ég kjósa Sjálfstæðið!
Sigurður Haraldsson, 13.10.2010 kl. 22:39
Ingibjörg Guðrún, nú ert þú með einhverjar upplýsingar sem ég kannast ekki við. HVER OG HVAR ER ÞESSA LEIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS AÐ FINNA ?
Óskar, 13.10.2010 kl. 22:40
Birna kúla er í boði Jóhönnu og SJS opnaðu augun og sjáðu hverjir "stjórna" landinu.
Hreinn Sigurðsson, 13.10.2010 kl. 22:47
Já Sigurður, Birna var svo "ólánsöm" að eitthvað fór alveg óvart úrskeiðis svo hún fékk tugi milljóna afskrifaðar vegna smáklúðurs. Ég geri ráð fyrir því að það þurfi meira en "smáklúður" til að Jón og Gunna fái afskrifað. Nú svo eru reyndar tveir þingmenn sjálfstæðisflokksins í það minnsta sem fengu tugi, nei fyrirgefðu HUNDRUÐ milljóna afskrifaðar, - að þetta fólk sitji ennþá á þingi er náttúrulega reginhneyksli. - En auvitað leyfist FLokksmönnum allt!
Síðan skammast þú Sigurður út í ríkisstjórnina, mátt það mín vegna enda er ég ekkert alltof sáttur við hana. Hinsvegar er þessi ríkisstjórn á bólakafi í vonlausri tiltekt eftir slátrun sjálfstæðisflokksins á efnahag þjóðarinnar og ef menn halda að það sé létt verk þá ætti fleiri en ég að reyna að finna pillur!
Óskar, 13.10.2010 kl. 22:49
Hættum að borga, það er sársaukafullt en virðist eina leiðin.
Mundi (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.